Körfubolti

Hvað er að hjá Magga Gunn?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson hefur aðeins skorað sex körfur í fyrstu þremur leikjunum. Fréttablaðið/stefán
Magnús Þór Gunnarsson hefur aðeins skorað sex körfur í fyrstu þremur leikjunum. Fréttablaðið/stefán
Keflvíkingar hafa aldrei byrjað verr í úrvalsdeild karla en liðið er enn án stiga eftir þrjá fyrstu leikina í Dominosdeildinni eftir naumt tap á móti KR í fyrrakvöld. Keflavíkurliðið hefur reyndar tapað fjórum í röð því liðið lá einnig í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum.

Ein af skýringunum á þessu er örugglega „fjarvera" stórskyttunnar Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem hefur aðeins skorað 18 stig á 93 mínútum í fyrstu þremur deildarleikjunum og hefur jafnframt klikkað á 25 af 28 þriggja stiga skotum sínum. sem þýðir 11 prósent nýting.

Magnús var sérstaklega slakur á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum 7 skotum sínum og var hvorki með stig eða stoðsendingu á 31 mínútu.

Ef einhver kann á takkana á Magga þá er það þjálfarinn Sigurður Ingimundarson og nú er að sjá hvort gamli Maggi Gunn kemur í leitirnar fyrir næsta leik sem er á móti KFÍ á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×