Tillaga stjórnlagaráðs. Segjum nei Haukur Arnþórsson skrifar 19. október 2012 06:00 Við lifum á tímum Internetsins. Ekki síst Íslendingar sem hafa samkvæmt mælingum leitt netaðgengi og netnotkun í heiminum í áratugi. Reikna má með að áhrif netsins á stjórnmál séu meiri hér á landi en annars staðar. Til góðs eða ills. Netið er nýr fjölmiðill. Nýjar hugmyndir, hópar og einstaklingar ná vinsældum og fara að leiða samfélagið. Virkni þeirra og skrif á netinu skora hátt, þeir fá óteljandi „Like" og fjöldi „subscribers" og „followers" eykst stöðugt. Sennilegt er að þeir séu stjórnmálamenn framtíðarinnar. Á sama tíma er stjórnmálakerfið fremur lokað, gagnsæi stjórnmálalegra og stjórnsýslulegra ferla takmarkað og samvinna stjórnvalda við netnotendur nánast óþekkt. Þá laga stjórnvöld ekki starfsemi sína að skilyrðum netsins og virðast ekki kunna ekki að standa í gagnkvæmu, hreyfanlegu sambandi við almenning. Andstæðurnar milli áhuga almennings á netinu og á endurnýjun stjórnmálanna annars vegar og gamaldags vinnubragða stjórnvalda hins vegar eru áberandi. Tillagan að nýrri stjórnarskrá er sögð vera nútímaleg og vel gerð á margan hátt og fela í sér mikilvæg ný ákvæði. Hér eru 4 atriði gagnrýnd. Ágreiningsatriði 1. Beint lýðræði Tillagan gerir ráð fyrir beinu lýðræði til höfuðs Alþingi, þ.e. að kjósa megi um samþykkt lög (§19, §65, §66). Ekki er fyrirséð hvaða áhrif það hefur á íslensk stjórnmál. Óvissan snýst einkum um að Alþingi veit þá ekki hvenær það gefur endanlegt lagasetningarvald og hvenær ekki. Þetta á sér afar fá fordæmi. Algengara er að framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök hitamál, þingmál (mál í vinnslu) eða ekki, eða að almenningur komi málum á dagskrá. Hægt er að mæta áhuga almennings á beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum innan þingræðiskerfisins og er þá lítil lýðræðisleg áhætta tekin, en sú leið hefur verið reynd í Danmörku. Þar hefur minnihluti þingmanna slíkt vald. Ákvæðið eykur völd minni hlutans á þingi og gerir hann ábyrgari. Slíkt ákvæði hér á landi gæti gert málþóf á þingi óþarft sem baráttuaðferð. Auðvitað getur tillagan leitt til „tyranny of the majority", best þekkta ágalla beins lýðræðis, meðan ákvarðanataka í fulltrúalýðræðinu er þekkt fyrir að verja minnihlutahópa og hafa vestræn samfélög og ekki síst Norðurlöndin orðið fyrirmynd í mannréttindamálum fyrir vikið. Þá kann beint lýðræði að hafa í för með sér aukinn popúlisma og erfitt getur orðið fyrir Alþingi að taka óvinsælar ákvarðanir af ábyrgð. Netið getur magnað þessar hættur. Verstu mögulegu áhrif tillögunnar eru þó að fáir aktívistar geta komið fram í nafni meirihlutans, þ.e. ef þátttakendur í þjóðaratkvæðagreiðslum verða fáir. Það getur ógnað stöðugleika í samfélaginu og leitt til breytinga, veikingar eða falls grundvallarkerfa, ekki síst ef öfgar og rétttrúnaður halda velli í netsamfélaginu. Þar sem 80-90% kjósenda taka þátt í alþingiskosningum hefur ákvarðanavald þess traust umboð, en ákvarðanir fárra hafa að sama skapi lítið umboð og geta ákvarðanir þeirra gengið í berhögg við raunverulegan meirihlutavilja. Beina lýðræðinu eru sett fá og veik skilyrði. Þannig mun niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verða gild án tillits til fjölda þátttakanda í henni. Aðeins 10% kjósenda (23.600 núna) geta óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og lagt fram frumvarp sem þingið er skuldbundið til þess að setja í ferli og aðeins 2% (4.700 núna) kjósenda geta lagt fram þingmál af öðru tagi. Í réttri stemningu í samfélaginu hefur á liðnum misserum reynst auðvelt að safna undirskriftum um mál á netinu. Leiða má að því líkur að beina lýðræðið geti leitt til viðvarandi gjár milli stjórnvalda og almennings og rökstyðja að jákvæð áhrif netsins á lýðræðið, sem eru aukin upplýsingagjöf, gagnsæi og samráð, geti komið seint og illa fram á Íslandi vegna framkvæmdar beins lýðræðis og þá m.a. vegna varnarviðbragða stjórnkerfisins. 2. Vægi atkvæða/kjördæmamál Tillagan gerir ráð fyrir jöfnu vægi atkvæða (§39), sem nú er breytilegt og hyglar íbúum landsbyggðarkjördæmanna þriggja, sem eiga 29 sæti á Alþingi (af 63) meðan jafnt vægi atkvæða gæfi þeim 23. Í stað þess að fækka þeim og fjölga sætum frá höfuðborgarsvæðinu gerir tillagan ráð fyrir breytingu á kjördæmakerfinu, upptöku landskjörs, sem gerbreytir öllum forsendum. Landskjör þýðir að landið verður eitt kjördæmi eða kjördæmaskipt að hluta þannig að meirihluti þingmanna (minnst 33) komi af landslista. Ef seinni leiðin verður farin má skipta landinu í 1-8 kjördæmi (6 núna) fyrir önnur þingsæti, þau geta orðið allt að 30. Þessi regla er háð skilyrðum. Skilyrðin þýða að kjördæmabundin sæti fyrir landsbyggðakjördæmin 3, NV, NA og SU, gætu að hámarki orðið 9-10, sem getur breyst ef íbúafjöldi breytist eða ef sætum fækkar eða ef kjördæmamörkum er breytt. Engin þeirra breytinga myndi þó gefa íbúum utan höfuðborgarsvæðisins meira en sem nemur hlutfalli þeirra af þingsætunum 30, þ.e.a.s. nálægt 35-40% af þeim sætum. Verði landið eitt kjördæmi verður hins vegar enginn þingmaður fulltrúi íbúa héraða eða byggðarlaga. Þar sem jafnt vægi atkvæða í núverandi kjördæmakerfi gefur íbúum utan höfuðborgarsvæðisins 23 þingsæti mun þessi framkvæmd veikja fyrirsvar, umboð og lýðræðislega aðkomu þeirra að ákvörðunum Alþingis langt umfram það sem íbúafjöldi segir til um. 3. Persónukjör Tillagan kveður á um persónukjör (§39). Meginreglan er að kjósendur velja milli frambjóðenda. Hún er í raun ófrávíkjanleg, ef þeir velja stjórnmálaflokk (framboð) deilist atkvæði þeirra jafnt á alla frambjóðendur hans. Hér er gengið lengra en aðrar vestrænar þjóðir hafa gert. Í því efni hafa Danir gengið lengst, en þar geta stjórnmálaflokkar valið hvort þeir raða frambjóðendum í sæti eða hvort kjósendur hans raða þeim. Tillaga stjórnlagaráðs hentar þar sem ekki er fjölflokkakerfi og því ekki hægt að velja milli stjórnmálaflokka. Þar fær almenningur val milli frambjóðenda. Tilhögun kosninga þarf fyrst og fremst að styðja stjórnmálastarf. Lýðræðislegt hlutverk stjórnmálaflokka er stórt; þeir eiga að leggja samfélaginu til stefnu, gildi og viðmiðanir, leiða stjórnkerfið og skapa samfellu í stjórnmálastarfi. Ef álitið er að flokkarnir hér á landi sinni hlutverkum sínum illa þyrfti væntanlega að gera flokksstarf öflugra og eftirsóknarverðara. Tillagan gæti hins vega veikt það enn frekar og má rökstyðja að lýðræðið batni ef stofnanir þeirra og flokksmenn veldu fulltrúa sem hafa staðið sig vel í flokksstarfinu og að það verði stökkpallurinn í stjórnmálum, fremur en að leitað sé til þjóðþekktra einstaklinga frá öðrum vettvangi. 