Það er hrífandi að horfa á öl verða til 25. ágúst 2012 00:01 "Lagerbjór má líkja við það ef lítill kettlingur pissar í glasið þitt en Pale Ale er eins og það sé 13 vetra högni,“ segir Árni glettnislega. Fréttablaðið/GVA Brugghús hefur verið rekið í Útvík í Skagafirði í hálft annað ár. Það nefnist Gæðingur-Öl. Gunnþóra Gunnarsdóttir rann á lyktina á leið um Skagafjörð og hitti Árna Hafstað og Birgitte Bærendtsen, stórbændur á staðnum. Þegar brunað er í hlað í Útvík í Skagafirði er átöppun að hefjast í brugghúsinu á bænum. Þó vélar vinni verkið er eigandinn, Árni Hafstað, á hjólum í kringum þær, velur flöskur úr stæðum á gólfinu og raðar þeim eftir kúnstarinnar reglum til að allt gangi smurt. Hann segir átöppunarferlið svona snúningasamt meðan það sé að fara í gang en síðan hægist um. „Við keyptum notaða vél til að minnka stofnkostnað og eins og þið sjáið kannski einangruðum við tankana með eigin höndum, kerfið býður upp á aðeins meiri vinnu en annars væri, fyrir vikið," segir Árni móður og bætir við örlítið afsakandi: „Við fengum ekki kúlulán og reynum að gera sem mest sjálf. Vorum búin að standsetja húsið þegar að fjárfestum kom og síðan var haft að leiðarljósi að hafa allt eins ódýrt og hægt væri, án þess að það kæmi niður á gæðum framleiðslunnar."Vildum hafa þetta sem hobbý Árni er uppalinn í Útvík og tók þar við búi af foreldrum sínum. Hann og Birgitte eru með hvorki meira né minna en sextíu kýr í fjósi. Svo er hann menntaður heyrnar- og talmeinafræðingur og kveðst ferðast um annað kastið og sinna heyrnarmælingum. En hvað kemur rótgrónum bónda með sérhæft starf utan heimilis til að fara út í ölgerð? „Það byrjaði þannig að ég og Jóhann Axel Guðmundsson, aðalbruggarinn hjá okkur, skelltum okkur saman á námskeið í Danmörku til að læra bruggun öls alveg frá grunni. Það var gert okkur til fróðleiks og skemmtunar. Síðan ákvað ég að kaupa græjur. Við vildum helst hafa þetta sem hobbý en komumst að því að það væri ekki hægt nema ólöglega. Það þurfti að útvega alls konar leyfi og þá kom upp sú staða að grunnkostnaðurinn var sá sami hvort sem við vorum að framleiða 20 lítra eða 200.000 lítra. Þá fórum við að huga að því hvað væri hægt að gera. Við vildum ekki fara út í eitthvað rosa stórt, en samt hafa þetta „alvöru", þannig að hér yrði til að minnsta kosti eitt starf." Ekki býst Árni sjálfur þó við að verða í því starfi. „Ég ætlaði að hafa þetta sem hobbý því það er svo hrífandi að horfa á hvernig ölið verður til. Fljótlega réð ég Jóa sem bruggara. Hann á ekki í fyrirtækinu en hefur áhuga og gerir það sem gera þarf. Skrapp bara núna í ræktina og því er hann ekki á staðnum."Fyrst á landinu með ósíaðan bjór Þá er komið að því að fræðast aðeins um ölgerðina sjálfa. Árni kveðst sjóða um þúsund lítra í einu og segir það taka um þrjá tíma en hversu lengi þarf lögnin að vera í gerjun? „Svona mánuð, annars er það svolítið misjafnt eftir tegundum." En á hvern hátt skyldi Gæðingur skera sig frá öðrum bjórtegundum? „Sko, það hefur ýmislegt breyst í bjórframleiðslunni í landinu frá því við byrjuðum," segir Árni. „Við vorum hér fyrst bara með Gæðing lager og Gæðing Stout, sem er svartur. Síðan bættist Pale Ale við, ósíaður bjór með botnfalli, ég tel að við höfum verið fyrst á landinu til að bjóða upp á þannig bjór. Sumir héldu að hann væri skemmdur en þegar fólk þorði að smakka hann þá mæltist hann vel fyrir. Síðan eru komnir ósíaðir bjórar hjá Ölgerðinni og Vífilfelli á markað en við vorum ein í nokkurn tíma. Þetta er uppáhaldsbjórinn okkar," segir Árni og réttir fram flösku af Pale Ale. Á henni stendur: „Ósíaður bjór, skýjaður, með botnfalli, hellist varlega." Spurður hvort þau hjón gætu sjálf ræktað kornið í ölið svarar Árni: „Við getum auðvitað ræktað korn og maltað það, sem er tiltölulega einfalt í sjálfu sér en krefst bæði töluverðs pláss og búnaðar. Sennilega yrði samt erfitt að hafa kornið alltaf eins, þannig að bjórinn yrði breytilegur. En það sem gerir vel gerðan bjór sérlega góðan eru einkum humlarnir." Þrjár tegundir af Gæðingi fást nú í Ríkinu auk jóla-, þorra- og páskaöls á réttum árstímum, að sögn Árna. „Svo eru nokkrar tegundir á barnum okkar í Reykjavík, Microbar í Austurstræti 6, við ákváðum að hafa eina þeirra sem húsöl á krana." Matur Skagafjörður Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Brugghús hefur verið rekið í Útvík í Skagafirði í hálft annað ár. Það nefnist Gæðingur-Öl. Gunnþóra Gunnarsdóttir rann á lyktina á leið um Skagafjörð og hitti Árna Hafstað og Birgitte Bærendtsen, stórbændur á staðnum. Þegar brunað er í hlað í Útvík í Skagafirði er átöppun að hefjast í brugghúsinu á bænum. Þó vélar vinni verkið er eigandinn, Árni Hafstað, á hjólum í kringum þær, velur flöskur úr stæðum á gólfinu og raðar þeim eftir kúnstarinnar reglum til að allt gangi smurt. Hann segir átöppunarferlið svona snúningasamt meðan það sé að fara í gang en síðan hægist um. „Við keyptum notaða vél til að minnka stofnkostnað og eins og þið sjáið kannski einangruðum við tankana með eigin höndum, kerfið býður upp á aðeins meiri vinnu en annars væri, fyrir vikið," segir Árni móður og bætir við örlítið afsakandi: „Við fengum ekki kúlulán og reynum að gera sem mest sjálf. Vorum búin að standsetja húsið þegar að fjárfestum kom og síðan var haft að leiðarljósi að hafa allt eins ódýrt og hægt væri, án þess að það kæmi niður á gæðum framleiðslunnar."Vildum hafa þetta sem hobbý Árni er uppalinn í Útvík og tók þar við búi af foreldrum sínum. Hann og Birgitte eru með hvorki meira né minna en sextíu kýr í fjósi. Svo er hann menntaður heyrnar- og talmeinafræðingur og kveðst ferðast um annað kastið og sinna heyrnarmælingum. En hvað kemur rótgrónum bónda með sérhæft starf utan heimilis til að fara út í ölgerð? „Það byrjaði þannig að ég og Jóhann Axel Guðmundsson, aðalbruggarinn hjá okkur, skelltum okkur saman á námskeið í Danmörku til að læra bruggun öls alveg frá grunni. Það var gert okkur til fróðleiks og skemmtunar. Síðan ákvað ég að kaupa græjur. Við vildum helst hafa þetta sem hobbý en komumst að því að það væri ekki hægt nema ólöglega. Það þurfti að útvega alls konar leyfi og þá kom upp sú staða að grunnkostnaðurinn var sá sami hvort sem við vorum að framleiða 20 lítra eða 200.000 lítra. Þá fórum við að huga að því hvað væri hægt að gera. Við vildum ekki fara út í eitthvað rosa stórt, en samt hafa þetta „alvöru", þannig að hér yrði til að minnsta kosti eitt starf." Ekki býst Árni sjálfur þó við að verða í því starfi. „Ég ætlaði að hafa þetta sem hobbý því það er svo hrífandi að horfa á hvernig ölið verður til. Fljótlega réð ég Jóa sem bruggara. Hann á ekki í fyrirtækinu en hefur áhuga og gerir það sem gera þarf. Skrapp bara núna í ræktina og því er hann ekki á staðnum."Fyrst á landinu með ósíaðan bjór Þá er komið að því að fræðast aðeins um ölgerðina sjálfa. Árni kveðst sjóða um þúsund lítra í einu og segir það taka um þrjá tíma en hversu lengi þarf lögnin að vera í gerjun? „Svona mánuð, annars er það svolítið misjafnt eftir tegundum." En á hvern hátt skyldi Gæðingur skera sig frá öðrum bjórtegundum? „Sko, það hefur ýmislegt breyst í bjórframleiðslunni í landinu frá því við byrjuðum," segir Árni. „Við vorum hér fyrst bara með Gæðing lager og Gæðing Stout, sem er svartur. Síðan bættist Pale Ale við, ósíaður bjór með botnfalli, ég tel að við höfum verið fyrst á landinu til að bjóða upp á þannig bjór. Sumir héldu að hann væri skemmdur en þegar fólk þorði að smakka hann þá mæltist hann vel fyrir. Síðan eru komnir ósíaðir bjórar hjá Ölgerðinni og Vífilfelli á markað en við vorum ein í nokkurn tíma. Þetta er uppáhaldsbjórinn okkar," segir Árni og réttir fram flösku af Pale Ale. Á henni stendur: „Ósíaður bjór, skýjaður, með botnfalli, hellist varlega." Spurður hvort þau hjón gætu sjálf ræktað kornið í ölið svarar Árni: „Við getum auðvitað ræktað korn og maltað það, sem er tiltölulega einfalt í sjálfu sér en krefst bæði töluverðs pláss og búnaðar. Sennilega yrði samt erfitt að hafa kornið alltaf eins, þannig að bjórinn yrði breytilegur. En það sem gerir vel gerðan bjór sérlega góðan eru einkum humlarnir." Þrjár tegundir af Gæðingi fást nú í Ríkinu auk jóla-, þorra- og páskaöls á réttum árstímum, að sögn Árna. „Svo eru nokkrar tegundir á barnum okkar í Reykjavík, Microbar í Austurstræti 6, við ákváðum að hafa eina þeirra sem húsöl á krana."
Matur Skagafjörður Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira