Lítil athugasemd Pétur Gunnarsson skrifar 5. september 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 3. sept. sl. vakti athygli mína lítil klausa. Tilefnið var undirskrift gegn því að öræfi Íslands væru seld útlendingum, en greinarhöfundur setur síðan atburðinn í óvænt samhengi við undirskriftasöfnun sextíumenninganna frá 1964 þar sem hvatt var til takmörkunar á útsendingum hersjónvarpsins sem þá var við lýði. Við þetta er ýmislegt að athuga og þá helst þetta: Um áratugaskeið var bandarísk herstöð á Íslandi sem klauf þjóðina í fylkingar með og móti, sennilega jafn stórar um það bil sem téð undirskriftasöfnun átti sér stað. Þegar hér var komið sögu hafði herstöðin, auk þess að verja landið fyrir utanaðkomandi árás, tekið að sér að sjónvarpa afþreyingarefni eins langt og stöðin dró, þ.e. um suðvestanvert landið. Á þeim tíma var ekkert sjónvarp á Íslandi þannig að áhrifamesti fjölmiðill samtímans var í höndum erlendrar herstöðvar, umdeildrar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Af því leiddi að jafnvel stuðningsmönnum hersetunnar ofbauð, sumum hverjum, og lögðu því nafn sitt við listann. Að gefa í skyn að sú undirskriftasöfnun hafi á einhvern hátt misst marks af því nú geti landsmenn náð fjölda erlendra stöðva í tækin sín er varla samboðið Kolbeini Óttarssyni Proppé. Eða hvað? Pétur Gunnarssonrithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 3. sept. sl. vakti athygli mína lítil klausa. Tilefnið var undirskrift gegn því að öræfi Íslands væru seld útlendingum, en greinarhöfundur setur síðan atburðinn í óvænt samhengi við undirskriftasöfnun sextíumenninganna frá 1964 þar sem hvatt var til takmörkunar á útsendingum hersjónvarpsins sem þá var við lýði. Við þetta er ýmislegt að athuga og þá helst þetta: Um áratugaskeið var bandarísk herstöð á Íslandi sem klauf þjóðina í fylkingar með og móti, sennilega jafn stórar um það bil sem téð undirskriftasöfnun átti sér stað. Þegar hér var komið sögu hafði herstöðin, auk þess að verja landið fyrir utanaðkomandi árás, tekið að sér að sjónvarpa afþreyingarefni eins langt og stöðin dró, þ.e. um suðvestanvert landið. Á þeim tíma var ekkert sjónvarp á Íslandi þannig að áhrifamesti fjölmiðill samtímans var í höndum erlendrar herstöðvar, umdeildrar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Af því leiddi að jafnvel stuðningsmönnum hersetunnar ofbauð, sumum hverjum, og lögðu því nafn sitt við listann. Að gefa í skyn að sú undirskriftasöfnun hafi á einhvern hátt misst marks af því nú geti landsmenn náð fjölda erlendra stöðva í tækin sín er varla samboðið Kolbeini Óttarssyni Proppé. Eða hvað? Pétur Gunnarssonrithöfundur
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar