Aukið öryggi á norðlægum slóðum Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar 4. september 2012 06:00 Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun