Ferðaþjónusta snýst um fleira en peninga! Ásbjörn Björgvinsson skrifar 27. september 2012 06:00 Það eru yfirleitt tvær aðferðir sem menn nota þegar verið er að leggja af stað i fjárfestingu í ferðaþjónustu. Önnur leiðin, sem alloft er notuð, er að hella sér bara af stað með frábæra hugmynd, keyra verkefnið af stað með hugsjónina eina að vopni og trúa á að finna fjármuni til að verkefnið gangi upp, þ.e. að þetta reddist bara og vissulega gerist það stundum. Hin aðferðin, oftar notuð, er að leggjast í alvöru undirbúningsvinnu, rannsóknir og viðskiptaáætlun til að sjá hvort það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni góðu. En þrátt fyrir góðan undirbúning fara þau áform stundum algjörlega í vaskinn og þá sitja margir sárir eftir. Fjölmargir fræðimenn og leikmenn hafa hafa sett fram skoðanir á flestum þeim málum er varða ferðaþjónustuna, þ.á.m. nýlegum áformum um stórhækkun á virðisaukaskatti á gistiþjónustu, aðgerð sem flestum líst illa á enda kemur þessi skyndilega hækkun líklega harðast niður á þeim sem hafa verið að fjárfesta í uppbyggingu í ferðaþjónustunni eða endurbótum á hótelum sem og gistiaðstöðu, og sérstaklega á landsbyggðinni þar sem nýtingin er hvað verst sérstaklega yfir vetrartímann. Nýting á innviðum ferðaþjónustunnar hefur um langt árabil verið helsta vandamálið og á það verið bent að frekari uppbygging, t.d. í gistingu, sé algjörlega óþörf því nýtingarhlutfallið sé svo lágt. Minna hefur farið fyrir því að horfa á þann þátt sem snýr að því að bæta nýtinguna á heilsárs grunni fyrr en nú á síðustu árum, t.d. með átakinu Ísland allt árið. Við sem búum og störfum utan höfuðborgarsvæðisins höfum hins vegar lítt orðið vör við þá miklu aukningu sem orðið hefur í komum erlendra ferðamanna, t.d. á fyrri helmingi þessa árs. Við gerum okkur vonir um að breyting verði á því með aukinni áherslu á markaðssetningu á vetrarferðum til landsins alls og auknu flugsætaframboði og fjölgun vetraráfangastaða. Ferðamenn eru kjör-"íbúar“ hvers sveitarfélags:Ég hef lengi haldið því fram að ferðamenn séu bestu „íbúarnir" sem bæir og byggðarlög geta fengið. Ferðamenn koma til dvalar í lengri eða skemmri tíma, nýta verslanir, veitingahús, hótel og gistirými, tjaldsvæði, sundlaugar, söfn, ýmsa aðra afþreyingu, minjagripabúðir, sérverslanir og margt, margt fleira en kalla ekki á ýmsa grunnþjónustu sem hvert sveitarfélag þarf að byggja upp, s.s. skóla, leikskóla, félagsþjónustu, elliheimili og svo framvegis. Ferðamenn stuðla að bættum rekstri fyrirtækja og þar með sveitarfélaga í gegnum skatta og ýmis aðstöðugjöld sem fyrirtækin þurfa að greiða sem og útsvarstekjur þeirra íbúa sem vinna með beinum eða óbeinum hætti við það að þjóna ferðamönnum. Ég tel að jákvæðustu ruðningsáhrif ferðaþjónustunnar komi fram í þeim samfélögum sem ná að byggja upp nýja þjónustu, að nýtt aðdráttarafl sem fær ferðamenn til ferðast um LANGAN VEG. Um leið og ferðamenn fara að streyma í auknum mæli inn í áveðin byggðarlög eða áfangastaði skapast ný stemming sem smitar út frá sér með þeim hætti að fólkið eða íbúarnir finna til stolts og fara að bregðast við, t.d. með því að laga til í kring um sig, mála girðingar, laga húsin sín, fegra garðana og almennt umhverfi þorpsins eða bæjarins. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á verðgildi fasteigna á svæðinu, eykur tiltrú og bjartsýni heimamanna og bætir almennt búsetuskilyrði íbúanna. Þegar ferðamönnum fjölgar lengjast jafnframt opnunartímar verslana, veitingahúsa, sundlauga, safna o.fl. Fleiri ferðamenn skapa oft grundvöll fyrir nýrri þjónustu sem ekki var til staðar eða bæta rekstargrundvöll fyrirtækja sem fyrir eru á staðnum svo að þau lifa af og nýtast þar með íbúum svæðisins. Ferðaþjónustan snýst því um annað og meira en bara peninga og skammtímagróða, hún breytir lífsgæðum, stuðlar að aukinni velsæld íbúa landsins og bættum búsetuskilyrðum og lífskjörum okkar ALLRA. Meðan ferðaþjónustan er að skapa gríðarlega mikilvægar tekjur á svo margvíslegan hátt er mjög varhugavert að skattleggja hana svo að úr dragi. Við skattleggjum ekki börn og förum varlega í að skattleggja unglinga. Ferðaþjónustan á Íslandi er rétt að slíta barnsskónum, förum því varlega í að auka álögur á þessa atvinnugrein sem á eftir að skapa okkur öllum enn betri lífsgæði þegar fram líða stundir ef vel er á haldið og þjónustan uppfyllir þær væntingar sem gestirnir okkar gera til hennar. Gott orðspor berst víða en illt út um allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru yfirleitt tvær aðferðir sem menn nota þegar verið er að leggja af stað i fjárfestingu í ferðaþjónustu. Önnur leiðin, sem alloft er notuð, er að hella sér bara af stað með frábæra hugmynd, keyra verkefnið af stað með hugsjónina eina að vopni og trúa á að finna fjármuni til að verkefnið gangi upp, þ.e. að þetta reddist bara og vissulega gerist það stundum. Hin aðferðin, oftar notuð, er að leggjast í alvöru undirbúningsvinnu, rannsóknir og viðskiptaáætlun til að sjá hvort það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni góðu. En þrátt fyrir góðan undirbúning fara þau áform stundum algjörlega í vaskinn og þá sitja margir sárir eftir. Fjölmargir fræðimenn og leikmenn hafa hafa sett fram skoðanir á flestum þeim málum er varða ferðaþjónustuna, þ.á.m. nýlegum áformum um stórhækkun á virðisaukaskatti á gistiþjónustu, aðgerð sem flestum líst illa á enda kemur þessi skyndilega hækkun líklega harðast niður á þeim sem hafa verið að fjárfesta í uppbyggingu í ferðaþjónustunni eða endurbótum á hótelum sem og gistiaðstöðu, og sérstaklega á landsbyggðinni þar sem nýtingin er hvað verst sérstaklega yfir vetrartímann. Nýting á innviðum ferðaþjónustunnar hefur um langt árabil verið helsta vandamálið og á það verið bent að frekari uppbygging, t.d. í gistingu, sé algjörlega óþörf því nýtingarhlutfallið sé svo lágt. Minna hefur farið fyrir því að horfa á þann þátt sem snýr að því að bæta nýtinguna á heilsárs grunni fyrr en nú á síðustu árum, t.d. með átakinu Ísland allt árið. Við sem búum og störfum utan höfuðborgarsvæðisins höfum hins vegar lítt orðið vör við þá miklu aukningu sem orðið hefur í komum erlendra ferðamanna, t.d. á fyrri helmingi þessa árs. Við gerum okkur vonir um að breyting verði á því með aukinni áherslu á markaðssetningu á vetrarferðum til landsins alls og auknu flugsætaframboði og fjölgun vetraráfangastaða. Ferðamenn eru kjör-"íbúar“ hvers sveitarfélags:Ég hef lengi haldið því fram að ferðamenn séu bestu „íbúarnir" sem bæir og byggðarlög geta fengið. Ferðamenn koma til dvalar í lengri eða skemmri tíma, nýta verslanir, veitingahús, hótel og gistirými, tjaldsvæði, sundlaugar, söfn, ýmsa aðra afþreyingu, minjagripabúðir, sérverslanir og margt, margt fleira en kalla ekki á ýmsa grunnþjónustu sem hvert sveitarfélag þarf að byggja upp, s.s. skóla, leikskóla, félagsþjónustu, elliheimili og svo framvegis. Ferðamenn stuðla að bættum rekstri fyrirtækja og þar með sveitarfélaga í gegnum skatta og ýmis aðstöðugjöld sem fyrirtækin þurfa að greiða sem og útsvarstekjur þeirra íbúa sem vinna með beinum eða óbeinum hætti við það að þjóna ferðamönnum. Ég tel að jákvæðustu ruðningsáhrif ferðaþjónustunnar komi fram í þeim samfélögum sem ná að byggja upp nýja þjónustu, að nýtt aðdráttarafl sem fær ferðamenn til ferðast um LANGAN VEG. Um leið og ferðamenn fara að streyma í auknum mæli inn í áveðin byggðarlög eða áfangastaði skapast ný stemming sem smitar út frá sér með þeim hætti að fólkið eða íbúarnir finna til stolts og fara að bregðast við, t.d. með því að laga til í kring um sig, mála girðingar, laga húsin sín, fegra garðana og almennt umhverfi þorpsins eða bæjarins. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á verðgildi fasteigna á svæðinu, eykur tiltrú og bjartsýni heimamanna og bætir almennt búsetuskilyrði íbúanna. Þegar ferðamönnum fjölgar lengjast jafnframt opnunartímar verslana, veitingahúsa, sundlauga, safna o.fl. Fleiri ferðamenn skapa oft grundvöll fyrir nýrri þjónustu sem ekki var til staðar eða bæta rekstargrundvöll fyrirtækja sem fyrir eru á staðnum svo að þau lifa af og nýtast þar með íbúum svæðisins. Ferðaþjónustan snýst því um annað og meira en bara peninga og skammtímagróða, hún breytir lífsgæðum, stuðlar að aukinni velsæld íbúa landsins og bættum búsetuskilyrðum og lífskjörum okkar ALLRA. Meðan ferðaþjónustan er að skapa gríðarlega mikilvægar tekjur á svo margvíslegan hátt er mjög varhugavert að skattleggja hana svo að úr dragi. Við skattleggjum ekki börn og förum varlega í að skattleggja unglinga. Ferðaþjónustan á Íslandi er rétt að slíta barnsskónum, förum því varlega í að auka álögur á þessa atvinnugrein sem á eftir að skapa okkur öllum enn betri lífsgæði þegar fram líða stundir ef vel er á haldið og þjónustan uppfyllir þær væntingar sem gestirnir okkar gera til hennar. Gott orðspor berst víða en illt út um allt.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar