Áhersla lögð á sérhæfingu 27. júní 2012 13:30 Starfsmenn Lagnatækni búa yfir fjölbreyttri reynslu. Mynd/GVA Lagnatækni var stofnað árið 1986 og er sérhæfð hönnunar- og ráðgjafarstofa á sviði lagna- og loftræstikerfa. Fyrirtækið byggir á mikilli og fjölbreyttri reynslu og hefur lagt metnað sinn í að fylgja verkum eftir frá fyrstu tillögum að fullbúnum kerfum. Kristján Oddur Sæbjörnsson, vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir verkefni stofunnar ná til ólíkra gerða bygginga fyrir nánast öll svið samfélagsins, hvort sem um er að ræða opinberar framkvæmdir eða fyrir einkaaðila. „Við höfum til dæmis unnið að mörgum sérhæfðum og krefjandi verkefnum fyrir lyfjaiðnaðinn, bæði hérlendis og erlendis. Þau verkefni hafa meðal annars verið á Möltu og Indlandi. Það er gaman frá því að segja að með því hefur Lagnatækni fengist við hönnun loftræstikerfa við afar ólíkar aðstæður, allt frá okkar svala og þurra umhverfi á Íslandi til heitra og rakra svæða jarðarinnar. Byggingar í þessum geira krefjast flókinna lagna- og loftræstikerfa og þar höfum við byggt upp mikla sérþekkingu. Það gildir bæði um lyfjaverksmiðjur sem og ýmsar rannsóknarbyggingar." Kristján segir slík verkefni vera mjög krefjandi enda þarf afar flókin og sérhæfð kerfi fyrir lyfjaiðnaðinn. „Um er að ræða alls kyns lagna- og loftræstikerfi í slíkum iðnaði. Lyfjageirinn krefst þar að auki þess að kerfin séu gilduð og fari í gegnum viðamiklar móttökuúttektir." Lagnatækni tók þátt í samkeppni um forhönnun nýs Landspítala árið 2010 sem hluti af SPITAL hópnum. Hópurinn vann samkeppnina og hefur síðan frá haustinu sama ár unnið að greiningu og forhönnun verkefnisins. Kristján segir þekkingargrunn Lagnatækni hafa styrkst enn frekar og að fyrirtækið hafi öðlast mikla yfirsýn yfir alla gerð lagna- og loftræstikerfa í nútíma sjúkrahúsum. Fyrirtækið hefur þar að auki lagt metnað sinn í að vera í fararbroddi hvað varðar ástandsskoðanir, úttektir og stillingu lagna- og loftræstikerfa og hefur jafnan til staðar kvörðuð mælitæki til þess. Lagnatækni hefur frá árinu 2004 notast við hlutbundna hönnun (BIM) og hefur með því öðlast áralanga reynslu við upplýsingalíkön. Umfangsmikil reynsla starfsmanna Lagnatækni skilar sér í traustum og hagkvæmum lausnum viðfangsefna. Í dag vinna sjö verk- og tæknifræðingar hjá fyrirtækinu en benda má á heimasíðu þess; lagnataekni.is. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Lagnatækni var stofnað árið 1986 og er sérhæfð hönnunar- og ráðgjafarstofa á sviði lagna- og loftræstikerfa. Fyrirtækið byggir á mikilli og fjölbreyttri reynslu og hefur lagt metnað sinn í að fylgja verkum eftir frá fyrstu tillögum að fullbúnum kerfum. Kristján Oddur Sæbjörnsson, vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir verkefni stofunnar ná til ólíkra gerða bygginga fyrir nánast öll svið samfélagsins, hvort sem um er að ræða opinberar framkvæmdir eða fyrir einkaaðila. „Við höfum til dæmis unnið að mörgum sérhæfðum og krefjandi verkefnum fyrir lyfjaiðnaðinn, bæði hérlendis og erlendis. Þau verkefni hafa meðal annars verið á Möltu og Indlandi. Það er gaman frá því að segja að með því hefur Lagnatækni fengist við hönnun loftræstikerfa við afar ólíkar aðstæður, allt frá okkar svala og þurra umhverfi á Íslandi til heitra og rakra svæða jarðarinnar. Byggingar í þessum geira krefjast flókinna lagna- og loftræstikerfa og þar höfum við byggt upp mikla sérþekkingu. Það gildir bæði um lyfjaverksmiðjur sem og ýmsar rannsóknarbyggingar." Kristján segir slík verkefni vera mjög krefjandi enda þarf afar flókin og sérhæfð kerfi fyrir lyfjaiðnaðinn. „Um er að ræða alls kyns lagna- og loftræstikerfi í slíkum iðnaði. Lyfjageirinn krefst þar að auki þess að kerfin séu gilduð og fari í gegnum viðamiklar móttökuúttektir." Lagnatækni tók þátt í samkeppni um forhönnun nýs Landspítala árið 2010 sem hluti af SPITAL hópnum. Hópurinn vann samkeppnina og hefur síðan frá haustinu sama ár unnið að greiningu og forhönnun verkefnisins. Kristján segir þekkingargrunn Lagnatækni hafa styrkst enn frekar og að fyrirtækið hafi öðlast mikla yfirsýn yfir alla gerð lagna- og loftræstikerfa í nútíma sjúkrahúsum. Fyrirtækið hefur þar að auki lagt metnað sinn í að vera í fararbroddi hvað varðar ástandsskoðanir, úttektir og stillingu lagna- og loftræstikerfa og hefur jafnan til staðar kvörðuð mælitæki til þess. Lagnatækni hefur frá árinu 2004 notast við hlutbundna hönnun (BIM) og hefur með því öðlast áralanga reynslu við upplýsingalíkön. Umfangsmikil reynsla starfsmanna Lagnatækni skilar sér í traustum og hagkvæmum lausnum viðfangsefna. Í dag vinna sjö verk- og tæknifræðingar hjá fyrirtækinu en benda má á heimasíðu þess; lagnataekni.is.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira