Aron Pálmars: Það pirrar mig að sitja á bekknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2012 09:00 Aron ætlar ekki að vanmeta lið Hollands sem Ísland mætir tvívegis á næstu dögum í undankeppni HM. Mynd/Vilhelm Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel. „Þessi eina til tvær vikur sem maður er með landsliðinu strax eftir langt tímabil eru yfirleitt þær erfiðustu á árinu," segir Aron sem segist hafa þurft smá tíma til að pumpa sig upp í þetta verkefni. Ísland mætir Hollendingum í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. „Ég þekki sjálfan mig samt það vel að ég get stillt mig inn á svona verkefni. Ég hef gert þetta áður enda orðinn reynslubolti," segir Aron og hlær en Hafnfirðingurinn verður 22 ára í júlí. Hollendingar hafa ekki unnið til afreka í karlahandboltanum en Aron hefur varann á. „Þetta er fínt lið þótt þetta sé ekki þekktasta lið í heimi. Maður þekkir ekkert öll nöfnin þarna, ég skal alveg viðurkenna það," segir Aron en íslensku strákarnir hafa undir höndum upptökur af leikjum liðsins sem verða notaðar í undirbúningnum. „Þeir eru með fína leikmenn og þetta er hættulegur andstæðingur. Við vitum að við erum sterkara liðið og líklegri í þessum leikjum," segir Aron og leggur áherslu á að liðið þurfi að gefa allt í fyrri leikinn á heimavelli til að hafa gott veganesti fyrir Hollandsferðina. Erfitt að gagnrýna þjálfarannAron átti frábæra innkomu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Kiel gegn Atlético Madrid og skoraði þrjú mörk þegar erfiðlega gekk hjá þýska liðinu. Bekkjarsetan heillar Aron ekki frekar en aðra og hann vill fara að fá meira traust frá Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins. „Ég viðurkenni alveg að það pirrar mig að sitja á bekknum. Það er samt mjög erfitt að gagnrýna þjálfarann þegar það gengur svona vel. Flestir leikmenn eru þannig að þeir eru ekki alltaf sammála þjálfaranum. Ég verð bara að vinna vel í mínum hlutum í sumar til að stækka hlutverk mitt, verða byrjunarliðsmaður og fá traust á mínar herðar," segir Aron sem segir árangur Kiel vissulega hafa komið á óvart en liðið hafi unnið fyrir honum. Síðasta tímabil hneyksli„Við stefnum alltaf á alla titla og vorum frekar sárir með síðasta tímabil. Okkur fannst eiginlega algjört hneyksli „bara" að verða í öðru sæti í deildinni og vinna bikarinn," segir Aron en liðið hóf undirbúningstímabilið fyrr en venjulega síðastliðið sumar. „Við ætluðum að sanna að við ættum þetta allt skilið. Það hugsaði enginn um að við gætum átt fullkomið tímabil og unnið alla þrjá titlana. Það var samt klárlega stefnan. Maður fer samt í alla leiki til þess að vinna og það gekk heldur betur eftir í ár," segir Aron sem segir muninn á æfingum með landsliðinu og Kiel í raun bara vera tungumálið. „Það er mikil fagmennska á báðum stöðum. Landsliðið er líka heimsklassalið en hérna eru liðsfélagarnir meiri vinir manns. Hitt er meira þannig að um atvinnu þína er að ræða. Þú ert ekkert mikið að blanda geði við hina. Hérna ertu með vinum þínum að æfa og það er líkast til stærsti munurinn." Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel. „Þessi eina til tvær vikur sem maður er með landsliðinu strax eftir langt tímabil eru yfirleitt þær erfiðustu á árinu," segir Aron sem segist hafa þurft smá tíma til að pumpa sig upp í þetta verkefni. Ísland mætir Hollendingum í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. „Ég þekki sjálfan mig samt það vel að ég get stillt mig inn á svona verkefni. Ég hef gert þetta áður enda orðinn reynslubolti," segir Aron og hlær en Hafnfirðingurinn verður 22 ára í júlí. Hollendingar hafa ekki unnið til afreka í karlahandboltanum en Aron hefur varann á. „Þetta er fínt lið þótt þetta sé ekki þekktasta lið í heimi. Maður þekkir ekkert öll nöfnin þarna, ég skal alveg viðurkenna það," segir Aron en íslensku strákarnir hafa undir höndum upptökur af leikjum liðsins sem verða notaðar í undirbúningnum. „Þeir eru með fína leikmenn og þetta er hættulegur andstæðingur. Við vitum að við erum sterkara liðið og líklegri í þessum leikjum," segir Aron og leggur áherslu á að liðið þurfi að gefa allt í fyrri leikinn á heimavelli til að hafa gott veganesti fyrir Hollandsferðina. Erfitt að gagnrýna þjálfarannAron átti frábæra innkomu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Kiel gegn Atlético Madrid og skoraði þrjú mörk þegar erfiðlega gekk hjá þýska liðinu. Bekkjarsetan heillar Aron ekki frekar en aðra og hann vill fara að fá meira traust frá Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins. „Ég viðurkenni alveg að það pirrar mig að sitja á bekknum. Það er samt mjög erfitt að gagnrýna þjálfarann þegar það gengur svona vel. Flestir leikmenn eru þannig að þeir eru ekki alltaf sammála þjálfaranum. Ég verð bara að vinna vel í mínum hlutum í sumar til að stækka hlutverk mitt, verða byrjunarliðsmaður og fá traust á mínar herðar," segir Aron sem segir árangur Kiel vissulega hafa komið á óvart en liðið hafi unnið fyrir honum. Síðasta tímabil hneyksli„Við stefnum alltaf á alla titla og vorum frekar sárir með síðasta tímabil. Okkur fannst eiginlega algjört hneyksli „bara" að verða í öðru sæti í deildinni og vinna bikarinn," segir Aron en liðið hóf undirbúningstímabilið fyrr en venjulega síðastliðið sumar. „Við ætluðum að sanna að við ættum þetta allt skilið. Það hugsaði enginn um að við gætum átt fullkomið tímabil og unnið alla þrjá titlana. Það var samt klárlega stefnan. Maður fer samt í alla leiki til þess að vinna og það gekk heldur betur eftir í ár," segir Aron sem segir muninn á æfingum með landsliðinu og Kiel í raun bara vera tungumálið. „Það er mikil fagmennska á báðum stöðum. Landsliðið er líka heimsklassalið en hérna eru liðsfélagarnir meiri vinir manns. Hitt er meira þannig að um atvinnu þína er að ræða. Þú ert ekkert mikið að blanda geði við hina. Hérna ertu með vinum þínum að æfa og það er líkast til stærsti munurinn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira