Ari Trausti er traustsins verður Brynja Tomer skrifar 25. júní 2012 06:00 „Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð," hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. Sjálf hafði ég kynnst honum lítillega fyrir mörgum árum, er hann miðlaði Ítölum af reynslu sinni og þekkingu í tengslum við sýningu og útgáfu bókar um Ísland. Allt samstarf við Ara Trausta var eins og best varð á kosið, allt sem hann sagði stóðst eins og stafur á bók og ítölsku menninga- og menntamálayfirvöldin voru ákaflega ánægð með samskiptin og kynnin af honum. Fannst hann traustur, greindur og kúltíveraður. Áhugi og virðing Ara Trausta fyrir náttúrunni skiptir miklu máli, sem og innsæi og þekking á ólíkum menningarheimum. Það er kostur að forseti Íslands láti sér annt um náttúruna, ekki eingöngu þá íslensku, heldur móður náttúru í öllu sínu veldi. Mér finnst kostur að hann skuli ekki tengjast pólitík í hefðbundnum skilningi þess orðs og sérstaklega er ég hrifin af því hversu hreinn og beinn hann er. Hann kemur einfaldlega til dyranna eins og hann er klæddur. Ég veit að sátt getur skapast um hann sem forseta þjóðarinnar. Hvaða Íslendingur sem er getur verið stoltur af forseta sem talar fimm tungumál reiprennandi, að ekki sé talað um þá yfirgripsmiklu og víðtæku þekkingu sem Ari Trausti býr yfir. Ég er steinhissa á því að skoðanakannanir skuli ekki sýna meira fylgi við þennan glæsilega frambjóðanda og hvet menn til að horfa á kynningarþætti á RÚV-vefnum, þar sem frambjóðendur leggja spilin á borðið. Mér finnst við lánsöm þjóð að eiga þess kost að eignast forseta eins og Ara Trausta Guðmundsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð," hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. Sjálf hafði ég kynnst honum lítillega fyrir mörgum árum, er hann miðlaði Ítölum af reynslu sinni og þekkingu í tengslum við sýningu og útgáfu bókar um Ísland. Allt samstarf við Ara Trausta var eins og best varð á kosið, allt sem hann sagði stóðst eins og stafur á bók og ítölsku menninga- og menntamálayfirvöldin voru ákaflega ánægð með samskiptin og kynnin af honum. Fannst hann traustur, greindur og kúltíveraður. Áhugi og virðing Ara Trausta fyrir náttúrunni skiptir miklu máli, sem og innsæi og þekking á ólíkum menningarheimum. Það er kostur að forseti Íslands láti sér annt um náttúruna, ekki eingöngu þá íslensku, heldur móður náttúru í öllu sínu veldi. Mér finnst kostur að hann skuli ekki tengjast pólitík í hefðbundnum skilningi þess orðs og sérstaklega er ég hrifin af því hversu hreinn og beinn hann er. Hann kemur einfaldlega til dyranna eins og hann er klæddur. Ég veit að sátt getur skapast um hann sem forseta þjóðarinnar. Hvaða Íslendingur sem er getur verið stoltur af forseta sem talar fimm tungumál reiprennandi, að ekki sé talað um þá yfirgripsmiklu og víðtæku þekkingu sem Ari Trausti býr yfir. Ég er steinhissa á því að skoðanakannanir skuli ekki sýna meira fylgi við þennan glæsilega frambjóðanda og hvet menn til að horfa á kynningarþætti á RÚV-vefnum, þar sem frambjóðendur leggja spilin á borðið. Mér finnst við lánsöm þjóð að eiga þess kost að eignast forseta eins og Ara Trausta Guðmundsson.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar