Unga fólkið sem villist af leið Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar 10. júlí 2012 06:00 Ég hef heyrt gífurlega mikla umfjöllun um ungt fólk sem hefur villst af leið og valið sér öðruvísi líf en aðrir krakkar. Heim þar sem fíknin tekur við – heim þar sem ekkert er mikilvægara en næsti skammtur eiturlyfja eða áfengis. Ég las fréttir um þennan brothætta hóp en gat þó illa skilið hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu. Ég fór í bíltúr eitt kvöldið og kom við í verslun til þess að kaupa mér nammi. Þegar ég kom út úr versluninni var mér litið á mjög unga stúlku sem var í annarlegu ástandi. Hún ráfaði um í allt öðrum heimi, gubbandi á gangstéttina. Ég var í dálitla stund að átta mig á þessari sjón er ég sá tvo stráka á svipuðum aldri ganga á undan henni en veittu henni og ástandi hennar litla athygli. Ég gekk inn í bílinn minn og hringdi í neyðarlínu og bað um aðstoð fyrir þessa stúlku þar sem ég gat ekki hugsað mér að skilja eina eftir. Þegar ég fór að missa sjónar á henni stökk ég út úr bílnum og hljóp á eftir henni ásamt fleirum sem veittu þessu athygli. Ég furðaði mig á hversu lengi lögreglan var að koma á staðinn svo við reyndum að stöðva stúlkuna og veita henni öryggi og aðstoð þar til laganna verðir kæmu. Strákarnir tveir sem voru með henni voru ekki alveg tilbúnir að sleppa af henni takinu en við náðum þó að miðla málum og fengum stúlkuna með okkur. Hún romsaði upp úr sér að hún hefði drukkið áfengi en þó var nokkuð augljóst að ástand hennar stafaði af einhverju öðru en einungis því. Við sem aðstoðuðum þessa stúlku furðuðum okkur á biðinni eftir lögreglunni og hafði hálftími liðið frá fyrstu hringingu í 112. Stelpugreyið var undrandi á framkomu okkar. Við reyndum að sjálfsögðu að segja henni að við vildum henni ekkert illt og að við værum að hjálpa. Stuttu seinna stoppaði bíll fyrir framan okkur og ung kona kom út úr honum og kynnti sig sem mömmu stúlkunnar. Vegna þess hve ung sú stúlka var þá höfðum við áhyggjur af því að þetta væri ekki aðstoð til bóta og tókum niður bílnúmer til þess að gefa lögreglu þegar hún kæmi á staðinn sem hún gerði aldrei. Ég hringdi aftur í lögreglu og sagði henni frá því sem hafði gerst og að við værum búin að missa sjónar af þessari stúlku. Lögreglan sagði í símann: „Við getum ekkert gert fyrir þessa stelpu," og hafnaði bílnúmerinu. Lögreglan tjáði mér að þetta væri þekktur einstaklingur og þeir hefðu í raun ekki úrræði fyrir hana. Ég fór heim alveg miður mín og fann sárt til með þessari stúlku og ástandi hennar. Daginn eftir heyrði ég svo í konu sem hafði einnig verið vitni að þessu atviki og sú hafði fundið út nafn hennar. Ég googlaði nafnið og þá komu upp 3 síður á google um hvarf hennar og fund þannig að þetta ástand var ekki einsdæmi. Ég var reið út í lögregluna að bregðast ekki við bón okkar um aðstoð en fór svo að hugsa að ef þetta væri ástand hennar allar helgar þá væri mjög erfitt fyrir lögregluna að sitja um fyrir henni og halda henni. Ástand þeirra krakka sem velja sér þessa leið í lífinu er ekki óþekkt, þessir krakkar eru ekki villingar og gera þetta ekki að gamni sínu. Þessir krakkar hafa mögulega ríka ástæðu fyrir þessu, en þetta er hróp á hjálp sem er ekki verið að veita þeim, þessir krakkar eru ekki að deyfa sig út af engu. Ég hef lesið mikið af skrifum um þennan vanda og ég tel ríkulega þörf á frekari úrræðum fyrir þennan hóp. Ég geri mér grein fyrir því að sumum er erfitt að bjarga. Að lögreglan geri allt sitt besta til þess að veita sjúkum skjól og ummönnun í neyð. En hvað með þá sem er aðeins erfiðara að koma til móts við – á bara að útiloka þá, láta sem þeir séu ekki til af því það er of mikið vandamál. Því meira vandamál, þeim mun meiri hjálp er nauðsynleg hefði ég haldið. Hvað ef þetta hefði verið kvöldið sem hún hefði tekið of stóran skammt og dáið? Eftir þessa reynslu á ég eftir að hugsa mig tvisvar um hvort ég hringi og biðji um aðstoð. Ég vil jú ekki ómaka þá með símtali þó ég telji þess þurfa. Ég veit að lögreglan hefur haft tíma til að sekta í Ártúnsbrekkunni daglega og á Sæbrautinni. Þar sem peninga er að fá virðist lögreglan niðurkomin. En þegar það er líf ungrar konu í annarlegu ástandi þá er það of mikið ómak. Jú, af því hún hefur gert þetta oftar en einu sinni og er þekkt fyrir þessar uppákomur. Ég hvet lögreglu til þess að taka ábendingum þeirra sem hringja alvarlega. Ég hef miklar áhyggjur af því að þetta sé stundað innan lögreglu. Að börn undir áhrifum eiturlyfja og áfengis á almanna færi séu hunsuð vegna þess að þetta eru einstaklingar sem eru það langt komnir að það þýðir ekki að skipta sér af þeim. Er þetta í lagi? Er þetta sú löggæsla sem við höfum tamið okkur? Er þetta Ísland í dag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt gífurlega mikla umfjöllun um ungt fólk sem hefur villst af leið og valið sér öðruvísi líf en aðrir krakkar. Heim þar sem fíknin tekur við – heim þar sem ekkert er mikilvægara en næsti skammtur eiturlyfja eða áfengis. Ég las fréttir um þennan brothætta hóp en gat þó illa skilið hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu. Ég fór í bíltúr eitt kvöldið og kom við í verslun til þess að kaupa mér nammi. Þegar ég kom út úr versluninni var mér litið á mjög unga stúlku sem var í annarlegu ástandi. Hún ráfaði um í allt öðrum heimi, gubbandi á gangstéttina. Ég var í dálitla stund að átta mig á þessari sjón er ég sá tvo stráka á svipuðum aldri ganga á undan henni en veittu henni og ástandi hennar litla athygli. Ég gekk inn í bílinn minn og hringdi í neyðarlínu og bað um aðstoð fyrir þessa stúlku þar sem ég gat ekki hugsað mér að skilja eina eftir. Þegar ég fór að missa sjónar á henni stökk ég út úr bílnum og hljóp á eftir henni ásamt fleirum sem veittu þessu athygli. Ég furðaði mig á hversu lengi lögreglan var að koma á staðinn svo við reyndum að stöðva stúlkuna og veita henni öryggi og aðstoð þar til laganna verðir kæmu. Strákarnir tveir sem voru með henni voru ekki alveg tilbúnir að sleppa af henni takinu en við náðum þó að miðla málum og fengum stúlkuna með okkur. Hún romsaði upp úr sér að hún hefði drukkið áfengi en þó var nokkuð augljóst að ástand hennar stafaði af einhverju öðru en einungis því. Við sem aðstoðuðum þessa stúlku furðuðum okkur á biðinni eftir lögreglunni og hafði hálftími liðið frá fyrstu hringingu í 112. Stelpugreyið var undrandi á framkomu okkar. Við reyndum að sjálfsögðu að segja henni að við vildum henni ekkert illt og að við værum að hjálpa. Stuttu seinna stoppaði bíll fyrir framan okkur og ung kona kom út úr honum og kynnti sig sem mömmu stúlkunnar. Vegna þess hve ung sú stúlka var þá höfðum við áhyggjur af því að þetta væri ekki aðstoð til bóta og tókum niður bílnúmer til þess að gefa lögreglu þegar hún kæmi á staðinn sem hún gerði aldrei. Ég hringdi aftur í lögreglu og sagði henni frá því sem hafði gerst og að við værum búin að missa sjónar af þessari stúlku. Lögreglan sagði í símann: „Við getum ekkert gert fyrir þessa stelpu," og hafnaði bílnúmerinu. Lögreglan tjáði mér að þetta væri þekktur einstaklingur og þeir hefðu í raun ekki úrræði fyrir hana. Ég fór heim alveg miður mín og fann sárt til með þessari stúlku og ástandi hennar. Daginn eftir heyrði ég svo í konu sem hafði einnig verið vitni að þessu atviki og sú hafði fundið út nafn hennar. Ég googlaði nafnið og þá komu upp 3 síður á google um hvarf hennar og fund þannig að þetta ástand var ekki einsdæmi. Ég var reið út í lögregluna að bregðast ekki við bón okkar um aðstoð en fór svo að hugsa að ef þetta væri ástand hennar allar helgar þá væri mjög erfitt fyrir lögregluna að sitja um fyrir henni og halda henni. Ástand þeirra krakka sem velja sér þessa leið í lífinu er ekki óþekkt, þessir krakkar eru ekki villingar og gera þetta ekki að gamni sínu. Þessir krakkar hafa mögulega ríka ástæðu fyrir þessu, en þetta er hróp á hjálp sem er ekki verið að veita þeim, þessir krakkar eru ekki að deyfa sig út af engu. Ég hef lesið mikið af skrifum um þennan vanda og ég tel ríkulega þörf á frekari úrræðum fyrir þennan hóp. Ég geri mér grein fyrir því að sumum er erfitt að bjarga. Að lögreglan geri allt sitt besta til þess að veita sjúkum skjól og ummönnun í neyð. En hvað með þá sem er aðeins erfiðara að koma til móts við – á bara að útiloka þá, láta sem þeir séu ekki til af því það er of mikið vandamál. Því meira vandamál, þeim mun meiri hjálp er nauðsynleg hefði ég haldið. Hvað ef þetta hefði verið kvöldið sem hún hefði tekið of stóran skammt og dáið? Eftir þessa reynslu á ég eftir að hugsa mig tvisvar um hvort ég hringi og biðji um aðstoð. Ég vil jú ekki ómaka þá með símtali þó ég telji þess þurfa. Ég veit að lögreglan hefur haft tíma til að sekta í Ártúnsbrekkunni daglega og á Sæbrautinni. Þar sem peninga er að fá virðist lögreglan niðurkomin. En þegar það er líf ungrar konu í annarlegu ástandi þá er það of mikið ómak. Jú, af því hún hefur gert þetta oftar en einu sinni og er þekkt fyrir þessar uppákomur. Ég hvet lögreglu til þess að taka ábendingum þeirra sem hringja alvarlega. Ég hef miklar áhyggjur af því að þetta sé stundað innan lögreglu. Að börn undir áhrifum eiturlyfja og áfengis á almanna færi séu hunsuð vegna þess að þetta eru einstaklingar sem eru það langt komnir að það þýðir ekki að skipta sér af þeim. Er þetta í lagi? Er þetta sú löggæsla sem við höfum tamið okkur? Er þetta Ísland í dag?
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar