ESB-aðild og íslensk menning Einar Benediktsson skrifar 21. ágúst 2012 06:00 Samstarf að því er varðar menntun, menningarmál og æskulýðsmál er ein af grunnstoðum Evrópusambandsins. Ísland hóf þátttöku í verkefnum þess varðandi menntun og starfsþjálfun þegar árið 1990. Frá 1994 með tilkomu EES-samningsins hefur fjöldi Íslendinga tekið þátt í símenntunaráætlun ESB og komið hefur verið á aðgerðaáætlun um símenntun sem er mikilvægur liður í baráttu gegn atvinnuleysi. Landsskrifstofa Menntaáætlunar ESB annast ýmsar undiráætlanir, þ.m.t. Comenius, Erasmus, Grundtvig og Leonardo sem skipuleggja skólaheimsóknir, nemenda- og kennaraskipti, samvinnu um námsefni o.fl. Þúsundir íslenskra nemenda, kennara og skólastjórnenda hafa tekið þátt í þessu samstarfi. Íslendingar taka sömuleiðis virkan þátt í ESB-samstarfi í málefnum er varða ungt fólk í gegnum aðgerðaáætlun ESB í æskulýðsmálum. Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin styrkir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki. Þá tekur Ísland þátt í menningaráætlun ESB og því hafa íslenskir listamenn notið góðs af menningarstyrkjum, t.d. í kvikmyndagerð í gegnum Media-áætlunina en einnig á öðrum sviðum svo sem bókmenntaþýðingum og með samstarfi við tónlistarmenn og leikhópa. n Um 20.000 Íslendingar hafa tekið þátt í evrópskum samstarfsverkefnum n Mestu fé var veitt í verkefni er tengjast rannsóknum og þróun en um þriðjungur til stuðnings verkefnum á sviði menntunar og menningar. nÞátttaka ungmenna í áætlun ESB á sviði æskulýðsmála hefur verið afar góð en frá árinu 2001 hafa um 600 Íslendingar notið góðs af henni árlega. Þátttaka okkar í menntunar- og menningarstarfsemi Evrópusambandsins undanfarinn aldarfjórðung er til marks um getu Íslendinga í umsvifamiklu alþjóðasamstarfi sem varðar framtíðarheill þjóðfélagsins. Þetta geta samningamenn okkar lagt fram stoltir í Brussel. Upplýsingagjöfin í aðildarviðræðunum og ofangreint er fengið þaðan, hún er afar þýðingarmikil leið til upplýsinga við stjórnsýslu Evrópu um jafningjann sem Ísland er í menntunar- og menningarmálum. Jafningjar í samstarfi nútímans, en í öllu meiri og veglegri stöðu frá fornu fari. Við aðild að Evrópusambandinu yrði íslenska þar opinbert mál, eins og aðrar þjóðtungur. Það er einmitt stefna ESB að varðveita og efla tungumál þjóðanna og minnihlutahópa. Málið í Lúxemborg er skínandi dæmi um það. Framtíðarstaða íslenskunnar innan Evrópusambandsins yrði tvímælalaust sterkari en ella.Hlutur íslenskrar menningar í Evrópu Menning Íslendinga og íslensk menning er tvennt aðskilið, svo sem Sigurður Nordal bendir á. Hið íslenska, skerfur Íslendinga til heimsmenningarinnar, er í fornbókmenntum og orðsins list. Nordal bendir á, að mjög fáir erlendir afburðamenn hafi gefið Íslandi gaum nema á sviði fornbókmenntanna og skýrist það af því hver framtíðaráhrif víkingaöldin hafði. Afkomendur kynstofnsins sem sveimaði um til árása og landkönnunnar, hafa haft forystu í Norðurálfu í landnámi og yfirdrottnun víða um heim, allt frá krossferðum til yfirgangs heimsvelda. Af þessu leiðir að háskólasamfélög sem fremst standa í Evrópu og Ameríku, hafa lengi haft í sínu liði frábæra sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við allmarga úr þeim hópi hafði ég í sendiherrastarfi afar gagnleg og ánægjuleg samskipti. Langa greinargerð þyrfti til að gera skil öllu því sem þakka má þessum ágætu fræðimönnum og Íslandsvinum í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum. Eftir þá og forvera þeirra undanfarnar aldir, liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga og kennslustörfin skipta ekki síður miklu máli. Í fjölmörgum erlendum háskólum hefur lengi farið fram dýrmæt fræðsla í íslenskri menningu og það líka fyrir nemendur frá fjarlægum löndum. Hin glæsilega saga Snorra af Noregskonungum til forna var það sem beinlínis vakti eldmóð Norðmanna í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld en þá gneistaði af afburðamönnum menningar með Grieg og Ibsen í broddi fylkingar. Eins og Vésteinn Ólason bendir á, hefur Snorra Edda haft mikil áhrif á sagnfræði, söguskoðun og sjálfsmynd Norðurlandabúa allt frá því að verkið var fyrst gefið út í danskri þýðingu árið 1633. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja hana öðrum þjóðum. Okkar hlutverk er varðveisla tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Hætta vegna utanaðkomandi áhrifa hefur verið fyrir hendi í mína lífstíð. Við eigum öflugt menntakerfi og svo sem við rísum upp úr Hruninu, munum við styrkja íslenskt þjóðfélag. Við eigum rétt í senn til sjálfsforræðis og þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar. Hinn norðlæga burðarás í menningargrunni Evrópu sköpuðu Íslendingar og varðveittu. Án hans er myndin ófullkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Samstarf að því er varðar menntun, menningarmál og æskulýðsmál er ein af grunnstoðum Evrópusambandsins. Ísland hóf þátttöku í verkefnum þess varðandi menntun og starfsþjálfun þegar árið 1990. Frá 1994 með tilkomu EES-samningsins hefur fjöldi Íslendinga tekið þátt í símenntunaráætlun ESB og komið hefur verið á aðgerðaáætlun um símenntun sem er mikilvægur liður í baráttu gegn atvinnuleysi. Landsskrifstofa Menntaáætlunar ESB annast ýmsar undiráætlanir, þ.m.t. Comenius, Erasmus, Grundtvig og Leonardo sem skipuleggja skólaheimsóknir, nemenda- og kennaraskipti, samvinnu um námsefni o.fl. Þúsundir íslenskra nemenda, kennara og skólastjórnenda hafa tekið þátt í þessu samstarfi. Íslendingar taka sömuleiðis virkan þátt í ESB-samstarfi í málefnum er varða ungt fólk í gegnum aðgerðaáætlun ESB í æskulýðsmálum. Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin styrkir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki. Þá tekur Ísland þátt í menningaráætlun ESB og því hafa íslenskir listamenn notið góðs af menningarstyrkjum, t.d. í kvikmyndagerð í gegnum Media-áætlunina en einnig á öðrum sviðum svo sem bókmenntaþýðingum og með samstarfi við tónlistarmenn og leikhópa. n Um 20.000 Íslendingar hafa tekið þátt í evrópskum samstarfsverkefnum n Mestu fé var veitt í verkefni er tengjast rannsóknum og þróun en um þriðjungur til stuðnings verkefnum á sviði menntunar og menningar. nÞátttaka ungmenna í áætlun ESB á sviði æskulýðsmála hefur verið afar góð en frá árinu 2001 hafa um 600 Íslendingar notið góðs af henni árlega. Þátttaka okkar í menntunar- og menningarstarfsemi Evrópusambandsins undanfarinn aldarfjórðung er til marks um getu Íslendinga í umsvifamiklu alþjóðasamstarfi sem varðar framtíðarheill þjóðfélagsins. Þetta geta samningamenn okkar lagt fram stoltir í Brussel. Upplýsingagjöfin í aðildarviðræðunum og ofangreint er fengið þaðan, hún er afar þýðingarmikil leið til upplýsinga við stjórnsýslu Evrópu um jafningjann sem Ísland er í menntunar- og menningarmálum. Jafningjar í samstarfi nútímans, en í öllu meiri og veglegri stöðu frá fornu fari. Við aðild að Evrópusambandinu yrði íslenska þar opinbert mál, eins og aðrar þjóðtungur. Það er einmitt stefna ESB að varðveita og efla tungumál þjóðanna og minnihlutahópa. Málið í Lúxemborg er skínandi dæmi um það. Framtíðarstaða íslenskunnar innan Evrópusambandsins yrði tvímælalaust sterkari en ella.Hlutur íslenskrar menningar í Evrópu Menning Íslendinga og íslensk menning er tvennt aðskilið, svo sem Sigurður Nordal bendir á. Hið íslenska, skerfur Íslendinga til heimsmenningarinnar, er í fornbókmenntum og orðsins list. Nordal bendir á, að mjög fáir erlendir afburðamenn hafi gefið Íslandi gaum nema á sviði fornbókmenntanna og skýrist það af því hver framtíðaráhrif víkingaöldin hafði. Afkomendur kynstofnsins sem sveimaði um til árása og landkönnunnar, hafa haft forystu í Norðurálfu í landnámi og yfirdrottnun víða um heim, allt frá krossferðum til yfirgangs heimsvelda. Af þessu leiðir að háskólasamfélög sem fremst standa í Evrópu og Ameríku, hafa lengi haft í sínu liði frábæra sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við allmarga úr þeim hópi hafði ég í sendiherrastarfi afar gagnleg og ánægjuleg samskipti. Langa greinargerð þyrfti til að gera skil öllu því sem þakka má þessum ágætu fræðimönnum og Íslandsvinum í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum. Eftir þá og forvera þeirra undanfarnar aldir, liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga og kennslustörfin skipta ekki síður miklu máli. Í fjölmörgum erlendum háskólum hefur lengi farið fram dýrmæt fræðsla í íslenskri menningu og það líka fyrir nemendur frá fjarlægum löndum. Hin glæsilega saga Snorra af Noregskonungum til forna var það sem beinlínis vakti eldmóð Norðmanna í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld en þá gneistaði af afburðamönnum menningar með Grieg og Ibsen í broddi fylkingar. Eins og Vésteinn Ólason bendir á, hefur Snorra Edda haft mikil áhrif á sagnfræði, söguskoðun og sjálfsmynd Norðurlandabúa allt frá því að verkið var fyrst gefið út í danskri þýðingu árið 1633. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja hana öðrum þjóðum. Okkar hlutverk er varðveisla tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Hætta vegna utanaðkomandi áhrifa hefur verið fyrir hendi í mína lífstíð. Við eigum öflugt menntakerfi og svo sem við rísum upp úr Hruninu, munum við styrkja íslenskt þjóðfélag. Við eigum rétt í senn til sjálfsforræðis og þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar. Hinn norðlæga burðarás í menningargrunni Evrópu sköpuðu Íslendingar og varðveittu. Án hans er myndin ófullkomin.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar