Átak gert í fjármálalæsi Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Margir hafa að undanförnu bent á nauðsyn þess að íslensk ungmenni séu markvisst frædd um fjármál og efnahagsmál og verði þannig hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þetta er eðlileg krafa í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi haustið 2008 og líklega eru flestir Íslendingar orðnir mun meðvitaðri en áður um nauðsyn þess að skilja fjármál og efnahagsmál. Árið 2011 komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem ganga eins og rauður þráður í gegnum öll skólastigin. Einn þeirra þátta er læsi í víðum skilningi og innan þess hugtaks er gert ráð fyrir fjármálalæsi. Í júní 2011 skipaði ég stýrihóp til kennslu í fjármálalæsi vegna þriggja ára tilraunaverkefnis. Hópinn skipa fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða, Námsgagnastofnun, Neytendasamtökunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Árangur hópsins er þegar orðinn sýnilegur. Sex skólar hófu tilraunakennslu í fjármálalæsi í vetur, Mela- og Hagaskóli í Reykjavík, Hafralækjar- og Litlulaugaskóli í Suður-Þingeyjarsýslu og framhaldsskólarnir MA og FÁ. Haldið var námskeið fyrir kennara þessara skóla í ágúst sl. til að koma verkefninu af stað. Við upphaf tilraunakennslunnar er gerð könnun á fjármálalæsi og síðan aftur þegar kennslu lýkur til að meta árangurinn og byggja áframhaldandi vinnu á henni. Þá er einnig gert ráð fyrir að samhliða tilraunakennslunni verði til námsefni sem gagnast mun öðrum síðar. Stýrihópurinn er að skoða námskrár og gera athugasemdir við þær og enn fremur er verið að skoða stöðu námsefnismála í fjármálalæsi. Ljóst er að unnið er ötullega að þessu málefni og verði þeirri vinnu haldið áfram má vænta þess að fjármálalæsi verði hluti af almennri menntun íslenskra ungmenna til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa að undanförnu bent á nauðsyn þess að íslensk ungmenni séu markvisst frædd um fjármál og efnahagsmál og verði þannig hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þetta er eðlileg krafa í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi haustið 2008 og líklega eru flestir Íslendingar orðnir mun meðvitaðri en áður um nauðsyn þess að skilja fjármál og efnahagsmál. Árið 2011 komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem ganga eins og rauður þráður í gegnum öll skólastigin. Einn þeirra þátta er læsi í víðum skilningi og innan þess hugtaks er gert ráð fyrir fjármálalæsi. Í júní 2011 skipaði ég stýrihóp til kennslu í fjármálalæsi vegna þriggja ára tilraunaverkefnis. Hópinn skipa fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða, Námsgagnastofnun, Neytendasamtökunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Árangur hópsins er þegar orðinn sýnilegur. Sex skólar hófu tilraunakennslu í fjármálalæsi í vetur, Mela- og Hagaskóli í Reykjavík, Hafralækjar- og Litlulaugaskóli í Suður-Þingeyjarsýslu og framhaldsskólarnir MA og FÁ. Haldið var námskeið fyrir kennara þessara skóla í ágúst sl. til að koma verkefninu af stað. Við upphaf tilraunakennslunnar er gerð könnun á fjármálalæsi og síðan aftur þegar kennslu lýkur til að meta árangurinn og byggja áframhaldandi vinnu á henni. Þá er einnig gert ráð fyrir að samhliða tilraunakennslunni verði til námsefni sem gagnast mun öðrum síðar. Stýrihópurinn er að skoða námskrár og gera athugasemdir við þær og enn fremur er verið að skoða stöðu námsefnismála í fjármálalæsi. Ljóst er að unnið er ötullega að þessu málefni og verði þeirri vinnu haldið áfram má vænta þess að fjármálalæsi verði hluti af almennri menntun íslenskra ungmenna til framtíðar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun