Gríman 2012 – íslensku sviðslistaverðlaunin Ása Richardsdóttir skrifar 1. júní 2012 06:00 Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. Leikárið um kring starfa fjórar valnefndir á vegum Grímunnar sem á fjórða tug einstaklinga skipa. Þetta fólk sækir leikhús, oft í viku, af einskærum áhuga og ástríðu. Valnefndarfólk Grímunnar hefur nú kosið þær sýningar og listafólk sem að þeirra mati hefur skarað fram úr í vetur – og tilnefnt verður til verðlauna í dag. Í stærstu sviðslistastofnunum landsins, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, hafa vel á þriðja tug verka verið frumflutt í vetur, í sviðssetningu fyrrnefndra stofnana og á vegum samstarfsfélaga þeirra úr röðum sjálfstæðra sviðslistahópa. Tugur verka hefur verið sviðsettur af hinum þremur meginstofnunum landsins, Leikfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum og í Útvarpsleikhúsinu á RÚV voru frumflutt 7 glæný íslensk verk. Þar fyrir utan hafa sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýnd á sjötta tug verka í vetur. Þessa grósku er ekki aðeins að finna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stærsti hluti verka er sýndur, heldur einnig landið um kring, frá Keflavík til Grindavíkur, til Borgarness, úti á Rifi á Snæfellsnesi, á Akureyri og víðar um landið. Leikhúsið fer æ oftar út fyrir eigin veggi og voru ýmis ný verk vetrarins sýnd á hótelum, skrifstofurýmum, í búðargluggum, á götum úti, í gömlum frystihúsum, svo fátt eitt sé talið. Sviðslistafólki er ekkert óviðkomandi og eru umfjöllunarefni verka vetrarins svo mörg að þau eru efni í aðra grein. En, ekkert af framangreindu væri mögulegt nema vegna þess að íslenskir áhorfendur hafa enn á ný sýnt í vetur að leikhúsið er þeim mikilvægt, sem griðarstaður, fyrir upplifun og skemmtun en einnig staður þar sem finna má nýjar hugmyndir, fegurð, ljótleika, hugljómun og dýpri sannleik. Íslenskar sviðslistir eru í sókn og sýna engin merki þess að yfir landið hafi dunið eitt stykki HRUN. Með nýju frumvarpi menningarmálaráðherra að sviðslistalögum er ætlunin að renna styrkari stoðum undir fjölbreytta sviðslistastarfsemi í landinu. Ein mikilvægasta nýbreytni laganna er að stofnuð verði kynningarmiðstöð sviðslista sem hafi þann megin tilgang að efla alþjóðlegt samstarf íslensks sviðslistafólks og koma verkum þeirra á framfæri erlendis. Þrátt fyrir gott gengi einstakra sviðslistahópa á erlendri grundu er stór akur enn óplægður í þessum efnum sem til framtíðar mun skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri og listafólki sem og þjóðinni ný alþjóðleg viðmið og aukinn hróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. Leikárið um kring starfa fjórar valnefndir á vegum Grímunnar sem á fjórða tug einstaklinga skipa. Þetta fólk sækir leikhús, oft í viku, af einskærum áhuga og ástríðu. Valnefndarfólk Grímunnar hefur nú kosið þær sýningar og listafólk sem að þeirra mati hefur skarað fram úr í vetur – og tilnefnt verður til verðlauna í dag. Í stærstu sviðslistastofnunum landsins, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, hafa vel á þriðja tug verka verið frumflutt í vetur, í sviðssetningu fyrrnefndra stofnana og á vegum samstarfsfélaga þeirra úr röðum sjálfstæðra sviðslistahópa. Tugur verka hefur verið sviðsettur af hinum þremur meginstofnunum landsins, Leikfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum og í Útvarpsleikhúsinu á RÚV voru frumflutt 7 glæný íslensk verk. Þar fyrir utan hafa sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýnd á sjötta tug verka í vetur. Þessa grósku er ekki aðeins að finna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stærsti hluti verka er sýndur, heldur einnig landið um kring, frá Keflavík til Grindavíkur, til Borgarness, úti á Rifi á Snæfellsnesi, á Akureyri og víðar um landið. Leikhúsið fer æ oftar út fyrir eigin veggi og voru ýmis ný verk vetrarins sýnd á hótelum, skrifstofurýmum, í búðargluggum, á götum úti, í gömlum frystihúsum, svo fátt eitt sé talið. Sviðslistafólki er ekkert óviðkomandi og eru umfjöllunarefni verka vetrarins svo mörg að þau eru efni í aðra grein. En, ekkert af framangreindu væri mögulegt nema vegna þess að íslenskir áhorfendur hafa enn á ný sýnt í vetur að leikhúsið er þeim mikilvægt, sem griðarstaður, fyrir upplifun og skemmtun en einnig staður þar sem finna má nýjar hugmyndir, fegurð, ljótleika, hugljómun og dýpri sannleik. Íslenskar sviðslistir eru í sókn og sýna engin merki þess að yfir landið hafi dunið eitt stykki HRUN. Með nýju frumvarpi menningarmálaráðherra að sviðslistalögum er ætlunin að renna styrkari stoðum undir fjölbreytta sviðslistastarfsemi í landinu. Ein mikilvægasta nýbreytni laganna er að stofnuð verði kynningarmiðstöð sviðslista sem hafi þann megin tilgang að efla alþjóðlegt samstarf íslensks sviðslistafólks og koma verkum þeirra á framfæri erlendis. Þrátt fyrir gott gengi einstakra sviðslistahópa á erlendri grundu er stór akur enn óplægður í þessum efnum sem til framtíðar mun skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri og listafólki sem og þjóðinni ný alþjóðleg viðmið og aukinn hróður.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun