Stjórnarskrá allra Íslendinga Eiríkur Bergmann skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Þann 20. október næstkomandi göngum við Íslendingar til atkvæðagreiðslu um okkar eigin stjórnarskrá. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera nánast ekki aðrar breytingar en þær sem beinlínis lutu að stofnun hins nýja lýðveldis. Áfram var því byggt á fullveldisstjórnarskránni frá 1920 sem að uppistöðu byggði á þeirri dönsku sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 og lítið hafði breyst frá endalokum einveldis í Danmörku árið 1849. Jafnframt var ákveðið að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Á því varð hins vegar óhófleg töf. Þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda og ýmsar smávægilegar breytingar auk nýs mannréttindakafla árið 1995 reyndist Alþingi ófært um slíka heildarendurskoðun. Upp úr skotgröfunumÞað var ekki fyrr en sumarið 2010, í kjölfar mikils óróa í samfélaginu, að Alþingi fann leiðina upp úr skotgröfunum og ákvað að efna til þjóðkjörs til stjórnlagaþings – sem síðar breyttist í þingkjörið stjórnlagaráð eins og við þekkjum. Á herðum þúsund manna þjóðfundar og árslangri sérfræðivinnu sjö manna stjórnlaganefndar fékk 25 manna þjóðkjörið og þingskipað stjórnlagaráð fjóra mánuði til að semja þau drög að nýrri stjórnarskrá sem kjósendur fá nú að segja álit sitt á. Nálega sjötíu árum frá lýðveldistökunni hefur íslensk stjórnarskrá loksins litið dagsins ljós. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust verður spurt hvort við viljum áfram byggja á þeirri dönsku eða þeirri nýju íslensku sem verið hefur í undirbúningi í öll þessi ár. Auk þess fá kjósendur tækifæri til að segja álit sitt á fimm helstu álitamálum frumvarpsdraganna, svo sem um aukið beint lýðræði, þjóðkirkjuna og kosningatilhögun. Reynist meirihluti kjósenda ósammála stjórnlagaráði í einhverjum tilvikum verður frumvarpinu breytt til samræmis áður en það kemur til atkvæða á Alþingi, sem vitaskuld er stjórnarskrárgjafinn. Áhugi erlendisVið sem sátum í stjórnlagaráði í umboði kjósenda og Alþingis höfum orðið vör við gríðarlegan áhuga erlendis á þeirri lýðræðisvakningu sem útlendingar upplifa að hér hafi orðið með starfi stjórnlagaráðs og aðkomu þjóðarinnar að setningu eigin stjórnarskrár. Varla líður sá dagur án þess að erlendir fjölmiðlar séu í sambandi, fjöldi málstofa hefur verið haldinn í erlendum háskólum og fræðimenn víða um lönd keppast nú við að greina það sem hér er á ferðinni. Í því samhengi er merkilegt hvað íslenskir fjölmiðlar hafa reynst áhugalitlir og hryggilegt að sjá suma þá sem hingað til hafa verið taldir málsmetandi tala málið niður án þess að færa fram efnisleg rök. Á því verður vonandi breyting í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sem jafnvel má gera ráð fyrir að álíka margir taki þátt í og í kjörinu til stjórnlagaþingsins, þó svo að reynslan erlendis frá sýni að þátttaka í einsmálsatkvæðagreiðslum eins og þessum sé yfirleitt langtum minni en í almennum atkvæðagreiðslum, svo sem í þingkjöri. Tækifærið er núnaTil eru þeir sem telja að sökum anna í þjóðfélaginu eftir hrun sé betra að bíða með stjórnlagaumbætur þar til um hægist. Í mínum huga er þó kýrskýrt að fari þetta tækifæri forgörðum fáist ekki annað á næstu áratugum. Erlendar rannsóknir sýna að stjórnarskrár eru eiginlega aldrei samdar og settar nema í kjölfar krísa af einhverju tagi. Norski fræðimaðurinn Jon Elster, sem stendur fremst þeirra sem rannsaka stjórnarskrárgerð, greinir sjö lotur í setningu stjórnarskráa á Vesturlöndum frá því að sú bandaríska var sett árið 1787, nánast alltaf í kjölfar áfalls. Athyglisvert er að þeir á stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu fengu jafn langan tíma til að semja bandarísku stjórnarskrána og stjórnlagaráðið hér fékk til þess að semja þá íslensku. Óvanalegt mun hins vegar vera að allir fulltrúarnir hafi komist að samhljóða niðurstöðu um eina stjórnarskrártillögu eins og hér varð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þann 20. október næstkomandi göngum við Íslendingar til atkvæðagreiðslu um okkar eigin stjórnarskrá. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera nánast ekki aðrar breytingar en þær sem beinlínis lutu að stofnun hins nýja lýðveldis. Áfram var því byggt á fullveldisstjórnarskránni frá 1920 sem að uppistöðu byggði á þeirri dönsku sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 og lítið hafði breyst frá endalokum einveldis í Danmörku árið 1849. Jafnframt var ákveðið að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Á því varð hins vegar óhófleg töf. Þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda og ýmsar smávægilegar breytingar auk nýs mannréttindakafla árið 1995 reyndist Alþingi ófært um slíka heildarendurskoðun. Upp úr skotgröfunumÞað var ekki fyrr en sumarið 2010, í kjölfar mikils óróa í samfélaginu, að Alþingi fann leiðina upp úr skotgröfunum og ákvað að efna til þjóðkjörs til stjórnlagaþings – sem síðar breyttist í þingkjörið stjórnlagaráð eins og við þekkjum. Á herðum þúsund manna þjóðfundar og árslangri sérfræðivinnu sjö manna stjórnlaganefndar fékk 25 manna þjóðkjörið og þingskipað stjórnlagaráð fjóra mánuði til að semja þau drög að nýrri stjórnarskrá sem kjósendur fá nú að segja álit sitt á. Nálega sjötíu árum frá lýðveldistökunni hefur íslensk stjórnarskrá loksins litið dagsins ljós. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust verður spurt hvort við viljum áfram byggja á þeirri dönsku eða þeirri nýju íslensku sem verið hefur í undirbúningi í öll þessi ár. Auk þess fá kjósendur tækifæri til að segja álit sitt á fimm helstu álitamálum frumvarpsdraganna, svo sem um aukið beint lýðræði, þjóðkirkjuna og kosningatilhögun. Reynist meirihluti kjósenda ósammála stjórnlagaráði í einhverjum tilvikum verður frumvarpinu breytt til samræmis áður en það kemur til atkvæða á Alþingi, sem vitaskuld er stjórnarskrárgjafinn. Áhugi erlendisVið sem sátum í stjórnlagaráði í umboði kjósenda og Alþingis höfum orðið vör við gríðarlegan áhuga erlendis á þeirri lýðræðisvakningu sem útlendingar upplifa að hér hafi orðið með starfi stjórnlagaráðs og aðkomu þjóðarinnar að setningu eigin stjórnarskrár. Varla líður sá dagur án þess að erlendir fjölmiðlar séu í sambandi, fjöldi málstofa hefur verið haldinn í erlendum háskólum og fræðimenn víða um lönd keppast nú við að greina það sem hér er á ferðinni. Í því samhengi er merkilegt hvað íslenskir fjölmiðlar hafa reynst áhugalitlir og hryggilegt að sjá suma þá sem hingað til hafa verið taldir málsmetandi tala málið niður án þess að færa fram efnisleg rök. Á því verður vonandi breyting í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sem jafnvel má gera ráð fyrir að álíka margir taki þátt í og í kjörinu til stjórnlagaþingsins, þó svo að reynslan erlendis frá sýni að þátttaka í einsmálsatkvæðagreiðslum eins og þessum sé yfirleitt langtum minni en í almennum atkvæðagreiðslum, svo sem í þingkjöri. Tækifærið er núnaTil eru þeir sem telja að sökum anna í þjóðfélaginu eftir hrun sé betra að bíða með stjórnlagaumbætur þar til um hægist. Í mínum huga er þó kýrskýrt að fari þetta tækifæri forgörðum fáist ekki annað á næstu áratugum. Erlendar rannsóknir sýna að stjórnarskrár eru eiginlega aldrei samdar og settar nema í kjölfar krísa af einhverju tagi. Norski fræðimaðurinn Jon Elster, sem stendur fremst þeirra sem rannsaka stjórnarskrárgerð, greinir sjö lotur í setningu stjórnarskráa á Vesturlöndum frá því að sú bandaríska var sett árið 1787, nánast alltaf í kjölfar áfalls. Athyglisvert er að þeir á stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu fengu jafn langan tíma til að semja bandarísku stjórnarskrána og stjórnlagaráðið hér fékk til þess að semja þá íslensku. Óvanalegt mun hins vegar vera að allir fulltrúarnir hafi komist að samhljóða niðurstöðu um eina stjórnarskrártillögu eins og hér varð.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun