Andúð á erlendu Þórður Snær Júlíusson skrifar 12. október 2012 00:00 Þegar íslensku bankarnir hrundu var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa þeirra „taka höggið" með því að gera innstæður að forgangskröfum. Íslendingar ákváðu að breyta reglunum eftir á og því var sýndur skilningur á alþjóðavísu, enda blasti kerfishrun við þjóðinni ef önnur leið hefði verið valin. Erlendu kröfuhafarnir voru samt „brenndir" og það kostaði þá þúsundir milljarða króna. Til viðbótar voru þeir sem settu peninga inn á Icesave-reikninga „brenndir", enda innstæður útlendinga ekki taldar jafn mikilvægar og innstæður Íslendinga. Þverpólitískur hópur fólks hefur samt sem áður haldið uppi linnulausum áróðri um að mistök hafi verið gerð þegar kröfuhafar fengu afhentan stóran hluta í tveimur nýjum íslenskum bönkum, sem þeir þó eiga samkvæmt öllum lögum og reglum. Ástæðan fyrir mistökunum var sú að eignir þessara banka hefðu frekar átt að fara í að grynnka á húsnæðisskuldum þessa sama hóps. Margar þeirra krafna sem eru til á íslensku bankana hafa gengið kaupum og sölum síðan þeir fóru á höfuðið. Nýir eigendur hafa keypt kröfurnar á hrakvirði með von um auknar heimtur, sem orðið hefur raunin. Hluti þessara aðila eru erlendir vogunarsjóðir, og þeir þykja ekki geðugir. Á grundvelli þessa hafa ýmsir stjórnmálamenn og álitsgjafar kallað eftir því að gróði útlendinganna verði þjóðnýttur. Ýmsir hagsmunaðilar hafa síðan lagt fram tillögur um að nota fé þessara aðila til að endurfjármagna skuldir nánast allra á Íslandi á einhliða ákvörðuðum kjörum og nota til þess mátt gjaldeyrishaftanna. Þegar Magma Energy, sem er stýrt af manni frá Kanada, keypti hlut í íslensku orkufyrirtæki hristist íslenskt samfélag. Vondir útlendingar voru ásakaðir um að komast bakdyramegin inn og ásælast auðlindir okkar þrátt fyrir að kaupin hafi verið fullkomlega lögleg. Það var meira að segja rætt innan sitjandi ríkisstjórnar, í fullri alvöru, að þjóðnýta eignir þeirra með almannasjónarmið að leiðarljósi. Nú síðast kom hingað Kínverji sem vill byggja hótel og gólfvöll í rokrassgati. Hann hefur farið að fullu að lögum. Samt er látið eins og að í manninum holdgervist myrkraöfl sem vilji eyða íslensku samfélagi eins við þekkjum það til að skapa „Lebensraum" fyrir kínverska alþýðulýðveldið. En það er ekki bara erlend fjárfesting eða útlenskir kröfuhafar sem hræða íslenska þjóð. Nýverið opinberaði þingmaðurinn Þór Saari þá skoðun sína að takmarka ætti fjölda ferðamanna á Íslandi vegna þess að uppáhaldskaffihúsið hans er alltaf fullt af þeim og að ekki væri lengur hægt að heimsækja náttúruperlur án þess að ferðamenn væru „að trufla mann í sínu eigin landi". Fyrir nokkrum árum barðist Frjálslyndi flokkurinn fyrir því að fólk tæki innflytjendavandann alvarlega, en hann snerist um stórfelldan innflutning á austur-evrópskum atvinnuglæpamönnum og verkafólki sem hirti störf af sönnum Íslendingum. Ráðandi hluti Sjálfstæðisflokksins hræðist ekkert meira en að skriffinnar frá Brussel hertaki landið með samning að vopni og steli í kjölfarið fiskinum og orkunni. Andúð Framsóknarflokksins á erlendum mat er síðan vel þekkt stærð. Íslendingar virðast hafa þá sjálfsmynd að hér búi umburðarlynd, alþjóðleg, frjáls og vítt þenkjandi nútímaþjóð. Þegar rýnt er í orð og gjörðir þeirra sem við kjósum á þing virðist hún þó byggð á sandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Þegar íslensku bankarnir hrundu var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa þeirra „taka höggið" með því að gera innstæður að forgangskröfum. Íslendingar ákváðu að breyta reglunum eftir á og því var sýndur skilningur á alþjóðavísu, enda blasti kerfishrun við þjóðinni ef önnur leið hefði verið valin. Erlendu kröfuhafarnir voru samt „brenndir" og það kostaði þá þúsundir milljarða króna. Til viðbótar voru þeir sem settu peninga inn á Icesave-reikninga „brenndir", enda innstæður útlendinga ekki taldar jafn mikilvægar og innstæður Íslendinga. Þverpólitískur hópur fólks hefur samt sem áður haldið uppi linnulausum áróðri um að mistök hafi verið gerð þegar kröfuhafar fengu afhentan stóran hluta í tveimur nýjum íslenskum bönkum, sem þeir þó eiga samkvæmt öllum lögum og reglum. Ástæðan fyrir mistökunum var sú að eignir þessara banka hefðu frekar átt að fara í að grynnka á húsnæðisskuldum þessa sama hóps. Margar þeirra krafna sem eru til á íslensku bankana hafa gengið kaupum og sölum síðan þeir fóru á höfuðið. Nýir eigendur hafa keypt kröfurnar á hrakvirði með von um auknar heimtur, sem orðið hefur raunin. Hluti þessara aðila eru erlendir vogunarsjóðir, og þeir þykja ekki geðugir. Á grundvelli þessa hafa ýmsir stjórnmálamenn og álitsgjafar kallað eftir því að gróði útlendinganna verði þjóðnýttur. Ýmsir hagsmunaðilar hafa síðan lagt fram tillögur um að nota fé þessara aðila til að endurfjármagna skuldir nánast allra á Íslandi á einhliða ákvörðuðum kjörum og nota til þess mátt gjaldeyrishaftanna. Þegar Magma Energy, sem er stýrt af manni frá Kanada, keypti hlut í íslensku orkufyrirtæki hristist íslenskt samfélag. Vondir útlendingar voru ásakaðir um að komast bakdyramegin inn og ásælast auðlindir okkar þrátt fyrir að kaupin hafi verið fullkomlega lögleg. Það var meira að segja rætt innan sitjandi ríkisstjórnar, í fullri alvöru, að þjóðnýta eignir þeirra með almannasjónarmið að leiðarljósi. Nú síðast kom hingað Kínverji sem vill byggja hótel og gólfvöll í rokrassgati. Hann hefur farið að fullu að lögum. Samt er látið eins og að í manninum holdgervist myrkraöfl sem vilji eyða íslensku samfélagi eins við þekkjum það til að skapa „Lebensraum" fyrir kínverska alþýðulýðveldið. En það er ekki bara erlend fjárfesting eða útlenskir kröfuhafar sem hræða íslenska þjóð. Nýverið opinberaði þingmaðurinn Þór Saari þá skoðun sína að takmarka ætti fjölda ferðamanna á Íslandi vegna þess að uppáhaldskaffihúsið hans er alltaf fullt af þeim og að ekki væri lengur hægt að heimsækja náttúruperlur án þess að ferðamenn væru „að trufla mann í sínu eigin landi". Fyrir nokkrum árum barðist Frjálslyndi flokkurinn fyrir því að fólk tæki innflytjendavandann alvarlega, en hann snerist um stórfelldan innflutning á austur-evrópskum atvinnuglæpamönnum og verkafólki sem hirti störf af sönnum Íslendingum. Ráðandi hluti Sjálfstæðisflokksins hræðist ekkert meira en að skriffinnar frá Brussel hertaki landið með samning að vopni og steli í kjölfarið fiskinum og orkunni. Andúð Framsóknarflokksins á erlendum mat er síðan vel þekkt stærð. Íslendingar virðast hafa þá sjálfsmynd að hér búi umburðarlynd, alþjóðleg, frjáls og vítt þenkjandi nútímaþjóð. Þegar rýnt er í orð og gjörðir þeirra sem við kjósum á þing virðist hún þó byggð á sandi.