Milljarðastríð um Bakkavör 28. september 2012 08:15 Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, hafa varið um sex milljörðum króna í kaup á hlutum í Bakkavör af íslenskum aðilum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á meðal þeirra sem hafa selt þeim hluti eru þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Bræðurnir buðu fyrst um 70 aura í hverja nafnverðskrónu en bjóðast nú til þess að kaupa á yfir eina krónu. Innra virði félagsins miðað við eigið fé er 20 milljarðar. Á hluthafafundi Bakkavarar Group í gær var samþykkt að slíta íslenska félaginu en kröfuhafar eignast á móti hlut í nýju bresku móðurfélagi samstæðunnar. Á aðalfundi Bakkavarar í maí var samþykkt að leyfa bræðrunum að kaupa fjórðungshlut í félaginu á um fjóra milljarða. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðilar á þeirra vegum hafi síðan reynt að kaupa út aðra hluthafa. Hefur þeim orðið nokkuð ágengt og eiga nú ríflega 30% hlut í félaginu. Greint hefur verið frá því að félög í eigu bræðranna, Korkur Invest og BV Finance, hafi undanfarið komið með umtalsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Þannig greindi Morgunblaðið frá því í gær að bræðurnir hefðu komið með 463 milljónir til landsins í júlí og þá gaf Korkur Invest út 1,5 milljarða skuldabréf í maí eftir að hafa nýtt sér fjárfestingarleiðina. Fjárfestingarleiðin er liður í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta en með henni er fjárfestum gefinn kostur á að kaupa krónur fyrir erlendan gjaldeyri með um 20% afslætti. Stærsti einstaki hluthafi Bakkavarar nú er Arion banki með 34% hlut. Þá á Lífeyrissjóður verzlunarmanna 7% og Gildi lífeyrissjóður um 5%. Þessir aðilar hafa staðið gegn því að bræðurnir eignist meirihluta í félaginu. Vill hópurinn frekar ræða við erlenda aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hluti á allt að 1,5 krónur á hlut. Þær þreifingar eru þó á frumstigi.- þsj / mþl Fréttir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, hafa varið um sex milljörðum króna í kaup á hlutum í Bakkavör af íslenskum aðilum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á meðal þeirra sem hafa selt þeim hluti eru þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Bræðurnir buðu fyrst um 70 aura í hverja nafnverðskrónu en bjóðast nú til þess að kaupa á yfir eina krónu. Innra virði félagsins miðað við eigið fé er 20 milljarðar. Á hluthafafundi Bakkavarar Group í gær var samþykkt að slíta íslenska félaginu en kröfuhafar eignast á móti hlut í nýju bresku móðurfélagi samstæðunnar. Á aðalfundi Bakkavarar í maí var samþykkt að leyfa bræðrunum að kaupa fjórðungshlut í félaginu á um fjóra milljarða. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðilar á þeirra vegum hafi síðan reynt að kaupa út aðra hluthafa. Hefur þeim orðið nokkuð ágengt og eiga nú ríflega 30% hlut í félaginu. Greint hefur verið frá því að félög í eigu bræðranna, Korkur Invest og BV Finance, hafi undanfarið komið með umtalsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Þannig greindi Morgunblaðið frá því í gær að bræðurnir hefðu komið með 463 milljónir til landsins í júlí og þá gaf Korkur Invest út 1,5 milljarða skuldabréf í maí eftir að hafa nýtt sér fjárfestingarleiðina. Fjárfestingarleiðin er liður í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta en með henni er fjárfestum gefinn kostur á að kaupa krónur fyrir erlendan gjaldeyri með um 20% afslætti. Stærsti einstaki hluthafi Bakkavarar nú er Arion banki með 34% hlut. Þá á Lífeyrissjóður verzlunarmanna 7% og Gildi lífeyrissjóður um 5%. Þessir aðilar hafa staðið gegn því að bræðurnir eignist meirihluta í félaginu. Vill hópurinn frekar ræða við erlenda aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hluti á allt að 1,5 krónur á hlut. Þær þreifingar eru þó á frumstigi.- þsj / mþl
Fréttir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira