Lífið

Þröngskífa í dag

Gunnar Már Jakobsson
Gunnar Már Jakobsson
Íslenska þjóðlagapopprokksveitin Árstíðir gefur út nýja þröngskífu í dag.

Skífan ber heitið Tvíeind og er þar að finna endurhljóðblandanir á fimm lögum Gunnars Márs Jakobssonar og félaga í hljómsveitinni. Öll lögin er að finna í upprunalegri mynd á plötunni Svefns og vöku skil sem þeir gáfu út í fyrra.

Fimm mismunandi listamenn komu að skífunni sem er einungis gefin út á rafrænu formi. Það eru þeir Veel frá Rússlandi og hljómsveitin iamthemorning, sem kemur einnig þaðan, Sakaris frá Færeyjum og Íslendingarnir Ruxpin og Kippi Kaninus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.