4. Skipt atkvæði Tillagan kveður á um mögulega skiptingu atkvæðis í kosningum (§39). Því má skipta milli frambjóðenda, tveggja eða fleiri. Þeir geta verið innan sama framboðs eða frá sitt hvoru framboðinu, frá sama kjördæmi eða ekki eða á landslista annars vegar og kjördæmalista hins vegar. Þetta flókna kerfi brýtur allar reglur stjórnsýslunnar um einfaldleika kosninga. Þá verður tölvutalning atkvæða óhjákvæmileg. Ekki verður hægt að mynda pappírsslóð atkvæða svipað og í tölvukosningu í BNA, þar sem kjósandi prentar atkvæði sitt út eftir að hann hefur kosið og handtalið er fyrir opnum tjöldum eftir á. Hér yrði handtalning með öllu óframkvæmanleg. Við þær aðstæður munu stjórnendur kosninga og þó einkum tæknimenn geta hagrætt niðurstöðum, en rökin fyrir pappírsslóð eru þau að handtalning eftir á hindri svik. Vinsælir stjórnmálamenn eru líklegir til þess að njóta stuðnings kjósenda án tillits til frammistöðu stjórnmálaflokksins sem þeir tilheyra. Skipting atkvæða mun mögulega gera erfiðara að refsa stjórnmálaflokkum en nú er – og þar með að fella ríkisstjórnir, sem er þó erfitt í hlutfallskerfinu miðað við önnur kosningakerfi. Lokaorð Á heildina litið gerir tillaga stjórnlagaráðs ráð fyrir miklum breytingum á lýðræðinu. Afleiðingar þeirra eru ófyrirsjáanlegar þar sem þær eru á margan hátt nýjungar í framkvæmd lýðræðis. Þær eru afturhvarf frá norrænum og vestrænum hefðum og framkvæmd; einkum það að Alþingi mun ekki eiga lokaorðið um lagasetningu, með beina lýðræðinu og innbyggðum hættum þess fyrir minni hlutann, veikingu staðbundins fyrirsvars (oft það sama á Íslandi) og tilhneigingu til þess að veikja stöðu stjórnmálaflokkanna. Hins vegar styrkja þær stöðu meirihlutans á höfuðborgarsvæðinu og gefa aktívistum nýja möguleika og völd í samfélaginu, sérstaklega net-elítunum sem leiða opinbera umræðu um þessar mundir. Íslendingar, sem eru að jafna sig eftir ófyrirleitna áhættusækni bankanna erlendis, virðast tilbúnir til þess að taka nýja áhættu og leggja jafnvel enn meira undir en áður - nú á sviði lýðræðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum Internetsins. Ekki síst Íslendingar sem hafa samkvæmt mælingum leitt netaðgengi og netnotkun í heiminum í áratugi. Reikna má með að áhrif netsins á stjórnmál séu meiri hér á landi en annars staðar. Til góðs eða ills. Netið er nýr fjölmiðill. Nýjar hugmyndir, hópar og einstaklingar ná vinsældum og fara að leiða samfélagið. Virkni þeirra og skrif á netinu skora hátt, þeir fá óteljandi „Like" og fjöldi „subscribers" og „followers" eykst stöðugt. Sennilegt er að þeir séu stjórnmálamenn framtíðarinnar. Á sama tíma er stjórnmálakerfið fremur lokað, gagnsæi stjórnmálalegra og stjórnsýslulegra ferla takmarkað og samvinna stjórnvalda við netnotendur nánast óþekkt. Þá laga stjórnvöld ekki starfsemi sína að skilyrðum netsins og virðast ekki kunna ekki að standa í gagnkvæmu, hreyfanlegu sambandi við almenning. Andstæðurnar milli áhuga almennings á netinu og á endurnýjun stjórnmálanna annars vegar og gamaldags vinnubragða stjórnvalda hins vegar eru áberandi. Tillagan að nýrri stjórnarskrá er sögð vera nútímaleg og vel gerð á margan hátt og fela í sér mikilvæg ný ákvæði. Hér eru 4 atriði gagnrýnd. Ágreiningsatriði 1. Beint lýðræði Tillagan gerir ráð fyrir beinu lýðræði til höfuðs Alþingi, þ.e. að kjósa megi um samþykkt lög (§19, §65, §66). Ekki er fyrirséð hvaða áhrif það hefur á íslensk stjórnmál. Óvissan snýst einkum um að Alþingi veit þá ekki hvenær það gefur endanlegt lagasetningarvald og hvenær ekki. Þetta á sér afar fá fordæmi. Algengara er að framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök hitamál, þingmál (mál í vinnslu) eða ekki, eða að almenningur komi málum á dagskrá. Hægt er að mæta áhuga almennings á beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum innan þingræðiskerfisins og er þá lítil lýðræðisleg áhætta tekin, en sú leið hefur verið reynd í Danmörku. Þar hefur minnihluti þingmanna slíkt vald. Ákvæðið eykur völd minni hlutans á þingi og gerir hann ábyrgari. Slíkt ákvæði hér á landi gæti gert málþóf á þingi óþarft sem baráttuaðferð. Auðvitað getur tillagan leitt til „tyranny of the majority", best þekkta ágalla beins lýðræðis, meðan ákvarðanataka í fulltrúalýðræðinu er þekkt fyrir að verja minnihlutahópa og hafa vestræn samfélög og ekki síst Norðurlöndin orðið fyrirmynd í mannréttindamálum fyrir vikið. Þá kann beint lýðræði að hafa í för með sér aukinn popúlisma og erfitt getur orðið fyrir Alþingi að taka óvinsælar ákvarðanir af ábyrgð. Netið getur magnað þessar hættur. Verstu mögulegu áhrif tillögunnar eru þó að fáir aktívistar geta komið fram í nafni meirihlutans, þ.e. ef þátttakendur í þjóðaratkvæðagreiðslum verða fáir. Það getur ógnað stöðugleika í samfélaginu og leitt til breytinga, veikingar eða falls grundvallarkerfa, ekki síst ef öfgar og rétttrúnaður halda velli í netsamfélaginu. Þar sem 80-90% kjósenda taka þátt í alþingiskosningum hefur ákvarðanavald þess traust umboð, en ákvarðanir fárra hafa að sama skapi lítið umboð og geta ákvarðanir þeirra gengið í berhögg við raunverulegan meirihlutavilja. Beina lýðræðinu eru sett fá og veik skilyrði. Þannig mun niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verða gild án tillits til fjölda þátttakanda í henni. Aðeins 10% kjósenda (23.600 núna) geta óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og lagt fram frumvarp sem þingið er skuldbundið til þess að setja í ferli og aðeins 2% (4.700 núna) kjósenda geta lagt fram þingmál af öðru tagi. Í réttri stemningu í samfélaginu hefur á liðnum misserum reynst auðvelt að safna undirskriftum um mál á netinu. Leiða má að því líkur að beina lýðræðið geti leitt til viðvarandi gjár milli stjórnvalda og almennings og rökstyðja að jákvæð áhrif netsins á lýðræðið, sem eru aukin upplýsingagjöf, gagnsæi og samráð, geti komið seint og illa fram á Íslandi vegna framkvæmdar beins lýðræðis og þá m.a. vegna varnarviðbragða stjórnkerfisins. 2. Vægi atkvæða/kjördæmamál Tillagan gerir ráð fyrir jöfnu vægi atkvæða (§39), sem nú er breytilegt og hyglar íbúum landsbyggðarkjördæmanna þriggja, sem eiga 29 sæti á Alþingi (af 63) meðan jafnt vægi atkvæða gæfi þeim 23. Í stað þess að fækka þeim og fjölga sætum frá höfuðborgarsvæðinu gerir tillagan ráð fyrir breytingu á kjördæmakerfinu, upptöku landskjörs, sem gerbreytir öllum forsendum. Landskjör þýðir að landið verður eitt kjördæmi eða kjördæmaskipt að hluta þannig að meirihluti þingmanna (minnst 33) komi af landslista. Ef seinni leiðin verður farin má skipta landinu í 1-8 kjördæmi (6 núna) fyrir önnur þingsæti, þau geta orðið allt að 30. Þessi regla er háð skilyrðum. Skilyrðin þýða að kjördæmabundin sæti fyrir landsbyggðakjördæmin 3, NV, NA og SU, gætu að hámarki orðið 9-10, sem getur breyst ef íbúafjöldi breytist eða ef sætum fækkar eða ef kjördæmamörkum er breytt. Engin þeirra breytinga myndi þó gefa íbúum utan höfuðborgarsvæðisins meira en sem nemur hlutfalli þeirra af þingsætunum 30, þ.e.a.s. nálægt 35-40% af þeim sætum. Verði landið eitt kjördæmi verður hins vegar enginn þingmaður fulltrúi íbúa héraða eða byggðarlaga. Þar sem jafnt vægi atkvæða í núverandi kjördæmakerfi gefur íbúum utan höfuðborgarsvæðisins 23 þingsæti mun þessi framkvæmd veikja fyrirsvar, umboð og lýðræðislega aðkomu þeirra að ákvörðunum Alþingis langt umfram það sem íbúafjöldi segir til um. 3. Persónukjör Tillagan kveður á um persónukjör (§39). Meginreglan er að kjósendur velja milli frambjóðenda. Hún er í raun ófrávíkjanleg, ef þeir velja stjórnmálaflokk (framboð) deilist atkvæði þeirra jafnt á alla frambjóðendur hans. Hér er gengið lengra en aðrar vestrænar þjóðir hafa gert. Í því efni hafa Danir gengið lengst, en þar geta stjórnmálaflokkar valið hvort þeir raða frambjóðendum í sæti eða hvort kjósendur hans raða þeim. Tillaga stjórnlagaráðs hentar þar sem ekki er fjölflokkakerfi og því ekki hægt að velja milli stjórnmálaflokka. Þar fær almenningur val milli frambjóðenda. Tilhögun kosninga þarf fyrst og fremst að styðja stjórnmálastarf. Lýðræðislegt hlutverk stjórnmálaflokka er stórt; þeir eiga að leggja samfélaginu til stefnu, gildi og viðmiðanir, leiða stjórnkerfið og skapa samfellu í stjórnmálastarfi. Ef álitið er að flokkarnir hér á landi sinni hlutverkum sínum illa þyrfti væntanlega að gera flokksstarf öflugra og eftirsóknarverðara. Tillagan gæti hins vega veikt það enn frekar og má rökstyðja að lýðræðið batni ef stofnanir þeirra og flokksmenn veldu fulltrúa sem hafa staðið sig vel í flokksstarfinu og að það verði stökkpallurinn í stjórnmálum, fremur en að leitað sé til þjóðþekktra einstaklinga frá öðrum vettvangi. 4. Skipt atkvæði Tillagan kveður á um mögulega skiptingu atkvæðis í kosningum (§39). Því má skipta milli frambjóðenda, tveggja eða fleiri. Þeir geta verið innan sama framboðs eða frá sitt hvoru framboðinu, frá sama kjördæmi eða ekki eða á landslista annars vegar og kjördæmalista hins vegar. Þetta flókna kerfi brýtur allar reglur stjórnsýslunnar um einfaldleika kosninga. Þá verður tölvutalning atkvæða óhjákvæmileg. Ekki verður hægt að mynda pappírsslóð atkvæða svipað og í tölvukosningu í BNA, þar sem kjósandi prentar atkvæði sitt út eftir að hann hefur kosið og handtalið er fyrir opnum tjöldum eftir á. Hér yrði handtalning með öllu óframkvæmanleg. Við þær aðstæður munu stjórnendur kosninga og þó einkum tæknimenn geta hagrætt niðurstöðum, en rökin fyrir pappírsslóð eru þau að handtalning eftir á hindri svik. Vinsælir stjórnmálamenn eru líklegir til þess að njóta stuðnings kjósenda án tillits til frammistöðu stjórnmálaflokksins sem þeir tilheyra. Skipting atkvæða mun mögulega gera erfiðara að refsa stjórnmálaflokkum en nú er – og þar með að fella ríkisstjórnir, sem er þó erfitt í hlutfallskerfinu miðað við önnur kosningakerfi. Lokaorð Á heildina litið gerir tillaga stjórnlagaráðs ráð fyrir miklum breytingum á lýðræðinu. Afleiðingar þeirra eru ófyrirsjáanlegar þar sem þær eru á margan hátt nýjungar í framkvæmd lýðræðis. Þær eru afturhvarf frá norrænum og vestrænum hefðum og framkvæmd; einkum það að Alþingi mun ekki eiga lokaorðið um lagasetningu, með beina lýðræðinu og innbyggðum hættum þess fyrir minni hlutann, veikingu staðbundins fyrirsvars (oft það sama á Íslandi) og tilhneigingu til þess að veikja stöðu stjórnmálaflokkanna. Hins vegar styrkja þær stöðu meirihlutans á höfuðborgarsvæðinu og gefa aktívistum nýja möguleika og völd í samfélaginu, sérstaklega net-elítunum sem leiða opinbera umræðu um þessar mundir. Íslendingar, sem eru að jafna sig eftir ófyrirleitna áhættusækni bankanna erlendis, virðast tilbúnir til þess að taka nýja áhættu og leggja jafnvel enn meira undir en áður - nú á sviði lýðræðisins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar