Valkostur að vera öryrki? Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun