Eldislax frá Síle? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. október 2012 06:00 Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti?
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun