Lífið

Góðir dómar í Bretlandi

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur
Góðir dómar í BretlandiGlæpasaga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, er nýkomin út í Bretlandi þar sem hún heitir einfaldlega I Remember You.

Hún fær góða dóma hjá gagnrýnanda dagblaðsins The Guardian sem segir söguna vera spennandi og Yrsu hafa gott vald á myrkri stemningunni.

„Áhugaverð, skemmtileg og mjög draugaleg," skrifar hann. Bókin fær einnig góða dóma í breskri útgáfu tímaritsins Marie Claire. Þar segir blaðamaður að I Remember You sé hrollvekjandi draugasaga.

Einkatónleikar á SkypeTónlistarmaðurinn Pétur Ben hefur lokið upptökum á sinni annarri sólóplötu, God"s Lonely Man. Pétur gefur plötuna út sjálfur og óskar eftir styrkjum vegna framleiðslunnar á söfnunarsíðunni Alpha.karolinafund.com. Hann er þegar búinn að safna um 140 þúsund krónum en vonast eftir að ná að minnsta kosti hálfri milljón. Þeir sem gefa honum hæsta styrkinn, eða um 80 þúsund krónur, fá í sinn hlut áritaða plötu og einkatónleika með þremur lögum í gegnum síðuna Skype. Fyrsta plata Péturs, Wine For My Weakness, kom út 2006 og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið eftir.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.