Sýnum djörfung og dug Birna Þórðardóttir skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Heimþrá þarf maður vart að hafa á Ítalíu, hér er allt svo eðlilegt: Góðir í skandölum – komast upp með þá. Peningar gufa upp á milli staða sem enginn veit hvar eru – upphaf og endalok óskilgreind – ekki sakar að hafa heilaga jómfrú með í för – svo sem meistari Megas hefur reynt að kenna okkur. Gæðingar fá gefins alls kyns dótarí – jarðir og uppsprettur, sveitarfélög og jafnvel sorpið sem hægt er að græða á – með því að gera ekkert við það. Þetta er allt einhvern veginn mjög heimilislegt. Ítalir gætu jafnvel fengið lánaða forsetaræðuna góðu frá fundi í Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006. Þar flutti forseti lýðveldisins lofgjörð um einstaka eðlisþætti Íslendingsins – eðlisþætti sem gera Íslendinginn að frumafli hins viti borna manns og útskýrir hvers vegna íslenskir athafnamenn bera sigurorð af öðrum. Ætti eiginlega að vera skyldulesning í skólum til varnar þeim hroka, siðblindu og sérgæsku sem einkennir ræðuna. En, aftur að efninu, er fellur sem flís við rass Rómverja, kæmi ekki til söguleg sérviska. Við mér blasir miðborg Rómar – besta byggingarsvæði borgarinnar – því vissulega væri hægt að byggja hér – en hvað sér auga mitt? Þið haldið mig skrökva þegar ég lýsi útsýninu – þannig að – fáið ykkur sæti ágætu lesendur svo þið komist heilir frá þessu – en sannleikurinn er sagna bestur. Það sem við blasir hér í þessari gömlu og að mörgu leyti virðulegu borg eru rústir – segi og skrifa RÚSTIR – sumt jafnvel svo gamalt dót að óvíst er um upprunann! Og ekki nóg með að þessum ósköpum sé haldið til haga heldur er þetta sýnt – jafnvel erlendum gestum! Hér væri nær að nota hinn íslenska drifkraft – moka yfir dótið eins og gekk svo blessunarlega vel með gamla Víkurkirkjugarðinn og á nú að halda áfram með Ingólfstorg/Hallærisplan. Þannig mætti í Róm moka yfir Largo d"Argentina – þar sem Júlíus Cesar var drepinn um árið, henda Colosseum á haugana – eða alla vega draga það upp í Árbæ þeirra Rómverja og endurreisa þar rústirnar. Hér í Róm skortir greinilega alla framtíðarsýn. Tillaga mín er einfaldlega sú, að íslenska þjóðin sýni nú loksins hvað í henni býr, fordæmið höfum við gefið jafnt og þétt með því að ryðja miðborg Reykjavíkur burt. Eðli málsins samkvæmt er embætti forseta Íslands hið eina sem væri þessum vanda vaxið – alvant þjóðarsefjun og aðstoð við íslenska ofurhuga. Nú verði kýlt á alvöru útrás: Íslenskir hótelhugsjónamenn sameinist um það – undir leiðsögn forseta lýðveldisins – að drífa þetta af stað. Samhliða því að miðborg Reykjavíkur verði hótelvædd frá Aðalstræti 6 og upp úr hefjist endurreisn Rómaborgar!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Heimþrá þarf maður vart að hafa á Ítalíu, hér er allt svo eðlilegt: Góðir í skandölum – komast upp með þá. Peningar gufa upp á milli staða sem enginn veit hvar eru – upphaf og endalok óskilgreind – ekki sakar að hafa heilaga jómfrú með í för – svo sem meistari Megas hefur reynt að kenna okkur. Gæðingar fá gefins alls kyns dótarí – jarðir og uppsprettur, sveitarfélög og jafnvel sorpið sem hægt er að græða á – með því að gera ekkert við það. Þetta er allt einhvern veginn mjög heimilislegt. Ítalir gætu jafnvel fengið lánaða forsetaræðuna góðu frá fundi í Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006. Þar flutti forseti lýðveldisins lofgjörð um einstaka eðlisþætti Íslendingsins – eðlisþætti sem gera Íslendinginn að frumafli hins viti borna manns og útskýrir hvers vegna íslenskir athafnamenn bera sigurorð af öðrum. Ætti eiginlega að vera skyldulesning í skólum til varnar þeim hroka, siðblindu og sérgæsku sem einkennir ræðuna. En, aftur að efninu, er fellur sem flís við rass Rómverja, kæmi ekki til söguleg sérviska. Við mér blasir miðborg Rómar – besta byggingarsvæði borgarinnar – því vissulega væri hægt að byggja hér – en hvað sér auga mitt? Þið haldið mig skrökva þegar ég lýsi útsýninu – þannig að – fáið ykkur sæti ágætu lesendur svo þið komist heilir frá þessu – en sannleikurinn er sagna bestur. Það sem við blasir hér í þessari gömlu og að mörgu leyti virðulegu borg eru rústir – segi og skrifa RÚSTIR – sumt jafnvel svo gamalt dót að óvíst er um upprunann! Og ekki nóg með að þessum ósköpum sé haldið til haga heldur er þetta sýnt – jafnvel erlendum gestum! Hér væri nær að nota hinn íslenska drifkraft – moka yfir dótið eins og gekk svo blessunarlega vel með gamla Víkurkirkjugarðinn og á nú að halda áfram með Ingólfstorg/Hallærisplan. Þannig mætti í Róm moka yfir Largo d"Argentina – þar sem Júlíus Cesar var drepinn um árið, henda Colosseum á haugana – eða alla vega draga það upp í Árbæ þeirra Rómverja og endurreisa þar rústirnar. Hér í Róm skortir greinilega alla framtíðarsýn. Tillaga mín er einfaldlega sú, að íslenska þjóðin sýni nú loksins hvað í henni býr, fordæmið höfum við gefið jafnt og þétt með því að ryðja miðborg Reykjavíkur burt. Eðli málsins samkvæmt er embætti forseta Íslands hið eina sem væri þessum vanda vaxið – alvant þjóðarsefjun og aðstoð við íslenska ofurhuga. Nú verði kýlt á alvöru útrás: Íslenskir hótelhugsjónamenn sameinist um það – undir leiðsögn forseta lýðveldisins – að drífa þetta af stað. Samhliða því að miðborg Reykjavíkur verði hótelvædd frá Aðalstræti 6 og upp úr hefjist endurreisn Rómaborgar!!
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun