Lífið

Suzuki á Litla-Hrauni

Damo Suzuki performs on stage at The Harley on December 9, 2010 in Sheffield, England.
Damo Suzuki performs on stage at The Harley on December 9, 2010 in Sheffield, England. Gary Wolstenholme/Redferns
Bubbi Morthens er ekki eini tónlistarmaðurinn sem er reiðubúinn til að spila fyrir fangana á Litla-Hrauni því Damo Suzuki, fyrrum söngvari hinnar sögufrægu þýsku hljómsveitar Can, heldur tónleika þar í dag. Með honum í för verða tveir þýskir hljóðfæraleikarar og íslensku spilararnir Magnús Trygvason Eliassen og Gunnar Jónsson.

Þeir stíga einnig á svið með honum í Gamla bíói annað kvöld þegar þeir leika undir hinu þögla meistaraverki Metropolis á Riff-kvikmyndahátíðinni. Suzuki er þekktur fyrir tilraunakennda tónlist sína og verður forvitnilegt að sjá hvort fangarnir verða jafnhrifnir af honum og kónginum Bubba.

-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.