Mömmumatur, sultur og sparnaðarráð 30. ágúst 2012 12:00 Ráð undir rifi hverju Eygló leggur mikið upp úr því að geta svarað öllum spurningum sem berast og leitar sér oft svara hafi hún þau ekki á reiðum höndum. Fréttablaðið/gVA Eygló Guðjónsdóttir á svo sannarlega ráð undir rifi hverju en hún er forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar heimilanna og aðstoðar fólk með ýmis vandamál í gegnum síma eða Internetið. „Það er mikið um karla sem hringja inn og biðja um ráð til að elda mat eins og mamma gerir hann," segir Eygló hlæjandi. Leiðbeiningastöð heimilanna var sett á fót í október 1963 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. „Lengst af hringdi fólk alltaf inn en fyrir fimm árum tókum við heimasíðuna í gagnið og nú getur fólk fundið svör við flestum spurningum þar," segir Eygló. Hún segir þó vera töluvert af fólki sem enn hringi inn og að álagið sé árstíðabundið. „Það er mikið að gera þegar fólk stendur í jólabakstrinum, á sláturtíð og á þessum árstíma þegar verið er að spá í sulturnar og saftin," segir hún og bætir við að fyrirspurnir um veisluhöld og upplýsingar um erlendar gæðakannanir á heimilistækjum séu líka algengar. Aðspurð hvort hún sé með svör við öllum vandamálum hlær Eygló og segir það ekki vera svo gott en að það sé þó mjög sjaldan sem fólk fái ekki úrlausn sinna mála, enda leiti hún svara hafi hún þau ekki á reiðum höndum. Hún segir ungar konur vera þær sem hafi mest samband en að það hafi þó aukist mjög að karlar leiti aðstoðar. „Fyrst eftir efnahagsófarirnar hringdi mikið af yngra fólki og var að velta fyrir sér sparnaðarráðum. Það hefur nú aðeins gengið til baka núna," segir hún og bætir við að aukning hafi orðið á að miðaldra karlmenn leiti aðstoðar. „Ég fékk skondið símtal fyrir nokkru þar sem maður hringdi og bað um ráðleggingar um hvort hann ætti að hefja sambúð með kærustunni sinni. Honum þótti lítið til þessarar leiðbeiningastöðvar koma þegar ég gat ekki hjálpað honum með það vandamál," segir hún og hlær. Leiðbeiningastöðin heldur úti heimasíðunni Leidbeiningastod.is auk þess sem hún hefur gefið út ýmiss konar fræðsluefni í gegnum árin sem hægt er að kaupa gegn vægu gjaldi. Leiðbeiningastöðin er ekki eini vettvangurinn sem miðlar húsráðum því samskiptasíðan Facebook fer ekki varhluta af þeim, frekar en öðru, og síðan Húsráð og annar fróðleikur hefur verið stofnuð þar. Þar geta allir Facebook-notendur skrifað sín vandamál og aðrir notendur komið með ráðleggingar. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Eygló Guðjónsdóttir á svo sannarlega ráð undir rifi hverju en hún er forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar heimilanna og aðstoðar fólk með ýmis vandamál í gegnum síma eða Internetið. „Það er mikið um karla sem hringja inn og biðja um ráð til að elda mat eins og mamma gerir hann," segir Eygló hlæjandi. Leiðbeiningastöð heimilanna var sett á fót í október 1963 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. „Lengst af hringdi fólk alltaf inn en fyrir fimm árum tókum við heimasíðuna í gagnið og nú getur fólk fundið svör við flestum spurningum þar," segir Eygló. Hún segir þó vera töluvert af fólki sem enn hringi inn og að álagið sé árstíðabundið. „Það er mikið að gera þegar fólk stendur í jólabakstrinum, á sláturtíð og á þessum árstíma þegar verið er að spá í sulturnar og saftin," segir hún og bætir við að fyrirspurnir um veisluhöld og upplýsingar um erlendar gæðakannanir á heimilistækjum séu líka algengar. Aðspurð hvort hún sé með svör við öllum vandamálum hlær Eygló og segir það ekki vera svo gott en að það sé þó mjög sjaldan sem fólk fái ekki úrlausn sinna mála, enda leiti hún svara hafi hún þau ekki á reiðum höndum. Hún segir ungar konur vera þær sem hafi mest samband en að það hafi þó aukist mjög að karlar leiti aðstoðar. „Fyrst eftir efnahagsófarirnar hringdi mikið af yngra fólki og var að velta fyrir sér sparnaðarráðum. Það hefur nú aðeins gengið til baka núna," segir hún og bætir við að aukning hafi orðið á að miðaldra karlmenn leiti aðstoðar. „Ég fékk skondið símtal fyrir nokkru þar sem maður hringdi og bað um ráðleggingar um hvort hann ætti að hefja sambúð með kærustunni sinni. Honum þótti lítið til þessarar leiðbeiningastöðvar koma þegar ég gat ekki hjálpað honum með það vandamál," segir hún og hlær. Leiðbeiningastöðin heldur úti heimasíðunni Leidbeiningastod.is auk þess sem hún hefur gefið út ýmiss konar fræðsluefni í gegnum árin sem hægt er að kaupa gegn vægu gjaldi. Leiðbeiningastöðin er ekki eini vettvangurinn sem miðlar húsráðum því samskiptasíðan Facebook fer ekki varhluta af þeim, frekar en öðru, og síðan Húsráð og annar fróðleikur hefur verið stofnuð þar. Þar geta allir Facebook-notendur skrifað sín vandamál og aðrir notendur komið með ráðleggingar. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira