Íslendingar eru klikk 29. september 2012 06:00 Árið er fjögur eftir hrun. Öll Evrópa er komin undir einn hatt…, æ, afsakið öll. Ein lítil eyja á hjara veraldar unir enn farsæl, fróð og frjáls við ysta haf. Eyjarskeggjar eru eins misjafnir og þeir eru margir, eins og gerist með þjóðir en þeir búa yfir leynivopni sem gerir þá alveg ósigrandi. Þeir eru nefnilega klikk! Fyrst til að benda á þetta var áhugaatferlisfræðingurinn, ferða- og fjölmiðlakonan Sarah Wilson, sem heimsótti eyjuna í tíu daga og skrifaði grein um upplifun sína undir yfirskriftinni „Icelanders are kooky", Íslendingar eru klikk! Hún tekur reyndar skýrt fram að allt sé klikkið mjög jákvætt, og felist í að vera skemmtilega „öðruvísi". Sarah er reyndar frá Ástralíu og hvað henni finnst vera „eins" er ekki alveg ljóst. Það sem er ljóst er að henni finnst við Íslendingar vera yndislegir, spennandi og, já, klikk. Eins og raunar flestum útlendingum sem hingað koma. Sarah féll fyrir landi og lýð þrátt fyrir að finnast norðurslóðir og hitastigið þar alveg kapítuli út af fyrir sig. Hún gekk meira að segja um á stuttbuxum, skjálfandi af kulda, af því að eyjarskeggjar sögðu henni að það væri sumar og henni fannst ókurteislegt að rengja þá. Enda mjög klikkað að tala um sumar þegar hitastigið er ekki nema ellefu gráður. Yndislega klikk! Dansandi börn og djasshljómsveitir á hverju götuhorni. Ungir íslenskir karlmenn heilluðu hana með klæðaburði sínum, prjónaskap og opinni og blíðlegri framkomu. Kímnigáfan fannst henni skemmtileg, þurr og sjálfshæðin. Ýmsar staðreyndir um staðhætti vöktu athygli hennar, til dæmis að hundar og bjór skyldu hafa verið bannaðir í Reykjavík þangað til seint á síðustu öld. Íslendingarnir eru, samkvæmt henni, listrænir, furðulegir, elska kók og ógeðslega skyndibita, smart, þó þeir klæði sig eins og þeir hafi búið fötin til sjálfir, gestrisnir og fara í prjónagöngur með álfum… alveg satt. Rosalega skemmtilega klikkað! Eftir að hafa lesið grein Söru Wilson finnst manni næstum synd að hún skyldi ekki vera hérna lengur, til dæmis í þessari viku. Hversu klikk er það til dæmis að einn ríkisstarfsmaður er tíu tíma að vinna sér inn mánaðarlaun annars ríkisstarfsmanns, annar embættismaður kaupir í krafti starfs síns stórgallað bókhaldskerfi af bróður sínum fyrir sömu upphæð og nægir til að endurnýja nauðsynleg krabbameinslækningatæki? Og þetta er bara þessi vika! Sarah Wilson skýrir þetta reyndar allt saman með tilvitnun í Litlu-Íslendingabók: „Íslendingar eru Suður-Evrópuþjóð Norður-Evrópu." Sem sagt Rómverjar. Sem eins og allir vita eru klikk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Árið er fjögur eftir hrun. Öll Evrópa er komin undir einn hatt…, æ, afsakið öll. Ein lítil eyja á hjara veraldar unir enn farsæl, fróð og frjáls við ysta haf. Eyjarskeggjar eru eins misjafnir og þeir eru margir, eins og gerist með þjóðir en þeir búa yfir leynivopni sem gerir þá alveg ósigrandi. Þeir eru nefnilega klikk! Fyrst til að benda á þetta var áhugaatferlisfræðingurinn, ferða- og fjölmiðlakonan Sarah Wilson, sem heimsótti eyjuna í tíu daga og skrifaði grein um upplifun sína undir yfirskriftinni „Icelanders are kooky", Íslendingar eru klikk! Hún tekur reyndar skýrt fram að allt sé klikkið mjög jákvætt, og felist í að vera skemmtilega „öðruvísi". Sarah er reyndar frá Ástralíu og hvað henni finnst vera „eins" er ekki alveg ljóst. Það sem er ljóst er að henni finnst við Íslendingar vera yndislegir, spennandi og, já, klikk. Eins og raunar flestum útlendingum sem hingað koma. Sarah féll fyrir landi og lýð þrátt fyrir að finnast norðurslóðir og hitastigið þar alveg kapítuli út af fyrir sig. Hún gekk meira að segja um á stuttbuxum, skjálfandi af kulda, af því að eyjarskeggjar sögðu henni að það væri sumar og henni fannst ókurteislegt að rengja þá. Enda mjög klikkað að tala um sumar þegar hitastigið er ekki nema ellefu gráður. Yndislega klikk! Dansandi börn og djasshljómsveitir á hverju götuhorni. Ungir íslenskir karlmenn heilluðu hana með klæðaburði sínum, prjónaskap og opinni og blíðlegri framkomu. Kímnigáfan fannst henni skemmtileg, þurr og sjálfshæðin. Ýmsar staðreyndir um staðhætti vöktu athygli hennar, til dæmis að hundar og bjór skyldu hafa verið bannaðir í Reykjavík þangað til seint á síðustu öld. Íslendingarnir eru, samkvæmt henni, listrænir, furðulegir, elska kók og ógeðslega skyndibita, smart, þó þeir klæði sig eins og þeir hafi búið fötin til sjálfir, gestrisnir og fara í prjónagöngur með álfum… alveg satt. Rosalega skemmtilega klikkað! Eftir að hafa lesið grein Söru Wilson finnst manni næstum synd að hún skyldi ekki vera hérna lengur, til dæmis í þessari viku. Hversu klikk er það til dæmis að einn ríkisstarfsmaður er tíu tíma að vinna sér inn mánaðarlaun annars ríkisstarfsmanns, annar embættismaður kaupir í krafti starfs síns stórgallað bókhaldskerfi af bróður sínum fyrir sömu upphæð og nægir til að endurnýja nauðsynleg krabbameinslækningatæki? Og þetta er bara þessi vika! Sarah Wilson skýrir þetta reyndar allt saman með tilvitnun í Litlu-Íslendingabók: „Íslendingar eru Suður-Evrópuþjóð Norður-Evrópu." Sem sagt Rómverjar. Sem eins og allir vita eru klikk!