Kraftmikil verkfræðistofa sem fagnar áttatíu ára afmæli á árinu 27. júní 2012 15:00 Verkís fagnaði áttatíu ára afmæli stofunnar með glæsilegum tónleikum í Hörpu þann 11. maí. mynd/maría kjartansdóttir Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Fyrirtækið rekur uppruna sinn til ársins 1932 og fagnar því áttatíu ára afmæli á árinu. Það hefur alltaf lagt mikla áherslu á orkumál en undanfarið hefur þjónusta við stóriðju spilað ört stækkandi hlutverk. Verkís er elsta verkfræðistofa landsins og hefur áratugalanga reynslu og þekkingu sem skilar sér í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum. Verkís býr yfir sérfræðiþekkingu sem spannar allar þarfir framkvæmdaaðila allt frá fyrstu hugmynd til verkloka. Að auki býður Verkís þjónustu við margháttuð rekstrar- og viðhaldsverkefni, bæði fyrir einkaaðila sem og opinbera.Áhersla á orkumálin „Við hjá Verkís höfum lagt megináherslu á orkumál í gegnum tíðina. Starfsfólk Verkís hefur tekið veigamikinn þátt í hönnun allflestra vatnsaflsvirkjana á Íslandi. Við höfum líka komið að öllum jarðvarmavirkjunum á Íslandi og vorum leiðandi í hitaveituvæðingu landsins," segir Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís. „Orkumál hafa alltaf verið okkur mjög hugleikin og verið mjög stór þáttur í okkar þjónustu." Fleiri verkefni í stóriðjuVerkís hefur átt stóran þátt í byggingu orkuversins við Svartsengi í gegnum árin en það er eitt af fjölmörgum jarðvarmaverkefnum fyrirtækisins.Í seinni tíð hefur þjónusta við stóriðju spilað ört stækkandi hlutverk í rekstri stofunnar. „Verkís er aðili að sérhæfða þjónustufyrirtækinu HRV, sem veitir álverunum þremur á landinu fjölbreytta tækniþjónustu. Að auki veitir Verkís sveitarfélögum víðtæka þjónustu í umhverfis- og samgöngumálum," segir Sveinn. Hann segir byggingasvið Verkís einnig vera öflugt en það þjónustar byggingaraðila, verktaka og aðra þá sem eru að byggja atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar, en veitir einnig þjónustu í viðhaldi og viðgerðum húsnæðis fyrir einkaaðila. Verkís er með fimm útibú um allt land en þau veita almenna verkfræðiþjónusta til einkaaðila, sveitarfélaga og ríkis. Verkefni erlendisSveinn Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri.mynd/gvaHjá Verkís starfa yfir 300 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum. „Stefna Verkís er að vera áfram öflugur þjónustuaðili í öllum þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur hér innanlands. Við erum með talsvert af verkefnum úti um allan heim, mest á sviði orkumála. Við stefnum að því að útvíkka þjónustuframboð okkar erlendis með því að bjóða upp á almenna verkfræðiþjónustu í löndunum í kringum okkur og erum byrjuð á því. Við erum til dæmis með nokkur verkefni á Grænlandi og í Noregi." Sérstaða fyrirtækisinsVerkís leiddi alþjóðlegan hönnunarhóp við Kárahnjúkavirkjun og hefur komið að hönnun flestra vatnsaflsvirkjana á Íslandi.Styrkur Verkís felst meðal annars í því að á einum og sama stað geta viðskiptavinir sótt alla hefðbundna verkfræðiráðgjöf auk þeirrar stoðþjónustu sem er órjúfanlegur hluti af undirbúningi og rekstri flókinna verkefna. Starfsemin og öll þjónusta er unnin eftir vottuðu gæðakerfi samkvæmt ISO 9001-staðlinum. Auk þess fylgir Verkís metnaðarfullri stefnu í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og eru umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins í vottunarferli. Jafnrétti er í hávegum haft hjá fyrirtækinu. „Við fengum áþreifanlega sönnun á því að hér sé jafnrétti í launamálum þegar við fórum í gegnum jafnlaunaúttekt hjá PWC og fengum þá niðurstöðu að það sé ekki marktækur munur á launum kynjanna hér á stofunni," segir Sveinn. Áttatíu ára afmæli Lýsingarhönnun og viðhald bygginga eru tveir af þeim fjölmörgum þjónustuþáttum sem Verkís býður upp á.Fyrirtækið fagnar áttræðisafmæli á árinu og byggir því á mjög traustum grunni. „Við höfum í gegnum tíðina safnað að okkur mikilli reynslu og höfum leyst mörg verkefni á öllum sviðum. Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessum háa aldri og höldum reglulega upp á afmælið á árinu. Við héldum meðal annars glæsilega tónleika í maí og ráðgerum að halda ráðstefnu í haust með áherslu á orkumál," segir Sveinn. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Fyrirtækið rekur uppruna sinn til ársins 1932 og fagnar því áttatíu ára afmæli á árinu. Það hefur alltaf lagt mikla áherslu á orkumál en undanfarið hefur þjónusta við stóriðju spilað ört stækkandi hlutverk. Verkís er elsta verkfræðistofa landsins og hefur áratugalanga reynslu og þekkingu sem skilar sér í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum. Verkís býr yfir sérfræðiþekkingu sem spannar allar þarfir framkvæmdaaðila allt frá fyrstu hugmynd til verkloka. Að auki býður Verkís þjónustu við margháttuð rekstrar- og viðhaldsverkefni, bæði fyrir einkaaðila sem og opinbera.Áhersla á orkumálin „Við hjá Verkís höfum lagt megináherslu á orkumál í gegnum tíðina. Starfsfólk Verkís hefur tekið veigamikinn þátt í hönnun allflestra vatnsaflsvirkjana á Íslandi. Við höfum líka komið að öllum jarðvarmavirkjunum á Íslandi og vorum leiðandi í hitaveituvæðingu landsins," segir Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís. „Orkumál hafa alltaf verið okkur mjög hugleikin og verið mjög stór þáttur í okkar þjónustu." Fleiri verkefni í stóriðjuVerkís hefur átt stóran þátt í byggingu orkuversins við Svartsengi í gegnum árin en það er eitt af fjölmörgum jarðvarmaverkefnum fyrirtækisins.Í seinni tíð hefur þjónusta við stóriðju spilað ört stækkandi hlutverk í rekstri stofunnar. „Verkís er aðili að sérhæfða þjónustufyrirtækinu HRV, sem veitir álverunum þremur á landinu fjölbreytta tækniþjónustu. Að auki veitir Verkís sveitarfélögum víðtæka þjónustu í umhverfis- og samgöngumálum," segir Sveinn. Hann segir byggingasvið Verkís einnig vera öflugt en það þjónustar byggingaraðila, verktaka og aðra þá sem eru að byggja atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar, en veitir einnig þjónustu í viðhaldi og viðgerðum húsnæðis fyrir einkaaðila. Verkís er með fimm útibú um allt land en þau veita almenna verkfræðiþjónusta til einkaaðila, sveitarfélaga og ríkis. Verkefni erlendisSveinn Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri.mynd/gvaHjá Verkís starfa yfir 300 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum. „Stefna Verkís er að vera áfram öflugur þjónustuaðili í öllum þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur hér innanlands. Við erum með talsvert af verkefnum úti um allan heim, mest á sviði orkumála. Við stefnum að því að útvíkka þjónustuframboð okkar erlendis með því að bjóða upp á almenna verkfræðiþjónustu í löndunum í kringum okkur og erum byrjuð á því. Við erum til dæmis með nokkur verkefni á Grænlandi og í Noregi." Sérstaða fyrirtækisinsVerkís leiddi alþjóðlegan hönnunarhóp við Kárahnjúkavirkjun og hefur komið að hönnun flestra vatnsaflsvirkjana á Íslandi.Styrkur Verkís felst meðal annars í því að á einum og sama stað geta viðskiptavinir sótt alla hefðbundna verkfræðiráðgjöf auk þeirrar stoðþjónustu sem er órjúfanlegur hluti af undirbúningi og rekstri flókinna verkefna. Starfsemin og öll þjónusta er unnin eftir vottuðu gæðakerfi samkvæmt ISO 9001-staðlinum. Auk þess fylgir Verkís metnaðarfullri stefnu í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og eru umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins í vottunarferli. Jafnrétti er í hávegum haft hjá fyrirtækinu. „Við fengum áþreifanlega sönnun á því að hér sé jafnrétti í launamálum þegar við fórum í gegnum jafnlaunaúttekt hjá PWC og fengum þá niðurstöðu að það sé ekki marktækur munur á launum kynjanna hér á stofunni," segir Sveinn. Áttatíu ára afmæli Lýsingarhönnun og viðhald bygginga eru tveir af þeim fjölmörgum þjónustuþáttum sem Verkís býður upp á.Fyrirtækið fagnar áttræðisafmæli á árinu og byggir því á mjög traustum grunni. „Við höfum í gegnum tíðina safnað að okkur mikilli reynslu og höfum leyst mörg verkefni á öllum sviðum. Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessum háa aldri og höldum reglulega upp á afmælið á árinu. Við héldum meðal annars glæsilega tónleika í maí og ráðgerum að halda ráðstefnu í haust með áherslu á orkumál," segir Sveinn.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira