Þetta er mikil áskorun fyrir liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2012 06:00 Stella Sigurðardóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu þurfa að eiga toppleik gegn afar sterku spænsku liði í kvöld. Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina. Íslenski handboltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina.
Íslenski handboltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira