Staðan í dag Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það?
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun