Friðriki svarað Jón Steinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun