Hvað með Feneyjaskrána? 25. október 2012 06:00 Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun