Á stjórnarandstaðan bara að halda kjafti og vera sæt? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun