Ísland meðal þróunarlanda? Guðbjörn Jónsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um. Nokkrar útfærslur eru á þessari skrá. Í skránni yfir kaupmáttarjöfnuð eru Bandaríkin í 1. sæti. Kína í 2. sæti, Japan í 3. sæti, Þjóðverjar í 5. sæti, Bretland í 6. sæti, Noregur í 42. sæti og Danmörk í 43. sæti. Segja má að öll lönd sem við berum okkur venjulega saman við séu í einhverju af 50 fyrstu sætunum. Ísland er hins vegar í sæti 137. Við erum þar á eftir Níger í 134. sæti, Malí í 129. sæti, Haíti í 126. sæti. Kúba er mikið ofar eða í 88. sæti og Kenýa í 87. sæti, Angóla 85. sæti, Úganda 76. sæti, Gana 73. sæti, Líbýa 67. sæti, Sýrland 64. sæti, Súdan 61. sæti. Hvað veldur því að Ísland flokkast meðal þessara landa, sem við berum okkur aldrei saman við? Þegar litið er til annarrar samhliða skráningar, mælingar á landsframleiðslu á mann, reynist Lúxemborg vera í 1. sæti, Noregur í 2. sæti, Bandaríkin í 3. sæti. Þar er Ísland í 6. sæti. Hvað getur valdið því að þjóð sem er með 6. mestu landsframleiðslu á mann, skuli vera í 137. sæti í mælingunni um kaupmáttarjöfnuð? Af mælingunni þar sem Ísland er í 137. sæti, má nokkuð lesa út hvernig tekjur þjóðarbúsins streyma um þjóðfélagið. Hvort þær dreifast eðlilega um allar greinar samfélagsins. Hvernig nýting fjármagnsins er, hve marga hringi þjóðartekjurnar fara um fjármálaæðakerfi þjóðfélagsins, áður en þær fara aftur úr landi sem greiðsla fyrir innflutning eða aðra gjaldeyrisnotkun. Þegar grannt er skoðað virðast mörg sömu einkenni vera í þjóðfélagi okkar, sem einkenna þau lönd sem eru á svipuðum stað og við í flokkun Sameinuðu þjóðanna á kaupmáttarjöfnuði landsframleiðslu. Engin sjáanleg stefna er hjá stjórnvöldum um að starfrækt séu í landinu framleiðslufyrirtæki er sinni sem fjölbreyttustum þörfum þjóðfélagsins. Afleiðingar þess eru að Ísland er svo háð innflutningi að yfirleitt duga gjaldeyristekjur okkar ekki fyrir öllu sem flutt er inn. Af því leiðir að engin raunveruleg aukning verður í landinu á eigin fjármagni í umferð, til að auka starfsemi eða bæta lífsgæði. Ísland er að vísu með 6. mestu framleiðslu á mann, en hin löndin í kringum okkur í kaupmáttarskránni, eru öll mikið neðar í mælingu á landsframleiðslu á mann. Þau ríki eiga það hins vegar sameiginlegt með Íslandi, að stéttir stjórnmála- og embættismanna virðast ekki skilja mikilvægi þess að láta fjármagn samfélagsins hríslast sem jafnast um allar greinar þjóðlífsins og gæta þess að tryggja að í landinu sé ævinlega nægt veltufjármagn til alls reksturs samfélagsins. Samnefnari virðist því í þessum löndum um elítuhegðun, spillingu og auðssöfnun yfirstéttanna. Við skerum okkur verulega frá hinum, með því að taka að láni erlendis það fjármagn sem til þarf til að leika þann almenna lífsstíl þeirra samfélaga sem við viljum bera okkur saman við. Eins og að framan sagði, eyðum við jafnharðan öllum gjaldeyristekjum sem við öflum. Það þýðir í raun að við stækkum þjóðarköku okkar ekkert með sjálfsaflafé. Öll stækkun er annaðhvort tilkomin vegna erlendra lána eða vegna gengisfellingar krónunnar. Raunveruleikinn er sá að sjálfsprottinn varanlegur hagvöxtur er enginn; einungis blekkingar til að láta almenning halda að efnahagsmálum sé vel stjórnað. Ég velti oft fyrir mér hvort enginn hagfræðingur sé í landinu sem þori að setja hagsmuni samfélagsins framar hagsmunum peningaaflanna. Áherslur undanfarinna áratuga á aukna þenslu útgjalda eru komnar svo langt út fyrir nýmyndun verðmæta að óhjákvæmilegt er að mikil fjármunagildi tapist nú og á næstu árum. Engin ný verðmætamyndun er til, eða í vændum, sem fjármagnað getur greiðslu allra þeirra lána sem þarf að greiða. Það þarf bæði kjark og þekkingu til að komast heill út úr stórviðri, hvort sem er til lands eða sjávar. Stórviðri á pólitíska vísu eru ekki betri. Sá sem á að fara fyrir hópi við slík tækifæri, en þorir ekki, eða kann ekki, að takast á við erfiðleikana, hann fórnar ekki bara sjálfum sér, hann fórnar líka þeim sem hann átti að gæta. Þjóðin þarf að átta sig á að framtíðarheill hennar veltur á því að fólk komi niður úr skýjaborgunum og horfist í augu við raunveruleikann. Læri að skilja hann og vera ánægt með það sem við höfum, svo ekki verði þörf á að taka að láni erlenda peninga til að byggja skýjaborgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um. Nokkrar útfærslur eru á þessari skrá. Í skránni yfir kaupmáttarjöfnuð eru Bandaríkin í 1. sæti. Kína í 2. sæti, Japan í 3. sæti, Þjóðverjar í 5. sæti, Bretland í 6. sæti, Noregur í 42. sæti og Danmörk í 43. sæti. Segja má að öll lönd sem við berum okkur venjulega saman við séu í einhverju af 50 fyrstu sætunum. Ísland er hins vegar í sæti 137. Við erum þar á eftir Níger í 134. sæti, Malí í 129. sæti, Haíti í 126. sæti. Kúba er mikið ofar eða í 88. sæti og Kenýa í 87. sæti, Angóla 85. sæti, Úganda 76. sæti, Gana 73. sæti, Líbýa 67. sæti, Sýrland 64. sæti, Súdan 61. sæti. Hvað veldur því að Ísland flokkast meðal þessara landa, sem við berum okkur aldrei saman við? Þegar litið er til annarrar samhliða skráningar, mælingar á landsframleiðslu á mann, reynist Lúxemborg vera í 1. sæti, Noregur í 2. sæti, Bandaríkin í 3. sæti. Þar er Ísland í 6. sæti. Hvað getur valdið því að þjóð sem er með 6. mestu landsframleiðslu á mann, skuli vera í 137. sæti í mælingunni um kaupmáttarjöfnuð? Af mælingunni þar sem Ísland er í 137. sæti, má nokkuð lesa út hvernig tekjur þjóðarbúsins streyma um þjóðfélagið. Hvort þær dreifast eðlilega um allar greinar samfélagsins. Hvernig nýting fjármagnsins er, hve marga hringi þjóðartekjurnar fara um fjármálaæðakerfi þjóðfélagsins, áður en þær fara aftur úr landi sem greiðsla fyrir innflutning eða aðra gjaldeyrisnotkun. Þegar grannt er skoðað virðast mörg sömu einkenni vera í þjóðfélagi okkar, sem einkenna þau lönd sem eru á svipuðum stað og við í flokkun Sameinuðu þjóðanna á kaupmáttarjöfnuði landsframleiðslu. Engin sjáanleg stefna er hjá stjórnvöldum um að starfrækt séu í landinu framleiðslufyrirtæki er sinni sem fjölbreyttustum þörfum þjóðfélagsins. Afleiðingar þess eru að Ísland er svo háð innflutningi að yfirleitt duga gjaldeyristekjur okkar ekki fyrir öllu sem flutt er inn. Af því leiðir að engin raunveruleg aukning verður í landinu á eigin fjármagni í umferð, til að auka starfsemi eða bæta lífsgæði. Ísland er að vísu með 6. mestu framleiðslu á mann, en hin löndin í kringum okkur í kaupmáttarskránni, eru öll mikið neðar í mælingu á landsframleiðslu á mann. Þau ríki eiga það hins vegar sameiginlegt með Íslandi, að stéttir stjórnmála- og embættismanna virðast ekki skilja mikilvægi þess að láta fjármagn samfélagsins hríslast sem jafnast um allar greinar þjóðlífsins og gæta þess að tryggja að í landinu sé ævinlega nægt veltufjármagn til alls reksturs samfélagsins. Samnefnari virðist því í þessum löndum um elítuhegðun, spillingu og auðssöfnun yfirstéttanna. Við skerum okkur verulega frá hinum, með því að taka að láni erlendis það fjármagn sem til þarf til að leika þann almenna lífsstíl þeirra samfélaga sem við viljum bera okkur saman við. Eins og að framan sagði, eyðum við jafnharðan öllum gjaldeyristekjum sem við öflum. Það þýðir í raun að við stækkum þjóðarköku okkar ekkert með sjálfsaflafé. Öll stækkun er annaðhvort tilkomin vegna erlendra lána eða vegna gengisfellingar krónunnar. Raunveruleikinn er sá að sjálfsprottinn varanlegur hagvöxtur er enginn; einungis blekkingar til að láta almenning halda að efnahagsmálum sé vel stjórnað. Ég velti oft fyrir mér hvort enginn hagfræðingur sé í landinu sem þori að setja hagsmuni samfélagsins framar hagsmunum peningaaflanna. Áherslur undanfarinna áratuga á aukna þenslu útgjalda eru komnar svo langt út fyrir nýmyndun verðmæta að óhjákvæmilegt er að mikil fjármunagildi tapist nú og á næstu árum. Engin ný verðmætamyndun er til, eða í vændum, sem fjármagnað getur greiðslu allra þeirra lána sem þarf að greiða. Það þarf bæði kjark og þekkingu til að komast heill út úr stórviðri, hvort sem er til lands eða sjávar. Stórviðri á pólitíska vísu eru ekki betri. Sá sem á að fara fyrir hópi við slík tækifæri, en þorir ekki, eða kann ekki, að takast á við erfiðleikana, hann fórnar ekki bara sjálfum sér, hann fórnar líka þeim sem hann átti að gæta. Þjóðin þarf að átta sig á að framtíðarheill hennar veltur á því að fólk komi niður úr skýjaborgunum og horfist í augu við raunveruleikann. Læri að skilja hann og vera ánægt með það sem við höfum, svo ekki verði þörf á að taka að láni erlenda peninga til að byggja skýjaborgir.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun