Körfubolti

Íslendingarnir voru áberandi í fyrstu umferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Ragnarsson Var með flotta tvennu í sigri á KR.
Árni Ragnarsson Var með flotta tvennu í sigri á KR. fréttablaðið/daníel
Íslensku strákarnir voru í aðalhlutverkum í fyrstu umferð Dominosdeildar karla sem lauk í fyrrakvöld. Páll Axel Vilbergsson hjá Skallagrími spilaði best allra samkvæmt framlagsjöfnunni og níu íslenskir leikmenn voru meðal þeirra 17 leikmanna sem spiluðu best.

Páll Axel var með 36 í framlagi fyrir fyrsta leik sinn með Skallagrími en hann setti niður 45 stig í nýliðaslagnum á Ísafirði.

Þórsarinn Benjamin Smith varð í öðru sæti. Næstir voru síðan báðir Snæfellskanarnir sem fóru á kostum í stórsigri á ÍR.

Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson varð annar besti Íslendingurinn, einu stigi á undan Jóni Ólafi Jónssyni í Snæfelli.

Hæsta framlag í 1. umferð

Páll Axel Vilbergsson, Skallagrími 36

Benjamin Smith, Þór 32

Asim McQueen, Snæfelli 29

Jay Threatt, Snæfelli 27

Marvin Valdimarsson, Stjörnunni 26

Christopher Matthews, Fjölni 26

Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli 25

Martin Hermannsson, KR 24

Helgi Rafn Viggósson, Tindastóli 23

Almar Guðbrandsson, Keflavík 22

Samuel Zeglinski, Grindavík 22

Michael Graion, Keflavík 21

Eric Palm, Þór Þorl. 21

Brynjar Þór Björnsson, KR 20

Árni Ragnarsson, Fjölni 20

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 20

Aaron Broussard, Grindavík 20




Fleiri fréttir

Sjá meira


×