Tökum engu sem gefnu á degi kvenna Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Heimssýn okkar mannfólksins í árhundruð og fram til ársins 1543 var sú að jörðin væri miðja alheimsins. Tilvist okkar og lífssýn mótaðist út frá þessari „staðreynd“ í árhundruð. Þá, árið 1543, kom Kópernikus fram og sagði: vitið þið hvað, ég bara get ekki þagað yfir þessu lengur, jörðin er ekki miðja alheimsins. Sólin er það. Með því hætti hann mannorði sínu enda tók það hann nokkur ár að telja í sig kjark til þess að leggja fram þessa mjög svo róttæku hugmynd. Þið getið ímyndað ykkur muninn á heimssýn, að líta á jörðina sem miðju alheimsins, (í raun og veru manninn sem miðju), samanborið við að sólin sé miðja alheimsins. Að miðjan standi út fyrir mannskepnuna, að við séum partur af svo miklu stærri heimi. Þar með hófst vísindabyltingin sem átti eftir að umbreyta heiminum. En það gleymist stundum að þegar Kópernikus kom fram með sólmiðjukenninguna árið 1543 þá hafði maður að nafni Aristarkos komist að sömu niðurstöðu tæplega 300 fyrir Krist. Á þessari rannsóknarvinnu byggði Kópernikus niðurstöðu sína. Þetta þýðir einfaldlega að sú kenning sem hefur haft hvað mest áhrif á tilvist okkar lá í dvala í 1.800 ár! Ég ætla að stafa þetta: átján hundruð ár. Og ég vil spyrja ykkur nú: Hvað er það sem liggur ofan í skúffu eða á mælaborðinu í bílnum okkar og við tökum ekki eftir í dag? Eitthvað sem hefur lengi blasað við okkur en við höfum ekki eða erum hætt að veita athygli? Fjórum árum eftir að Ísland hlaut sjálfstæði, árið 1948, var aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku sett í lög. Fyrir rétt rúmum tuttugu árum var hún formlega afnumin. Sum okkar voru alin upp við þá „staðreynd“ sem aðskilnaðarstefnan var og allt sem í henni fólst. Og svo er það önnur en allt öðruvísi „staðreynd“, að það er heil kynslóð af Íslendingum sem ólst upp við það að kona væri forseti lýðveldisins. Margir af þessari kynslóð spurðu foreldra sína árið 1996: getur karlmaður virkilega verið forseti? Fyrir íbúa flestra ríkja heims er þetta vægast sagt róttæk spurning. Til þess að við getum ímyndað okkur annan heim, þar sem kvenfyrirlitning eða skertur hlutur kvenna er hvorki menningar- né stofnanabundin, þurfum við að þekkja fortíðina. En við þurfum líka að hafa hugrekki til þess að halda út í hið óþekkta. Hugrekki til þess að þora framtíðinni. Framtíð sem er allt öðruvísi en samtíminn og sagan. Aðferðir sem eru hugsanlega allt öðruvísi en þær sem við stundum í dag. Stundum verða breytingar í átt að öðruvísi heimi með öðruvísi „staðreyndum” svo róttækar að við tölum um menningarlega stökkbreytingu. Í því felst að hugmyndir okkar um tilveruna eru settar á rönguna, þær umbreytast í eitthvað annað, fyrst og síðast í verund okkar og inni á heimilum. Þær ná að festast í hefðum og efni með tíð og tíma og setjast þannig í hversdagslega vitund okkar. Til þess að breyta á slíkan hátt þarf framtíðarsýn og skapandi hugsun; þ.e.a.s. hæfileikann til þess að þora út í hið óþekkta, elta tilfinningu fyrir einhverju sem við höfum ekki sönnun fyrir, höfum ekki endilega lifað. Femínismi er í raun ekki flóknari en það. Femínismi er að mörgu leyti gríðarlega gott dæmi um framtíðarsýn og skapandi hugsun. Við höfum þessa sterku tilfinningu fyrir því að heimurinn getur verið öðruvísi en hann er í dag. Að hann ætti að vera öðruvísi en hann er í dag. Að hann verði að vera öðruvísi en hann er í dag. Til þess þarf róttæka breytingu, - menningarlega stökkbreytingu, út í hið óþekkta. Kvenréttindafélag Íslands hefur hvatt fólk til þess að sjá fyrir sér hvernig heimurinn geti orðið eftir 50 ár. Hér er mín tilraun: Árið er 2062. Ég sit á ruggustól á veröndinni heima hjá mér, sólin er að setjast og rauðvínið í glasinu ylvolgt. Ég er 87 ára gömul. Ég heiti Hrund og nafn mitt þýðir kona, gyðja eða valkyrja. Ég hef aldrei verið stoltari af nafni mínu en akkúrat núna. Í gærkvöldi – og munum að núna er árið 2062 – í gærkvöldi urðu barnabörnin orðlaus þegar ég sagði þeim frá því að fyrir fimmtíu árum, árið 2012, hefðu verið til alþjóðlegir sáttmálar og lög sem í grundvallaratriðum bentu á að konur væri helmingur mannkyns. Að líkami þeirra væri ekki vígvöllur, að þær hefðu eitthvað um samfélög sín og eigin líkama að segja. Að þær mætti alls ekki beita ofbeldi. Hefur það ekki alltaf verið augljóst? Spurði sú elsta. Enda vita þau ekki betur, blessuð börnin. Þau klökknuðu við þá staðreynd að meira fjármagn fór í stríðstrekstur en friðaruppbyggingu um aldamótin 2000. Grétu yfir börnunum í Karíbahafi sem fæddust beinalaus með gegnsæja húð út af kjarnorkutilraunum erlends ríkis. Þau pissuðu í sig úr hlátri þegar ég sýndi þeim gamlar dömubindaauglýsingar með ljósbláu tíðablóði. Þvílík afneitun! Ég sagði þeim líka frá því að mannskepnan hefði í þúsundir ára talið sig æðri náttúrunni og þeim fannst sú mannskepna frekar hallærisleg. Það vex villt basilíka í garðinum mínum. Mannfólkið er hætt að haltra, það notar nú bæði heilahvelin og samlíðan er miðlægt afl í verundinni. Það sem áður var rusl er núna efniviður og upphaf að nýju lífi. Allt þetta út af menningarlegu stökkbreytingunni árið 2040. Það þurfti ekkert minna til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Heimssýn okkar mannfólksins í árhundruð og fram til ársins 1543 var sú að jörðin væri miðja alheimsins. Tilvist okkar og lífssýn mótaðist út frá þessari „staðreynd“ í árhundruð. Þá, árið 1543, kom Kópernikus fram og sagði: vitið þið hvað, ég bara get ekki þagað yfir þessu lengur, jörðin er ekki miðja alheimsins. Sólin er það. Með því hætti hann mannorði sínu enda tók það hann nokkur ár að telja í sig kjark til þess að leggja fram þessa mjög svo róttæku hugmynd. Þið getið ímyndað ykkur muninn á heimssýn, að líta á jörðina sem miðju alheimsins, (í raun og veru manninn sem miðju), samanborið við að sólin sé miðja alheimsins. Að miðjan standi út fyrir mannskepnuna, að við séum partur af svo miklu stærri heimi. Þar með hófst vísindabyltingin sem átti eftir að umbreyta heiminum. En það gleymist stundum að þegar Kópernikus kom fram með sólmiðjukenninguna árið 1543 þá hafði maður að nafni Aristarkos komist að sömu niðurstöðu tæplega 300 fyrir Krist. Á þessari rannsóknarvinnu byggði Kópernikus niðurstöðu sína. Þetta þýðir einfaldlega að sú kenning sem hefur haft hvað mest áhrif á tilvist okkar lá í dvala í 1.800 ár! Ég ætla að stafa þetta: átján hundruð ár. Og ég vil spyrja ykkur nú: Hvað er það sem liggur ofan í skúffu eða á mælaborðinu í bílnum okkar og við tökum ekki eftir í dag? Eitthvað sem hefur lengi blasað við okkur en við höfum ekki eða erum hætt að veita athygli? Fjórum árum eftir að Ísland hlaut sjálfstæði, árið 1948, var aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku sett í lög. Fyrir rétt rúmum tuttugu árum var hún formlega afnumin. Sum okkar voru alin upp við þá „staðreynd“ sem aðskilnaðarstefnan var og allt sem í henni fólst. Og svo er það önnur en allt öðruvísi „staðreynd“, að það er heil kynslóð af Íslendingum sem ólst upp við það að kona væri forseti lýðveldisins. Margir af þessari kynslóð spurðu foreldra sína árið 1996: getur karlmaður virkilega verið forseti? Fyrir íbúa flestra ríkja heims er þetta vægast sagt róttæk spurning. Til þess að við getum ímyndað okkur annan heim, þar sem kvenfyrirlitning eða skertur hlutur kvenna er hvorki menningar- né stofnanabundin, þurfum við að þekkja fortíðina. En við þurfum líka að hafa hugrekki til þess að halda út í hið óþekkta. Hugrekki til þess að þora framtíðinni. Framtíð sem er allt öðruvísi en samtíminn og sagan. Aðferðir sem eru hugsanlega allt öðruvísi en þær sem við stundum í dag. Stundum verða breytingar í átt að öðruvísi heimi með öðruvísi „staðreyndum” svo róttækar að við tölum um menningarlega stökkbreytingu. Í því felst að hugmyndir okkar um tilveruna eru settar á rönguna, þær umbreytast í eitthvað annað, fyrst og síðast í verund okkar og inni á heimilum. Þær ná að festast í hefðum og efni með tíð og tíma og setjast þannig í hversdagslega vitund okkar. Til þess að breyta á slíkan hátt þarf framtíðarsýn og skapandi hugsun; þ.e.a.s. hæfileikann til þess að þora út í hið óþekkta, elta tilfinningu fyrir einhverju sem við höfum ekki sönnun fyrir, höfum ekki endilega lifað. Femínismi er í raun ekki flóknari en það. Femínismi er að mörgu leyti gríðarlega gott dæmi um framtíðarsýn og skapandi hugsun. Við höfum þessa sterku tilfinningu fyrir því að heimurinn getur verið öðruvísi en hann er í dag. Að hann ætti að vera öðruvísi en hann er í dag. Að hann verði að vera öðruvísi en hann er í dag. Til þess þarf róttæka breytingu, - menningarlega stökkbreytingu, út í hið óþekkta. Kvenréttindafélag Íslands hefur hvatt fólk til þess að sjá fyrir sér hvernig heimurinn geti orðið eftir 50 ár. Hér er mín tilraun: Árið er 2062. Ég sit á ruggustól á veröndinni heima hjá mér, sólin er að setjast og rauðvínið í glasinu ylvolgt. Ég er 87 ára gömul. Ég heiti Hrund og nafn mitt þýðir kona, gyðja eða valkyrja. Ég hef aldrei verið stoltari af nafni mínu en akkúrat núna. Í gærkvöldi – og munum að núna er árið 2062 – í gærkvöldi urðu barnabörnin orðlaus þegar ég sagði þeim frá því að fyrir fimmtíu árum, árið 2012, hefðu verið til alþjóðlegir sáttmálar og lög sem í grundvallaratriðum bentu á að konur væri helmingur mannkyns. Að líkami þeirra væri ekki vígvöllur, að þær hefðu eitthvað um samfélög sín og eigin líkama að segja. Að þær mætti alls ekki beita ofbeldi. Hefur það ekki alltaf verið augljóst? Spurði sú elsta. Enda vita þau ekki betur, blessuð börnin. Þau klökknuðu við þá staðreynd að meira fjármagn fór í stríðstrekstur en friðaruppbyggingu um aldamótin 2000. Grétu yfir börnunum í Karíbahafi sem fæddust beinalaus með gegnsæja húð út af kjarnorkutilraunum erlends ríkis. Þau pissuðu í sig úr hlátri þegar ég sýndi þeim gamlar dömubindaauglýsingar með ljósbláu tíðablóði. Þvílík afneitun! Ég sagði þeim líka frá því að mannskepnan hefði í þúsundir ára talið sig æðri náttúrunni og þeim fannst sú mannskepna frekar hallærisleg. Það vex villt basilíka í garðinum mínum. Mannfólkið er hætt að haltra, það notar nú bæði heilahvelin og samlíðan er miðlægt afl í verundinni. Það sem áður var rusl er núna efniviður og upphaf að nýju lífi. Allt þetta út af menningarlegu stökkbreytingunni árið 2040. Það þurfti ekkert minna til.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun