Óslóar-samkomulagið er verra en ekkert! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 15. september 2012 06:00 Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar