Hvað ef það væri þitt barn? Bryndís Jónsdóttir skrifar 4. september 2012 06:00 Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna!
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun