Sameiningarafl þjóðarinnar Jón Þór Ólafsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Kjósendur eru hluti löggjafarvaldsins.Á meðan að greiðasta leiðin til að komast á þing er með stuðningi sérhagsmunaaðila munu fæstir þingmenn vera fulltrúar almennings. Minnihlutahópar þurfa að sjálfsögðu vörn fyrir ofríki meirihlutans, svo fulltrúalýðræði hefur sína kosti, en þegar þingið þóknast sérhagsmunum og setur lög gegn almannahag þá þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi. Stjórnarskráin heimilar forsetanum að aðstoða almenning til þess, en það er misskilningur að hann hafi neitunarvald. Við synjun forseta á lagafrumvarpi „fær það engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar" eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það eru kjósendur sem hafa neitunarvaldið. Kjósendur í landinu eru hluti af löggjafarvaldinu. En þeir þurfa að treysta á að forsetinn virki þetta vald þeirra, að hann skjóti málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málskotsrétturinn veitir Alþingi aðhald.Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun stór hluti kjósenda halda áfram að skora á forsetann að beita málskotsréttinum. Forseti sem í framtíðinni er tregur til að skjóta málum til þjóðarinnar mun sundra henni en ekki sameina. En málskotsréttur forsetans getur verið sameiningarafl. Hann veitir Alþingi aðhald við lagasetningu. Hann þrýstir á þingið að vera samstiga þjóðinni í stórum málum. Málskotsrétturinn getur því verið afl sem betur sameinar hagsmuni þings og þjóðar. Þing sem er meira samstiga þjóðinni.Í lok júní getum við kosið forseta sem á að sameina þjóðina með því að stappa í okkur stálið frá hliðarlínunni; á meðan hagsmunir þings og þjóðar reka áfram í sundur; á meðan hunsaðar kröfur kjósenda um málskot verða háværari. Eða við getum kosið forseta sem finnst sjálfsagt að við kjósendur fáum færi á að gefa lagafrumvörpum þingsins rauða spjaldið; forseta sem þingið veit að stendur með þjóðinni þegar hagsmunagjá myndast þar á milli; forseta sem sameinar þannig hagsmuni þings og þjóðar að við getum spilað betur saman sem liðsheild. Mætum á kosningavöllinn og styðjum málskotsréttinn til sigurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Kjósendur eru hluti löggjafarvaldsins.Á meðan að greiðasta leiðin til að komast á þing er með stuðningi sérhagsmunaaðila munu fæstir þingmenn vera fulltrúar almennings. Minnihlutahópar þurfa að sjálfsögðu vörn fyrir ofríki meirihlutans, svo fulltrúalýðræði hefur sína kosti, en þegar þingið þóknast sérhagsmunum og setur lög gegn almannahag þá þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi. Stjórnarskráin heimilar forsetanum að aðstoða almenning til þess, en það er misskilningur að hann hafi neitunarvald. Við synjun forseta á lagafrumvarpi „fær það engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar" eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það eru kjósendur sem hafa neitunarvaldið. Kjósendur í landinu eru hluti af löggjafarvaldinu. En þeir þurfa að treysta á að forsetinn virki þetta vald þeirra, að hann skjóti málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málskotsrétturinn veitir Alþingi aðhald.Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun stór hluti kjósenda halda áfram að skora á forsetann að beita málskotsréttinum. Forseti sem í framtíðinni er tregur til að skjóta málum til þjóðarinnar mun sundra henni en ekki sameina. En málskotsréttur forsetans getur verið sameiningarafl. Hann veitir Alþingi aðhald við lagasetningu. Hann þrýstir á þingið að vera samstiga þjóðinni í stórum málum. Málskotsrétturinn getur því verið afl sem betur sameinar hagsmuni þings og þjóðar. Þing sem er meira samstiga þjóðinni.Í lok júní getum við kosið forseta sem á að sameina þjóðina með því að stappa í okkur stálið frá hliðarlínunni; á meðan hagsmunir þings og þjóðar reka áfram í sundur; á meðan hunsaðar kröfur kjósenda um málskot verða háværari. Eða við getum kosið forseta sem finnst sjálfsagt að við kjósendur fáum færi á að gefa lagafrumvörpum þingsins rauða spjaldið; forseta sem þingið veit að stendur með þjóðinni þegar hagsmunagjá myndast þar á milli; forseta sem sameinar þannig hagsmuni þings og þjóðar að við getum spilað betur saman sem liðsheild. Mætum á kosningavöllinn og styðjum málskotsréttinn til sigurs.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun