Að greiða sín fósturlaun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda. Þau grímulausu skilaboð þarf almenningur í landinu að hugleiða vel, því þarna sjáum við svart á hvítu hvað sjálfstæðismenn eru í raun og veru að hugsa: Þeir telja að milljarða umframarður af sjávarútvegi sé betur kominn í höndum einstakra aðila heldur en í samfélagssjóðum, þar sem hann getur nýst til samfélagslegra verkefna. Loforð Einars K. Guðfinnssonar og einhverra fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám veiðigjalda þarf ekki að koma á óvart. Þeir hinir sömu þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeir ganga erinda LÍÚ og engra annarra. Það er raunalegt í ljósi þeirra miklu almannahagsmuna sem hér eru í húfi. Yfirvarpið sem þeir nota er að arður útgerðarinnar sé best kominn innan hennar – þar sem hann nýtist í að „borga laun, greiða skatta og fjárfesta í atvinnutækjum- og tækifærum" eins og það er orðað. Stöldrum aðeins við þetta með skattana og fjárfestingarnar . Staðreynd er að á síðustu tíu árum hefur útgerðin greitt að meðaltali einn milljarð á ári í tekjuskatt. Til þess að setja þá upphæð í eitthvert samhengi má nefna að hreinn rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51 milljarður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, og framlegð greinarinnar (EBIDTA) var 28,9% sem er með því mesta sem þekkist. Hvað varðar launakostnaðinn þá hafa laun sjaldan verið lægra hlutfall af vinnsluvirði í sjávarútvegi en síðustu ár (u.þ.b. 60% í veiðum, 40% í vinnslu). Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aldrei verið meira en síðasta ár, 240 milljarðar, sem er svipað og útflutningsverðmæti áls og þrefalt meira en ferðaþjónustu. Þessar tölur sýna hverju þjóðarauðlindin er að skila útgerðinni. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu lítið af arði sjávarútvegsins hefur farið í fjárfestingar innan greinarinnar undanfarna áratugi, sé eitthvað að marka þeirra eigin orð og yfirlýsingar um það efni. Sömuleiðis er það umhugsunarefni hversu lítið hefur skilað sér til ríkissjóðs í formi tekjuskatts þegar sjávarútvegurinn er svo vel aflögufær sem hagtölur sýna. Þjóðin sem eigandi fiskveiðiauðlindarinnar á sjálfsagt tilkall til þess að njóta góðs af hinni miklu og góðu afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Henni ber mun stærri skerfur en hún hefur fengið hingað til. Við þurfum að byggja brýr, grafa jarðgöng, halda uppi félags- og heilbrigðisþjónustu, efla menningar- og listalíf, styrkja samfélagslega innviði, rannsóknir, vísindi og fleira. Það er samfélagssjóðurinn – ríkissjóður – sem stendur undir þeirri samneyslu og þjónustu við almenning. Sjávarútvegurinn er ein arðbærasta atvinnugrein landsins um þessar mundir og ekki nema sjálfsagt að hann láti af hendi rakna sanngjarnan hlut af umframarði sínum. Það er íslenskt samfélag sem hefur byggt upp þessa arðbæru atvinnugrein og fóstrað hana – því er eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði samfélagi sínu sanngjörn fósturlaun. Veiðigjaldið mun ekki kollvarpa neinni útgerð hvað þá heldur atvinnugreininni í heild sinni. Veiðigjaldið hækkar í áföngum á næstu árum. Enginn mun greiða fullt veiðigjald fyrr en að fimm árum liðnum. Gjaldið verður stighækkandi á því tímabili og svo hefur verið búið um hnúta að útgerðir sem skuldsettu sig vegna kvótakaupa 2001-2011 ráði við að greiða gjaldið, enda sanngirnismál að einstök fyrirtæki fari ekki um koll vegna ákvarðana stjórnvalda. Hafa ber í huga að veiðigjaldið er lagt á umframgróða útgerðarinnar þegar búið er að reikna til frádráttar allan rekstrarkostnað hennar, þar með talinn launakostnað og það sem talist getur eðlilegur arður eða ávöxtun útgerðarinnar. Þegar búið er að taka þetta allt frá, þá stendur eftir umframarður sem veiðigjaldið er lagt á. Það sér það hver maður í hendi sér að greinin mun vel bera slíka gjaldtöku. Hryggilegt hefur verið að horfa upp á þingmenn Sjálfstæðisflokksins berjast gegn veiðigjaldinu og þeim uppbyggingaráformum sem því tengjast. Með oddi og egg hafa þeir þar með lagt stein í götu atvinnusköpunar og nauðsynlegrar uppbyggingar á samfélagsinnviðum eftir efnahagshrunið. Að sama skapi er nöturlegt að fylgjast með framgöngu LÍÚ í þessu máli – samtaka atvinnugreinar sem þetta samfélag hefur alið af sér og veitt nánast endurgjaldslausan aðgang að einni dýrmætustu þjóðarauðlind okkar Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda. Þau grímulausu skilaboð þarf almenningur í landinu að hugleiða vel, því þarna sjáum við svart á hvítu hvað sjálfstæðismenn eru í raun og veru að hugsa: Þeir telja að milljarða umframarður af sjávarútvegi sé betur kominn í höndum einstakra aðila heldur en í samfélagssjóðum, þar sem hann getur nýst til samfélagslegra verkefna. Loforð Einars K. Guðfinnssonar og einhverra fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám veiðigjalda þarf ekki að koma á óvart. Þeir hinir sömu þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeir ganga erinda LÍÚ og engra annarra. Það er raunalegt í ljósi þeirra miklu almannahagsmuna sem hér eru í húfi. Yfirvarpið sem þeir nota er að arður útgerðarinnar sé best kominn innan hennar – þar sem hann nýtist í að „borga laun, greiða skatta og fjárfesta í atvinnutækjum- og tækifærum" eins og það er orðað. Stöldrum aðeins við þetta með skattana og fjárfestingarnar . Staðreynd er að á síðustu tíu árum hefur útgerðin greitt að meðaltali einn milljarð á ári í tekjuskatt. Til þess að setja þá upphæð í eitthvert samhengi má nefna að hreinn rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51 milljarður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, og framlegð greinarinnar (EBIDTA) var 28,9% sem er með því mesta sem þekkist. Hvað varðar launakostnaðinn þá hafa laun sjaldan verið lægra hlutfall af vinnsluvirði í sjávarútvegi en síðustu ár (u.þ.b. 60% í veiðum, 40% í vinnslu). Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aldrei verið meira en síðasta ár, 240 milljarðar, sem er svipað og útflutningsverðmæti áls og þrefalt meira en ferðaþjónustu. Þessar tölur sýna hverju þjóðarauðlindin er að skila útgerðinni. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu lítið af arði sjávarútvegsins hefur farið í fjárfestingar innan greinarinnar undanfarna áratugi, sé eitthvað að marka þeirra eigin orð og yfirlýsingar um það efni. Sömuleiðis er það umhugsunarefni hversu lítið hefur skilað sér til ríkissjóðs í formi tekjuskatts þegar sjávarútvegurinn er svo vel aflögufær sem hagtölur sýna. Þjóðin sem eigandi fiskveiðiauðlindarinnar á sjálfsagt tilkall til þess að njóta góðs af hinni miklu og góðu afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Henni ber mun stærri skerfur en hún hefur fengið hingað til. Við þurfum að byggja brýr, grafa jarðgöng, halda uppi félags- og heilbrigðisþjónustu, efla menningar- og listalíf, styrkja samfélagslega innviði, rannsóknir, vísindi og fleira. Það er samfélagssjóðurinn – ríkissjóður – sem stendur undir þeirri samneyslu og þjónustu við almenning. Sjávarútvegurinn er ein arðbærasta atvinnugrein landsins um þessar mundir og ekki nema sjálfsagt að hann láti af hendi rakna sanngjarnan hlut af umframarði sínum. Það er íslenskt samfélag sem hefur byggt upp þessa arðbæru atvinnugrein og fóstrað hana – því er eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði samfélagi sínu sanngjörn fósturlaun. Veiðigjaldið mun ekki kollvarpa neinni útgerð hvað þá heldur atvinnugreininni í heild sinni. Veiðigjaldið hækkar í áföngum á næstu árum. Enginn mun greiða fullt veiðigjald fyrr en að fimm árum liðnum. Gjaldið verður stighækkandi á því tímabili og svo hefur verið búið um hnúta að útgerðir sem skuldsettu sig vegna kvótakaupa 2001-2011 ráði við að greiða gjaldið, enda sanngirnismál að einstök fyrirtæki fari ekki um koll vegna ákvarðana stjórnvalda. Hafa ber í huga að veiðigjaldið er lagt á umframgróða útgerðarinnar þegar búið er að reikna til frádráttar allan rekstrarkostnað hennar, þar með talinn launakostnað og það sem talist getur eðlilegur arður eða ávöxtun útgerðarinnar. Þegar búið er að taka þetta allt frá, þá stendur eftir umframarður sem veiðigjaldið er lagt á. Það sér það hver maður í hendi sér að greinin mun vel bera slíka gjaldtöku. Hryggilegt hefur verið að horfa upp á þingmenn Sjálfstæðisflokksins berjast gegn veiðigjaldinu og þeim uppbyggingaráformum sem því tengjast. Með oddi og egg hafa þeir þar með lagt stein í götu atvinnusköpunar og nauðsynlegrar uppbyggingar á samfélagsinnviðum eftir efnahagshrunið. Að sama skapi er nöturlegt að fylgjast með framgöngu LÍÚ í þessu máli – samtaka atvinnugreinar sem þetta samfélag hefur alið af sér og veitt nánast endurgjaldslausan aðgang að einni dýrmætustu þjóðarauðlind okkar Íslendinga.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun