Sáttmáli um nýjan spítala Ingimar Einarsson skrifar 1. október 2012 00:01 Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun