Framsækin fjárfestingaáætlun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 1. júní 2012 06:00 Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun