Prestar, gyðingar og pastellitir innblásturinn 25. október 2012 15:00 Jewlia eftir Jör Guðmundur Jörundsson frumsýnir nýja línu á laugardaginn sem hann segir vera tískulega og um leið innblásna af prestum, gyðingum og pastellitum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er tískulegri fatnaður en sá sem ég hef áður gert," segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem frumsýnir fatamerkið Jör á laugardaginn. Guðmundur hefur vakið athygli sem yfirhönnuður herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar og er einn þeirra sem eiga heiðurinn af vaxandi vinsældum tvíd-efnis hjá íslenskum karlmönnum undanfarin misseri. Fyrsta lína Jör nefnist Jewlia og er væntanleg í fyrrgreinda herrafataverslun með vorinu. „Línan er innblásin af prestum, gyðingum og pastellitum. Mér fannst Jewlia geta verið gott heiti á Gyðingalandi," segir Guðmundur og staðfestir að ákveðnar áherslubreytingar séu á þessu nýja merki sínu í samanburði við það sem hann hefur gert áður. „Þetta er framsæknara, en þó er enn þá sami grunnur. Ég er að vinna mikið áfram með klassísk klæðskerasnið." Guðmundur leggur mikið upp úr vönduðum efnum í línunni. Fatnaðurinn er allur framleiddur í Tyrklandi, í sömu verksmiðju og ítalska merkið Armani og breska merkið Paul Smith. Í línunni er að finna jakkaföt, yfirhafnir, skyrtur og rúllukragaboli í bland við fylgihluti á borð við hatta og sólgleraugu. „Rúllukragabolir eru klárlega málið í vetur. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn mikil tískubóla í karlmannstískunni og í ár með rúllukragabolina. Öll tískumerkin voru með rúllukragaboli í fatalínum næsta árs," segir Guðmundur og bætir við að bolirnir eigi að vera þröngir. Fatahönnuðurinn segist stefna á að höfða til breiðs aldurshóps með nýja merkinu, en lína hans fyrir Kormák og Skjöld verður enn til staðar. „Það heldur sínu striki með klassískum sniðum og tvíd-efnum." Á laugardaginn verður Jewlia-línan frumsýnd með pompi og prakt á efstu hæð í Höfðatorgi en Guðmundur vill lítið gefa uppi um sýninguna sjálfa. „Þetta verður skuggalegt og spennandi." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta er tískulegri fatnaður en sá sem ég hef áður gert," segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem frumsýnir fatamerkið Jör á laugardaginn. Guðmundur hefur vakið athygli sem yfirhönnuður herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar og er einn þeirra sem eiga heiðurinn af vaxandi vinsældum tvíd-efnis hjá íslenskum karlmönnum undanfarin misseri. Fyrsta lína Jör nefnist Jewlia og er væntanleg í fyrrgreinda herrafataverslun með vorinu. „Línan er innblásin af prestum, gyðingum og pastellitum. Mér fannst Jewlia geta verið gott heiti á Gyðingalandi," segir Guðmundur og staðfestir að ákveðnar áherslubreytingar séu á þessu nýja merki sínu í samanburði við það sem hann hefur gert áður. „Þetta er framsæknara, en þó er enn þá sami grunnur. Ég er að vinna mikið áfram með klassísk klæðskerasnið." Guðmundur leggur mikið upp úr vönduðum efnum í línunni. Fatnaðurinn er allur framleiddur í Tyrklandi, í sömu verksmiðju og ítalska merkið Armani og breska merkið Paul Smith. Í línunni er að finna jakkaföt, yfirhafnir, skyrtur og rúllukragaboli í bland við fylgihluti á borð við hatta og sólgleraugu. „Rúllukragabolir eru klárlega málið í vetur. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn mikil tískubóla í karlmannstískunni og í ár með rúllukragabolina. Öll tískumerkin voru með rúllukragaboli í fatalínum næsta árs," segir Guðmundur og bætir við að bolirnir eigi að vera þröngir. Fatahönnuðurinn segist stefna á að höfða til breiðs aldurshóps með nýja merkinu, en lína hans fyrir Kormák og Skjöld verður enn til staðar. „Það heldur sínu striki með klassískum sniðum og tvíd-efnum." Á laugardaginn verður Jewlia-línan frumsýnd með pompi og prakt á efstu hæð í Höfðatorgi en Guðmundur vill lítið gefa uppi um sýninguna sjálfa. „Þetta verður skuggalegt og spennandi." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira