Friðriki svarað Jón Steinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun