Sýnum bændum stuðning Hólmfríður S. Haraldsdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nú líður að útborgunardegi hjá sauðfjárbændum, þ.e. greiðslan fyrir innlegg þeirra í sláturhúsið þetta haust. Launin sem þeir uppskera eru afrakstur síðasta sauðburðar, - en líka annað og meira; afrakstur áralangrar og áratugalangrar ræktunar sauðfjár. Það sauðfé býr yfir ákveðnum einkennum og gæðum sem bændur hafa valið að framleiða og hafa lagt sig fram til að ná þeim eiginleikum. Að baki liggja langtímasjónarmið og ígrundun með það leiðarljós að afurðirnar skili sauðfjárbóndanum sem mestum arði svo búið standi undir sér og helst að það framfleyti fjölskyldunni. Alger óvissa ríkir nú meðal sauðfjárbænda víða um norðanvert landið og sú óvissa er margþætt; Ÿ Hvert verður innlegg þeirra í sláturhús; hvað fá bændur útborgað á þessu hausti? Ÿ Hver verða launin sem eru afrakstur síðast liðins árs og ára? Ÿ Hvað er framundan? Gríðarlegt tjón en enginn veit enn hversu mikið Sláturtíð lýkur ekki fyrr en seinni hluta október og þá geta menn einhverja grein gert sér fyrir tjóninu sem þeir hafa orðið fyrir, en langt í frá að allt liggi ljóst fyrir. En það er svo margt annað sem alger óvissa ríkir um. Allt vinnuskipulag hefur riðlast vegna þess gjörningaveðurs sem gekk yfir landið 10.-11. september. Haustverkum er ýtt til hliðar vegna brýnni verkefna; leitar að búfénaði í kapphlaupi við tímann - og þeim verður sinnt síðar, þegar færi gefst. Skemmdir urðu á trjágróðri, korni, grænfóðri, girðingum, jafnvel byggingum og víða tókst ekki að slá hána. Að ýmsu öðru þarf að hyggja fyrir veturinn en það hefur allt orðið að víkja um sinn. Þá er ýmislegt annað sem bætist þar ofan á, s.s. að vegna rafmagnsleysis varð matur e.t.v. ónýtur, hella þurfti niður mjólk og svo það að bændur urðu fyrir óvæntum útgjöldum í stórum stíl vegna leitarstarfa sem staðið hafa yfir vikum saman. Aukinn mannskapur við leitarstörf þarfnast matar, húsaskjóls og fatnaðar, - en hlífðarfatnaður dugði jafnvel ekki daginn út. Á vélknúin ökutæki af ýmsum gerðum þurfti eldsneyti og reikna má með bilunum og sliti á tækjum við leitarstörf í erfiðum aðstæðum. Allt þetta eru óvænt útgjöld við búsýsluna. Erfiðar aðstæður, einangrun og alger þögn Við venjulegar kringumstæður þegar smalað er, hvernig svo sem viðrar, þá rennur féð undan þegar styggð kemur að því, smalarnir dreifa sér á leitarsvæðin og smám saman stækkar safnið sem rennur undan þeim til byggða. Nú bar svo við að þetta gerðist ekki á hinn hefðbundna hátt. Færra fé fannst sem rann undan smalanum, hreyfingin á leitarsvæðinu var sama og engin, það gerðist ekkert! Snjór yfir öllu gerði allar aðstæður erfiðari, þungt að ganga og klofa snjóinn sem útheimtir mikið þrek. Því betur fannst fé á lífi, meiri hluti þess hefur lifað af þessar hremmingar. En margt fé hefur drepist, á kafi í fönn eða það hefur hrakið í ár og læki. Þar er um að ræða „framleiðslutæki" bænda. Það útheimtir andlegt og líkamlegt þrek að grafa upp stirðnaða skrokka og drösla þeim upp á yfirborðið. Víða á leitarsvæðunum var leiðindaveður, krapahríð, slydda, rigning og kalt. Þegar heim kom var illmögulegt að þurrka fatnað hjá þeim sem að auki bjuggu við rafmagnsleysi. Matseld við þær kringumstæður útheimti mikið skipulag og útsjónarsemi. Eftir að hafa hvílst en kannski svefnlausa nótt var farið á ný að leita, klæddur í þurr nærföt og innri fatnað en utanyfirfatnaður ennþá jafnblautur og fyrri daginn. Í rafmagnslausum húsakynnum var hljótt, enginn niður frá tækjum og vélum, útvarp ekki í gangi og víða var ekki símasamband, hvað þá tölvusamband. Skortur var á upplýsingum og aðgengi að þeim var ekkert fyrst um sinn. Rafmagnsleysi veldur því að fólk kemst ekki á internetið, heimasímar sem eru tengdir rafmagni verða gagnslausir, farsímar verða ekki endurhlaðnir nema úti í bíl og ekki algilt að allir hafi tæki til þess. Textavarp nýtist ekki og þegar heilt byggðarlag verður rafmagnslaust, auk þess sem nánast var ófært á milli bæja, þá voru menn einangraðir. Þögnin var alger og hún undirstrikaði e.t.v. þær aðstæður sem ríkja þar sem dauðinn hefur barið dyra. Þá reynir á styrk hvers og eins, - EN einnig á stuðning meðbræðra. Bændum eðlislægt að taka hlutunum með jafnaðargeði Það gjörningaveður sem skall á svo óvænt og með afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á, kallar fram margvísleg viðbrögð og tilfinningar. Áfallið leggst af mismunandi þunga á fólk og mannfólkið er misjafnlega í stakk búið að taka áföllum. Þó má segja að bændum sé eðlislægt að taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði. Þeir þekkja litróf lífsins harla vel, allt frá því að líf kviknar og þar til því lýkur og eru ekki óvanir að aflífa skepnur þegar þess er þörf. Þeir hafa ekki lagt í vana að barma sér þótt illa gangi og eru ekki að því heldur á þessum tíma. Enda er þeim efst í huga nú að bjarga því sem bjargað verður og eru flestir eða allir örþreyttir við björgunar- og leitarstörf. Það ástand sem nú hefur skapast reynir á hinn mannlega mátt, meira en góðu hófi gegnir. Í húfi er lifandi fénaður sem bændum er kær og að auki leggjast á þá áhyggjur af fjárhagslegu tjóni og í mörgum tilfellum stórtjóni. Ekki má gleyma að huga að börnunum sem mörg eiga sínar uppáhaldsskepnur og vegna álagsins hafa foreldrar ærin verkefni. Þörf er á varkárni í umræðunni um ástandið því börn skilja oft hlutina öðruvísi en hinir fullorðnu, eða misskilja og það getur bakað þeim óþarfa hræðslu og óöryggi. Fullar bætur fást aldrei Ráðamenn hafa lýst yfir að þeirra vilji standi til að bæta það tjón sem menn hafa orðið fyrir. En þótt Bjargráðasjóður eigi að taka við þar sem hefðbundnum tryggingum sleppir þá þarf enginn að búast við að hann bæti „allt" það tjón sem aðrir bæta ekki. Sem dæmi má nefna að girðingar sem eyðilögðust munu ekki fást fullbættar og það gefur augaleið að girðingar sem voru misupplitsdjarfar áður en þessar náttúruhamfarir gengu yfir, fást ekki bættar eins og um sé að ræða girðingar í góðu viðhaldi eða nýlega reistar. Samt sem áður er endurreisn girðinga gríðarlega fjárfrek. Það er í svo mörg horn að líta og mönnum gefst ekki tími til að huga að öllum þáttum fyrr en fyrsta lota er um garð gengin. Þess vegna er allt í lagi að almenningur hugleiði af alvöru í hvaða stöðu bændur og búalið eru, – og í raun er flestum hollt að hugleiða það. Á íbúafundunum sem haldnir voru, skynjaði ég hve örþreyttir menn voru – en samt sem áður þótti fólki gott að hittast og spjalla, bera saman bækur sínar, en ekki síður að eiga samræður við þá sem komu utan að. Þar bar e.t.v. hæst kynning á áfallahjálpinni sem fólkinu stendur til boða. Íslenska sauðkindin hefur sýnt alveg ótrúlega seiglu, líklega meiri seiglu en menn bjuggust við. Leitarfólk hefur unnið þrekvirki og ekki má gleyma að nefna þátt björgunarsveitanna, en hann er ómetanlegur. Í þessum aðstæðum hefur komið berlega í ljós hve samtakamáttur fólks og samkennd er mikils virði. Einmitt í slíku andrúmslofti ætti að nýta alla jákvæða krafta til endurreisnar - og af myndarskap. Á íbúafundinum í Skjólbrekku kom fram að raflínan í sveitinni yrði lögð í jörð og því var spurt hvort ekki væri lag nú, að leggja ljósleiðara samtímis þannig að menn í sveitinni sætu við sama borð og meirihluti landsmanna hvað nettengingu varðar. Ástæða er til að skora á alla hlutaðeigandi, að vinna því máli brautargengi. Gleymum ekki því að bændur þurfa á stuðningi okkar að halda nú næstu vikur og mánuði. Verkefnin sem bíða þeirra nú eru óþrjótandi og óvissan mikil um marga þætti í nánustu framtíð. Eftir því sem tíminn líður frá óveðursdögunum og daglegu verkefnin taka við hjá almenningi, er enn mikilvægara að við munum eftir þeim. Gerum það sem í okkar valdi stendur og verum þeim innan handar og hjálpum eftir því sem okkur er unnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nú líður að útborgunardegi hjá sauðfjárbændum, þ.e. greiðslan fyrir innlegg þeirra í sláturhúsið þetta haust. Launin sem þeir uppskera eru afrakstur síðasta sauðburðar, - en líka annað og meira; afrakstur áralangrar og áratugalangrar ræktunar sauðfjár. Það sauðfé býr yfir ákveðnum einkennum og gæðum sem bændur hafa valið að framleiða og hafa lagt sig fram til að ná þeim eiginleikum. Að baki liggja langtímasjónarmið og ígrundun með það leiðarljós að afurðirnar skili sauðfjárbóndanum sem mestum arði svo búið standi undir sér og helst að það framfleyti fjölskyldunni. Alger óvissa ríkir nú meðal sauðfjárbænda víða um norðanvert landið og sú óvissa er margþætt; Ÿ Hvert verður innlegg þeirra í sláturhús; hvað fá bændur útborgað á þessu hausti? Ÿ Hver verða launin sem eru afrakstur síðast liðins árs og ára? Ÿ Hvað er framundan? Gríðarlegt tjón en enginn veit enn hversu mikið Sláturtíð lýkur ekki fyrr en seinni hluta október og þá geta menn einhverja grein gert sér fyrir tjóninu sem þeir hafa orðið fyrir, en langt í frá að allt liggi ljóst fyrir. En það er svo margt annað sem alger óvissa ríkir um. Allt vinnuskipulag hefur riðlast vegna þess gjörningaveðurs sem gekk yfir landið 10.-11. september. Haustverkum er ýtt til hliðar vegna brýnni verkefna; leitar að búfénaði í kapphlaupi við tímann - og þeim verður sinnt síðar, þegar færi gefst. Skemmdir urðu á trjágróðri, korni, grænfóðri, girðingum, jafnvel byggingum og víða tókst ekki að slá hána. Að ýmsu öðru þarf að hyggja fyrir veturinn en það hefur allt orðið að víkja um sinn. Þá er ýmislegt annað sem bætist þar ofan á, s.s. að vegna rafmagnsleysis varð matur e.t.v. ónýtur, hella þurfti niður mjólk og svo það að bændur urðu fyrir óvæntum útgjöldum í stórum stíl vegna leitarstarfa sem staðið hafa yfir vikum saman. Aukinn mannskapur við leitarstörf þarfnast matar, húsaskjóls og fatnaðar, - en hlífðarfatnaður dugði jafnvel ekki daginn út. Á vélknúin ökutæki af ýmsum gerðum þurfti eldsneyti og reikna má með bilunum og sliti á tækjum við leitarstörf í erfiðum aðstæðum. Allt þetta eru óvænt útgjöld við búsýsluna. Erfiðar aðstæður, einangrun og alger þögn Við venjulegar kringumstæður þegar smalað er, hvernig svo sem viðrar, þá rennur féð undan þegar styggð kemur að því, smalarnir dreifa sér á leitarsvæðin og smám saman stækkar safnið sem rennur undan þeim til byggða. Nú bar svo við að þetta gerðist ekki á hinn hefðbundna hátt. Færra fé fannst sem rann undan smalanum, hreyfingin á leitarsvæðinu var sama og engin, það gerðist ekkert! Snjór yfir öllu gerði allar aðstæður erfiðari, þungt að ganga og klofa snjóinn sem útheimtir mikið þrek. Því betur fannst fé á lífi, meiri hluti þess hefur lifað af þessar hremmingar. En margt fé hefur drepist, á kafi í fönn eða það hefur hrakið í ár og læki. Þar er um að ræða „framleiðslutæki" bænda. Það útheimtir andlegt og líkamlegt þrek að grafa upp stirðnaða skrokka og drösla þeim upp á yfirborðið. Víða á leitarsvæðunum var leiðindaveður, krapahríð, slydda, rigning og kalt. Þegar heim kom var illmögulegt að þurrka fatnað hjá þeim sem að auki bjuggu við rafmagnsleysi. Matseld við þær kringumstæður útheimti mikið skipulag og útsjónarsemi. Eftir að hafa hvílst en kannski svefnlausa nótt var farið á ný að leita, klæddur í þurr nærföt og innri fatnað en utanyfirfatnaður ennþá jafnblautur og fyrri daginn. Í rafmagnslausum húsakynnum var hljótt, enginn niður frá tækjum og vélum, útvarp ekki í gangi og víða var ekki símasamband, hvað þá tölvusamband. Skortur var á upplýsingum og aðgengi að þeim var ekkert fyrst um sinn. Rafmagnsleysi veldur því að fólk kemst ekki á internetið, heimasímar sem eru tengdir rafmagni verða gagnslausir, farsímar verða ekki endurhlaðnir nema úti í bíl og ekki algilt að allir hafi tæki til þess. Textavarp nýtist ekki og þegar heilt byggðarlag verður rafmagnslaust, auk þess sem nánast var ófært á milli bæja, þá voru menn einangraðir. Þögnin var alger og hún undirstrikaði e.t.v. þær aðstæður sem ríkja þar sem dauðinn hefur barið dyra. Þá reynir á styrk hvers og eins, - EN einnig á stuðning meðbræðra. Bændum eðlislægt að taka hlutunum með jafnaðargeði Það gjörningaveður sem skall á svo óvænt og með afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á, kallar fram margvísleg viðbrögð og tilfinningar. Áfallið leggst af mismunandi þunga á fólk og mannfólkið er misjafnlega í stakk búið að taka áföllum. Þó má segja að bændum sé eðlislægt að taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði. Þeir þekkja litróf lífsins harla vel, allt frá því að líf kviknar og þar til því lýkur og eru ekki óvanir að aflífa skepnur þegar þess er þörf. Þeir hafa ekki lagt í vana að barma sér þótt illa gangi og eru ekki að því heldur á þessum tíma. Enda er þeim efst í huga nú að bjarga því sem bjargað verður og eru flestir eða allir örþreyttir við björgunar- og leitarstörf. Það ástand sem nú hefur skapast reynir á hinn mannlega mátt, meira en góðu hófi gegnir. Í húfi er lifandi fénaður sem bændum er kær og að auki leggjast á þá áhyggjur af fjárhagslegu tjóni og í mörgum tilfellum stórtjóni. Ekki má gleyma að huga að börnunum sem mörg eiga sínar uppáhaldsskepnur og vegna álagsins hafa foreldrar ærin verkefni. Þörf er á varkárni í umræðunni um ástandið því börn skilja oft hlutina öðruvísi en hinir fullorðnu, eða misskilja og það getur bakað þeim óþarfa hræðslu og óöryggi. Fullar bætur fást aldrei Ráðamenn hafa lýst yfir að þeirra vilji standi til að bæta það tjón sem menn hafa orðið fyrir. En þótt Bjargráðasjóður eigi að taka við þar sem hefðbundnum tryggingum sleppir þá þarf enginn að búast við að hann bæti „allt" það tjón sem aðrir bæta ekki. Sem dæmi má nefna að girðingar sem eyðilögðust munu ekki fást fullbættar og það gefur augaleið að girðingar sem voru misupplitsdjarfar áður en þessar náttúruhamfarir gengu yfir, fást ekki bættar eins og um sé að ræða girðingar í góðu viðhaldi eða nýlega reistar. Samt sem áður er endurreisn girðinga gríðarlega fjárfrek. Það er í svo mörg horn að líta og mönnum gefst ekki tími til að huga að öllum þáttum fyrr en fyrsta lota er um garð gengin. Þess vegna er allt í lagi að almenningur hugleiði af alvöru í hvaða stöðu bændur og búalið eru, – og í raun er flestum hollt að hugleiða það. Á íbúafundunum sem haldnir voru, skynjaði ég hve örþreyttir menn voru – en samt sem áður þótti fólki gott að hittast og spjalla, bera saman bækur sínar, en ekki síður að eiga samræður við þá sem komu utan að. Þar bar e.t.v. hæst kynning á áfallahjálpinni sem fólkinu stendur til boða. Íslenska sauðkindin hefur sýnt alveg ótrúlega seiglu, líklega meiri seiglu en menn bjuggust við. Leitarfólk hefur unnið þrekvirki og ekki má gleyma að nefna þátt björgunarsveitanna, en hann er ómetanlegur. Í þessum aðstæðum hefur komið berlega í ljós hve samtakamáttur fólks og samkennd er mikils virði. Einmitt í slíku andrúmslofti ætti að nýta alla jákvæða krafta til endurreisnar - og af myndarskap. Á íbúafundinum í Skjólbrekku kom fram að raflínan í sveitinni yrði lögð í jörð og því var spurt hvort ekki væri lag nú, að leggja ljósleiðara samtímis þannig að menn í sveitinni sætu við sama borð og meirihluti landsmanna hvað nettengingu varðar. Ástæða er til að skora á alla hlutaðeigandi, að vinna því máli brautargengi. Gleymum ekki því að bændur þurfa á stuðningi okkar að halda nú næstu vikur og mánuði. Verkefnin sem bíða þeirra nú eru óþrjótandi og óvissan mikil um marga þætti í nánustu framtíð. Eftir því sem tíminn líður frá óveðursdögunum og daglegu verkefnin taka við hjá almenningi, er enn mikilvægara að við munum eftir þeim. Gerum það sem í okkar valdi stendur og verum þeim innan handar og hjálpum eftir því sem okkur er unnt.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun