Ben Stiller og samkeppnishæfni Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Fréttir af Ben Stiller og fylgdarliði hans hafa verið áberandi á síðustu vikum og mánuðum. Það er ekki hægt annað en vera stoltur af athyglinni sem vakin er á landinu okkar með veru hans og annarra kvikmyndastjarna hér. En það er vert að minna sig á það af hverju þau eru hér. Við viljum gjarnan tengja það beint við okkar stórbrotna landslag og fögru náttúru sem að sjálfsögðu eiga þar stóran þátt. En fyrst og fremst komum við til greina sem tökustaður fyrir stórmyndir eins og „The Secret life of Walter Mitty" vegna laga um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar sem sett voru árið 1999. Lögin byggja á því að veita endurgreiðslu á 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem fellur til á Íslandi. Við setningu þessara laga varð Ísland samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Það þarf ekki að taka fram hversu mikil og góð áhrif lögin hafa haft á greinina en í dag starfa um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi og eru þar ótalin öll þau afleiddu störf sem falla til en talið er að þau séu allt að þrisvar sinnum fleiri. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að missa fólkið okkar úr landi í þessari grein – miklu frekar höfum við verið að fá fólkið okkar aftur heim sem starfað hefur við kvikmyndagerð erlendis. Staða kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi í dag er staðfesting á því að þegar ríkisvaldið sleppir tökunum, lækkar álögur og leyfir einkaframtakinu að njóta sín þá njóta allir góðs af því. Nú stendur til að hækka álögur á ferðaþjónustu þannig að nánast verður útilokað fyrir fyrirtækin að vera áfram samkeppnishæf alþjóðlega. Það gilda nákvæmlega sömu lögmál í ferðaþjónustunni og að markaðssetja Ísland sem tökustað. Ef skattaumhverfið er ekki samkeppnishæft þá komum við ekki til greina – við erum ekki á listanum. Ef við ætlum að nýta þann meðbyr sem Ben Stiller og félagar hans hafa veitt okkur þá hækkum við ekki álögur á ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fréttir af Ben Stiller og fylgdarliði hans hafa verið áberandi á síðustu vikum og mánuðum. Það er ekki hægt annað en vera stoltur af athyglinni sem vakin er á landinu okkar með veru hans og annarra kvikmyndastjarna hér. En það er vert að minna sig á það af hverju þau eru hér. Við viljum gjarnan tengja það beint við okkar stórbrotna landslag og fögru náttúru sem að sjálfsögðu eiga þar stóran þátt. En fyrst og fremst komum við til greina sem tökustaður fyrir stórmyndir eins og „The Secret life of Walter Mitty" vegna laga um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar sem sett voru árið 1999. Lögin byggja á því að veita endurgreiðslu á 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem fellur til á Íslandi. Við setningu þessara laga varð Ísland samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Það þarf ekki að taka fram hversu mikil og góð áhrif lögin hafa haft á greinina en í dag starfa um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi og eru þar ótalin öll þau afleiddu störf sem falla til en talið er að þau séu allt að þrisvar sinnum fleiri. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að missa fólkið okkar úr landi í þessari grein – miklu frekar höfum við verið að fá fólkið okkar aftur heim sem starfað hefur við kvikmyndagerð erlendis. Staða kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi í dag er staðfesting á því að þegar ríkisvaldið sleppir tökunum, lækkar álögur og leyfir einkaframtakinu að njóta sín þá njóta allir góðs af því. Nú stendur til að hækka álögur á ferðaþjónustu þannig að nánast verður útilokað fyrir fyrirtækin að vera áfram samkeppnishæf alþjóðlega. Það gilda nákvæmlega sömu lögmál í ferðaþjónustunni og að markaðssetja Ísland sem tökustað. Ef skattaumhverfið er ekki samkeppnishæft þá komum við ekki til greina – við erum ekki á listanum. Ef við ætlum að nýta þann meðbyr sem Ben Stiller og félagar hans hafa veitt okkur þá hækkum við ekki álögur á ferðaþjónustu.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun