Saumaklúbbur sameinast um Þóru 23. júní 2012 09:00 Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Við erum níu vinkonurnar. Lögfræðingur, grunnskólakennari, aðstoðarleikskólastjóri, ráðherra, rússneskufræðingur, borgarfulltrúi, hagfræðingur, matselja og tölvunarfræðingur. Við eigum misstórar fjölskyldur og búum á mun stærra svæði en þegar við vorum litlar. Höfum flutt víðsvegar um landið og búið erlendis um lengri og skemmri tíma. Við erum ósammála um margt. Sérstaklega pólitík. Sumar eru borgaralegar, aðrar róttækar og enn öðrum leiðast svona skilgreiningar. Hrunið hafði mismikil áhrif á okkur og við erum ekki sammála hverjum það er um að kenna. Við vorum ósammála um Icesave, við erum ósammála um störf ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandið, stjórnarskránna og höfum í gegnum tíðina verið ósammála um mjög margt annað. En við erum sammála um eitt. Við erum allar sem ein sannfærðar um að Þóra Arnórsdóttir sé okkar besti kostur sem næsti forseti Íslands. Konan sem bauð sig til forsætis þunguð af framtíðinni. Við treystum henni til að verða forseti okkar allra, til að standa fyrir uppbyggilegu samtali, bæði innanlands sem og við erlendar þjóðir, til að taka erfiðar ákvarðanir og til að stuðla að sátt og samlyndi sem svo sárlega hefur skort í samfélagi okkar að undanförnu. Eyjan okkar, Ísland, er ástæðan fyrir því að við erum þjóð. Við búum saman á þessu afmarkaða svæði. Annars erum við afar fjölbreytilegur hópur, komum úr ólíkum fjölskyldum, vinnum fjölbreytt störf og erum ósammála um margt. En við myndum öll eina heild sem á sameiginlega afar mikilvæga hagsmuni. Þess vegna sameinumst við um Þóru. Við sameinumst um Þóru því við þurfum heiðarlegan forseta sem lyftir okkur úr hjólförum skotgrafahernaðar. Yfirvegaðan forseta sem lyftir orðræðunni á hærra plan. Hugrakkan og greindan forseta til að takast á við nýja tíma. Við þurfum einlægan forseta sem virðir fjölbreytileika þjóðarinnar, sem leiðir saman ólík sjónarmið og sameinar fólk um að gera sitt besta til að stuðla að betri framtíð heildarinnar. Bjartri framtíð þjóðarinnar. Við þurfum forseta sem þykir vænt um sína þjóð. Sameinumst! Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä Benedikta Birgisdóttir Birna Íris Jónsdóttir Erna Guðrún Kaaber Halldóra Guðmundsdóttir Íris Arna Jóhannsdóttir Katrín Júlíusdóttir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Sóley Tómasdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Við erum níu vinkonurnar. Lögfræðingur, grunnskólakennari, aðstoðarleikskólastjóri, ráðherra, rússneskufræðingur, borgarfulltrúi, hagfræðingur, matselja og tölvunarfræðingur. Við eigum misstórar fjölskyldur og búum á mun stærra svæði en þegar við vorum litlar. Höfum flutt víðsvegar um landið og búið erlendis um lengri og skemmri tíma. Við erum ósammála um margt. Sérstaklega pólitík. Sumar eru borgaralegar, aðrar róttækar og enn öðrum leiðast svona skilgreiningar. Hrunið hafði mismikil áhrif á okkur og við erum ekki sammála hverjum það er um að kenna. Við vorum ósammála um Icesave, við erum ósammála um störf ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandið, stjórnarskránna og höfum í gegnum tíðina verið ósammála um mjög margt annað. En við erum sammála um eitt. Við erum allar sem ein sannfærðar um að Þóra Arnórsdóttir sé okkar besti kostur sem næsti forseti Íslands. Konan sem bauð sig til forsætis þunguð af framtíðinni. Við treystum henni til að verða forseti okkar allra, til að standa fyrir uppbyggilegu samtali, bæði innanlands sem og við erlendar þjóðir, til að taka erfiðar ákvarðanir og til að stuðla að sátt og samlyndi sem svo sárlega hefur skort í samfélagi okkar að undanförnu. Eyjan okkar, Ísland, er ástæðan fyrir því að við erum þjóð. Við búum saman á þessu afmarkaða svæði. Annars erum við afar fjölbreytilegur hópur, komum úr ólíkum fjölskyldum, vinnum fjölbreytt störf og erum ósammála um margt. En við myndum öll eina heild sem á sameiginlega afar mikilvæga hagsmuni. Þess vegna sameinumst við um Þóru. Við sameinumst um Þóru því við þurfum heiðarlegan forseta sem lyftir okkur úr hjólförum skotgrafahernaðar. Yfirvegaðan forseta sem lyftir orðræðunni á hærra plan. Hugrakkan og greindan forseta til að takast á við nýja tíma. Við þurfum einlægan forseta sem virðir fjölbreytileika þjóðarinnar, sem leiðir saman ólík sjónarmið og sameinar fólk um að gera sitt besta til að stuðla að betri framtíð heildarinnar. Bjartri framtíð þjóðarinnar. Við þurfum forseta sem þykir vænt um sína þjóð. Sameinumst! Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä Benedikta Birgisdóttir Birna Íris Jónsdóttir Erna Guðrún Kaaber Halldóra Guðmundsdóttir Íris Arna Jóhannsdóttir Katrín Júlíusdóttir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Sóley Tómasdóttir
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar