Jákvæð samræða eða dómharka og stimplun? Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. Kosningabaráttan er í hámarki í samfélaginu öllu, allt frá kaffistofum og eldhúsborðum til fjölmiðla og stræta. Fólk tekst á, leitar leiða til að sannfæra hvert annað, vinna félagana á sitt band, afla atkvæða fyrir sinn frambjóðanda. Þetta ferli getur verið ljómandi skemmtilegt, umræðan gagnleg og hleypt lífi í hversdaginn en það getur líka tekið á, dregið niður, skapað neikvæðni og átök. Ekki aðeins fyrir frambjóðendur og hörðustu stuðningsmenn þeirra heldur alla. Því að þrátt fyrir allt tal um nýtt Ísland, þjóðfundi og ný gildi getum við, þessi fámenna þjóð á eyjunni í Atlantshafi, sýnt samferðamönnum okkar, hvert öðru, ótrúlega neikvæðni, fyrirlitningu og virðingarleysi, ekki síst þegar kemur að kosningum. Sá sem ekki kýs A heldur B er dæmdur og flokkaður í stað þess að virðing sé borin fyrir skoðunum hans og gildum. Þetta er áberandi í samfélagi nútímans þar sem aðgangur að netmiðlum er óheftur og fólki gefst auk þess kostur á að hringja í fjölmiðla og tjá sig dag hvern. Við berum öll ábyrgð á að móta samfélagið og koma þannig fram við samferðamenn okkar að þeir geti verið stoltir af sínum lýðræðislegu skoðunum þó þær séu aðrar en okkar. Klínum ekki merkimiðum á skoðanir annarra og drögum úr dómhörkunni! Sýnum hvert öðru þá virðingu að virða lýðræðislegt frelsi okkar sem einstaklinga til að kjósa þann frambjóðanda sem við sjálf viljum án þess að uppskera andúð, fordóma og virðingarleysi frá fólkinu sem við umgöngumst. Það sýnir hvorki víðsýni, umburðarlyndi né mannúð að fordæma val annarra og stimpla þá og flokka sem lakari eða óskynsamari þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Það er bæði þröngsýni og hroki að líta niður á þá samferðamenn sem eru þér ósammála og það á ekki aðeins við í þessum kosningum heldur öllum. Kjarni lýðræðisins er rétturinn til að hafa skoðun, vera ósammála, en lifa í sátt og virða samferðafólk sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. Kosningabaráttan er í hámarki í samfélaginu öllu, allt frá kaffistofum og eldhúsborðum til fjölmiðla og stræta. Fólk tekst á, leitar leiða til að sannfæra hvert annað, vinna félagana á sitt band, afla atkvæða fyrir sinn frambjóðanda. Þetta ferli getur verið ljómandi skemmtilegt, umræðan gagnleg og hleypt lífi í hversdaginn en það getur líka tekið á, dregið niður, skapað neikvæðni og átök. Ekki aðeins fyrir frambjóðendur og hörðustu stuðningsmenn þeirra heldur alla. Því að þrátt fyrir allt tal um nýtt Ísland, þjóðfundi og ný gildi getum við, þessi fámenna þjóð á eyjunni í Atlantshafi, sýnt samferðamönnum okkar, hvert öðru, ótrúlega neikvæðni, fyrirlitningu og virðingarleysi, ekki síst þegar kemur að kosningum. Sá sem ekki kýs A heldur B er dæmdur og flokkaður í stað þess að virðing sé borin fyrir skoðunum hans og gildum. Þetta er áberandi í samfélagi nútímans þar sem aðgangur að netmiðlum er óheftur og fólki gefst auk þess kostur á að hringja í fjölmiðla og tjá sig dag hvern. Við berum öll ábyrgð á að móta samfélagið og koma þannig fram við samferðamenn okkar að þeir geti verið stoltir af sínum lýðræðislegu skoðunum þó þær séu aðrar en okkar. Klínum ekki merkimiðum á skoðanir annarra og drögum úr dómhörkunni! Sýnum hvert öðru þá virðingu að virða lýðræðislegt frelsi okkar sem einstaklinga til að kjósa þann frambjóðanda sem við sjálf viljum án þess að uppskera andúð, fordóma og virðingarleysi frá fólkinu sem við umgöngumst. Það sýnir hvorki víðsýni, umburðarlyndi né mannúð að fordæma val annarra og stimpla þá og flokka sem lakari eða óskynsamari þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Það er bæði þröngsýni og hroki að líta niður á þá samferðamenn sem eru þér ósammála og það á ekki aðeins við í þessum kosningum heldur öllum. Kjarni lýðræðisins er rétturinn til að hafa skoðun, vera ósammála, en lifa í sátt og virða samferðafólk sitt.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar