Reyndar hetjur snúi aftur Ingimar Einarsson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10% landsmanna bera mikið traust til Alþingis og litlu ofar á skalanum er Borgarstjórn Reykjavíkur sem nýtur trausts 15% íbúa. Til samanburðar má heilbrigðisþjónustan bærilega vel við una, því 73% eru ánægðir með hana og kemur hún fast á hæla Háskóla Íslands. Nú kynnu margir að halda að sú endurnýjun sem átti sér stað á fulltrúum á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum hefði átt að skila sér í öflugra starfi og hæfara fólki en raunin hefur orðið á. Fólk trúði því að hinir 27 nýju þingmenn á Alþingi myndu blása lífi í störf þingsins og bæta vinnustaðamenningu þessarar fornfrægu stofnunar. Hin unga sveit þingmanna hefur hins vegar breytt þinghaldinu, með hjálp nokkurra litlu eldri þingmanna, í hálfgerða morfískeppni. Þjóðin horfir agndofa á og skilur ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Á sama tíma lesum við í dagblöðunum lærðar greinar um samfélagsleg málefni eftir fólk á besta aldri sem slitið hefur þingskónum fyrir nokkru. Meðal þessara einstaklinga eru Sighvatur Björgvinsson, Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson, svo fáeinir séu nefndir. Hin unga kynslóð bregst þó ekki við þessum skrifum, því annað hvort les hún ekki blöðin eða telur sig vanmegnuga til að etja kappi við slíka garpa. Síðari ágiskunin virðist sennilegri því þess háttar greinar verða ekki skrifaðar nema á grunni áratuga reynslu og mikillar þekkingar. Vinnustaðurinn Alþingi hefur einfaldlega brugðist í því hlutverki sínu að skila hinum sögulega arfi til hinnar ungu kynslóðar þingmanna sem nú á sæti á þjóðarsamkomunni. Úr þessu verður trauðla bætt nema hinar reynslumiklu hetjur snúi aftur, að minnsta kosti tímabundið, og í framtíðinni verði tryggt að meira jafnvægi ríki milli kynslóðanna á þessum vettvangi en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10% landsmanna bera mikið traust til Alþingis og litlu ofar á skalanum er Borgarstjórn Reykjavíkur sem nýtur trausts 15% íbúa. Til samanburðar má heilbrigðisþjónustan bærilega vel við una, því 73% eru ánægðir með hana og kemur hún fast á hæla Háskóla Íslands. Nú kynnu margir að halda að sú endurnýjun sem átti sér stað á fulltrúum á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum hefði átt að skila sér í öflugra starfi og hæfara fólki en raunin hefur orðið á. Fólk trúði því að hinir 27 nýju þingmenn á Alþingi myndu blása lífi í störf þingsins og bæta vinnustaðamenningu þessarar fornfrægu stofnunar. Hin unga sveit þingmanna hefur hins vegar breytt þinghaldinu, með hjálp nokkurra litlu eldri þingmanna, í hálfgerða morfískeppni. Þjóðin horfir agndofa á og skilur ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Á sama tíma lesum við í dagblöðunum lærðar greinar um samfélagsleg málefni eftir fólk á besta aldri sem slitið hefur þingskónum fyrir nokkru. Meðal þessara einstaklinga eru Sighvatur Björgvinsson, Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson, svo fáeinir séu nefndir. Hin unga kynslóð bregst þó ekki við þessum skrifum, því annað hvort les hún ekki blöðin eða telur sig vanmegnuga til að etja kappi við slíka garpa. Síðari ágiskunin virðist sennilegri því þess háttar greinar verða ekki skrifaðar nema á grunni áratuga reynslu og mikillar þekkingar. Vinnustaðurinn Alþingi hefur einfaldlega brugðist í því hlutverki sínu að skila hinum sögulega arfi til hinnar ungu kynslóðar þingmanna sem nú á sæti á þjóðarsamkomunni. Úr þessu verður trauðla bætt nema hinar reynslumiklu hetjur snúi aftur, að minnsta kosti tímabundið, og í framtíðinni verði tryggt að meira jafnvægi ríki milli kynslóðanna á þessum vettvangi en nú er.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun