Leiðarahöfundur fari rétt með Ögmundur Jónasson skrifar 3. september 2012 06:00 Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, vitnar í gamlar þingræður mínar um jafnréttismál í leiðara föstudaginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég umræðu um jafnréttismál og mun gera mitt til að framhald verði á þeirri umræðu sem nú fer fram um þau. Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sannmælis og ummæli þeirra sett í rétt samhengi. Það gerir ritstjóri Fréttablaðsins ekki í umræddum leiðara sínum. Hann gerir tvær þingræður mínar að umfjöllunarefni. Hér ætla ég að fjalla um fyrri tilvitnun hans. Ekki verður annað séð en leiðarahöfundur vilji gera því skóna að í þingumræðu 15. apríl árið 2004 hafi ég verið að gagnrýna nýafstaðna ráðningu þáverandi dómsmálaráðherra. Í leiðaranum segir: ?Þannig sagði Ögmundur í þingræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kærunefndin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög: ?Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.? Samhengi ummæla minna var allt annað en þetta. Þennan dag fór fram umræða um jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Umræðan spannst á þann veg að Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess að í Svíþjóð settust ráðherrar á skólabekk til að fræðast um jafnréttismál. Þetta tók þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, upp í andsvari og mæltist honum svo: ?Hæstv. forseti. Mér finnst það ágæt hugmynd hjá hv. þm. að Alþingi verði með einhverjum hætti gerð grein fyrir þeirri úttekt sem við ræðum hér um að fari fram á miðju tímabilinu. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði, hvort sem það verður í sölum Alþingis eða gagnvart félmn. Hv. þm. vitnaði líka til aðferða Svía við að uppfræða ráðherra í ríkisstjórn um aðferðafræði og gildi jafnréttishugsjónar. Hv. þm. hefur sjálfsagt eins og ég átt samtöl við fyrrum ráðherra jafnréttismála Svía, Margaretu Winberg. Hún lýsti því með mjög skemmtilegum hætti í fyrirlestri í Norræna húsinu sl. haust, hæstv. forseti, hvernig hún nánast í líkingamáli tók ráðherrana á hné sér og las þeim pistilinn. Kannski er það eitthvað sem við ættum að velta fyrir okkur í samfélagi okkar, hæstv. forseti, þ.e. að hefja þá fræðslu sem hér er um rætt upp á hæstu stig. Ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að hafa verulega í huga, þ.e. uppfræðsla og umræða, og það er einmitt þess vegna sem ég, hæstv. forseti, sagði í inngangsræðu minni að ég fagnaði þeirri umræðu sem hefði átt sér stað um jafnréttismál á undanförnum dögum, vikum og mánuðum.? Næstur á mælendaskrá var undirritaður og mælti ég svo: ?Hæstv. forseti. Þessi umræða er að verða nokkuð spennandi. Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstv. félmrh. sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu. Ef við víkjum að þessari þáltill. þá kemur fram í greinargerð með henni að samkvæmt lögum frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, beri félmrh. að leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára í senn. Það er hún sem hér er til umfjöllunar?? Síðan fjallaði ræða mín um jafnréttisáætlun og hvaða leiðir mætti fara til að ná jafnrétti kynjanna einkum á vinnumarkaði. Það er því rangt að gera því skóna að samhengið hafi verið umfjöllun um tiltekna ráðningu til starfs. En hvað fræðsluna áhrærir er ég enn þeirrar skoðunar að umræða og fræðsla um jafnréttismál sé eftirsóknarverð. Telji einhver mig sérstaklega tornæman í þessum efnum, þá tek ég gjarnan á móti upplýsingum og fræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, vitnar í gamlar þingræður mínar um jafnréttismál í leiðara föstudaginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég umræðu um jafnréttismál og mun gera mitt til að framhald verði á þeirri umræðu sem nú fer fram um þau. Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sannmælis og ummæli þeirra sett í rétt samhengi. Það gerir ritstjóri Fréttablaðsins ekki í umræddum leiðara sínum. Hann gerir tvær þingræður mínar að umfjöllunarefni. Hér ætla ég að fjalla um fyrri tilvitnun hans. Ekki verður annað séð en leiðarahöfundur vilji gera því skóna að í þingumræðu 15. apríl árið 2004 hafi ég verið að gagnrýna nýafstaðna ráðningu þáverandi dómsmálaráðherra. Í leiðaranum segir: ?Þannig sagði Ögmundur í þingræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kærunefndin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög: ?Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.? Samhengi ummæla minna var allt annað en þetta. Þennan dag fór fram umræða um jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Umræðan spannst á þann veg að Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess að í Svíþjóð settust ráðherrar á skólabekk til að fræðast um jafnréttismál. Þetta tók þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, upp í andsvari og mæltist honum svo: ?Hæstv. forseti. Mér finnst það ágæt hugmynd hjá hv. þm. að Alþingi verði með einhverjum hætti gerð grein fyrir þeirri úttekt sem við ræðum hér um að fari fram á miðju tímabilinu. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði, hvort sem það verður í sölum Alþingis eða gagnvart félmn. Hv. þm. vitnaði líka til aðferða Svía við að uppfræða ráðherra í ríkisstjórn um aðferðafræði og gildi jafnréttishugsjónar. Hv. þm. hefur sjálfsagt eins og ég átt samtöl við fyrrum ráðherra jafnréttismála Svía, Margaretu Winberg. Hún lýsti því með mjög skemmtilegum hætti í fyrirlestri í Norræna húsinu sl. haust, hæstv. forseti, hvernig hún nánast í líkingamáli tók ráðherrana á hné sér og las þeim pistilinn. Kannski er það eitthvað sem við ættum að velta fyrir okkur í samfélagi okkar, hæstv. forseti, þ.e. að hefja þá fræðslu sem hér er um rætt upp á hæstu stig. Ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að hafa verulega í huga, þ.e. uppfræðsla og umræða, og það er einmitt þess vegna sem ég, hæstv. forseti, sagði í inngangsræðu minni að ég fagnaði þeirri umræðu sem hefði átt sér stað um jafnréttismál á undanförnum dögum, vikum og mánuðum.? Næstur á mælendaskrá var undirritaður og mælti ég svo: ?Hæstv. forseti. Þessi umræða er að verða nokkuð spennandi. Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstv. félmrh. sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu. Ef við víkjum að þessari þáltill. þá kemur fram í greinargerð með henni að samkvæmt lögum frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, beri félmrh. að leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára í senn. Það er hún sem hér er til umfjöllunar?? Síðan fjallaði ræða mín um jafnréttisáætlun og hvaða leiðir mætti fara til að ná jafnrétti kynjanna einkum á vinnumarkaði. Það er því rangt að gera því skóna að samhengið hafi verið umfjöllun um tiltekna ráðningu til starfs. En hvað fræðsluna áhrærir er ég enn þeirrar skoðunar að umræða og fræðsla um jafnréttismál sé eftirsóknarverð. Telji einhver mig sérstaklega tornæman í þessum efnum, þá tek ég gjarnan á móti upplýsingum og fræðslu.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun