Tveir og hálfur milljarður í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur – það munar um minna Oddný G. Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifar 10. maí 2012 06:00 Tugþúsundir húseigenda um allt land fengu fjármuni frá ríkissjóði inn á bankareikninga sína nú um síðustu mánaðamót. Mörgum í þeim hópi hefur eflaust komið þetta ánægjulega á óvart. Eðli málsins samkvæmt er fólk vanara því að meira fari út af reikningunum vegna íbúðarlána en að eitthvað skili sér inn á þá. Hvaða greiðsla er þetta? Hverjir fengu hana og hvers vegna? Hér er um að ræða greiðslu frá ríkissjóði Íslands til fasteignaeigenda í formi sérstakra vaxtaniðurgreiðslna vegna áhvílandi lána á íbúðarhúsnæði viðkomandi. Ríkissjóður greiddi að þessu sinni alls 2.648 milljarða króna og fengu 90.477 húseigendur sérstaka vaxtaniðurgreiðslu að þessu sinni. Meðalgreiðsla á mann var tæpar 30.000 krónur og um var að ræða helming áætlaðrar niðurgreiðslu ársins. Við útreikning á fyrirframgreiðslunni 1. maí 2012 var höfð hliðsjón af skattframtali 2012 og fyrirliggjandi upplýsingum um tekjur, eignir og skuldir. Hinn helmingur niðurgreiðslunnar verður greiddur út til húseigenda við álagningu opinberra gjalda þann 1. ágúst næstkomandi. Á sama tíma í fyrra nam heildargreiðsla ríkissjóðs til sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu alls 2,9 milljörðum króna og var greitt út til 96.812 heimila. Ástæða þess að fleiri fengu sambærilega greiðslu á síðasta ári en nú og hærri fjárhæð er að þá var stofninn sem skapar rétt til greiðslna hærri. Með öðrum orðum; lægri fjárhæð nú og færri móttakendur endurspeglar lækkun skulda og/eða aukna eignamyndun heimila. Staða húseigenda með áhvílandi lán hefur sem sagt batnað. Sérstaka vaxtaniðurgreiðslan er nefnilega 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árslok 2010 og 2011 samkvæmt skattframtölum 2011 og 2012. Greiðslan getur að hámarki orðið 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum. Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd en skerðist ef hrein eign (eignir að frádregnum skuldum) fer umfram ákveðin mörk. Þessi mörk byrja hjá einstaklingi við nettóeign 10.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 20.000.000 kr. Skerðing hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum byrjar við nettóeign 15.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 30.000.000 kr. Þess má líka geta að þessi sérstaka vaxtaniðurgreiðsla sem um ræðir telst ekki til skattskyldra tekna þess sem hana fær. Vaxtaniðurgreiðslan er hrein viðbót við hefðbundnar vaxtabætur sem ríkissjóður greiðir og hefur gert lengi. Þær voru reyndar hækkaðar um á þriðja milljarð króna á fyrrihluta árs 2009 og hefur sú hækkun haldist síðan. Ríkið hefur því varið um eða yfir 18 milljörðum króna í vaxtabætur og í sérstaka vaxtaniðurgreiðslu árlega á árunum 2011 og 2012. Það er nálægt þriðjungur af öllum vaxtakostnaði heimilanna vegna íbúðarlána. Í kjölfar hinnar miklu niðursveiflu í kjölfar efnahagshrunsins, myndaðist mikil gjá á milli greiðslubyrði og greiðslugetu heimilanna í landinu sem flestir, ef ekki allir, fundu fyrir. Stjórnvöld hafa glímt við þann vanda sem þá skapaðist með margvíslegum hætti og ávallt haft að leiðarljósi að aðstoða eftir föngum þá sem mesta hafa þörfina, en með aðferðum sem ekki yrðu ríkissjóði ofviða. Fjölmargar leiðir hafa verið farnar með þetta markmið að leiðarljósi. Fjölmennur hópur hefur nýtt sér greiðslujöfnun, lán hafa verið afskrifuð hjá um fimmtungi heimila í landinu, komið var í veg fyrir að fólk missti heimili sín vegna vanskila eða nauðungarsölu, lán voru fryst og heimilum með slík lán auðveldað að fara í skuldaaðlögun. Á seinni stigum aðstoðaði embætti Umboðsmanns skuldara heimili við að endurskipuleggja lán sín við lánardrottna sína. Til að hraða ferlinu við endurskipulagningu skulda heimilanna var gripið til 110 prósenta leiðarinnar en með henni eru afskrifuð lán af yfirveðsettum eignum niður að 110 prósenta markinu. Þá má nefna sértæka skuldaaðlögun sem miðar að því að laga greiðslubyrði að greiðslugetu. Til að gæta samræmis og sanngirni í þessum málum, starfar á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytis sérstök nefnd með víðtækt umboð, svokölluð eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun. Um þessar og fleiri aðgerðir í þágu heimilanna má meðal annars lesa í nýútkominni skýrslu AGS. Í skýrslunni segir efnislega að hér á landi hafi tekist að afstýra fjöldanauðungarsölum íslenskra heimila með tímabundnum greiðslufresti og samræmdum aðgerðum til að finna varanlegar lausnir fyrir heimili í skuldavanda. Það hefur verið gert með því að lækka skuldir heimilanna og draga úr greiðslubyrði þeirra. Vaxtabætur og umræddar sérstakar vaxtaniðurgreiðslur, sem greiddar voru út að helmingi nú um síðastliðin mánaðamót, eru því í fullkomnu samræmi við yfirlýst markmið núverandi ríkisstjórnar um að styðja við heimilin í landinu. Þær eru hluti víðtækra aðgerða sem óumdeilanlega skipta máli og hafa hjálpað í glímunni við þann þungbæra vanda sem hrunið skóp skuldsettum heimilum. Þeirri glímu er engan veginn lokið og skuldsett heimili munu áfram þurfa á stuðningi að halda. Áframhaldandi efnahagsbati og hagvöxtur, aukin atvinna og vaxandi kaupmáttur munu hins vegar gera eftirleikinn auðveldari fyrir okkur og tryggja öruggari afkomu allra heimila í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Tugþúsundir húseigenda um allt land fengu fjármuni frá ríkissjóði inn á bankareikninga sína nú um síðustu mánaðamót. Mörgum í þeim hópi hefur eflaust komið þetta ánægjulega á óvart. Eðli málsins samkvæmt er fólk vanara því að meira fari út af reikningunum vegna íbúðarlána en að eitthvað skili sér inn á þá. Hvaða greiðsla er þetta? Hverjir fengu hana og hvers vegna? Hér er um að ræða greiðslu frá ríkissjóði Íslands til fasteignaeigenda í formi sérstakra vaxtaniðurgreiðslna vegna áhvílandi lána á íbúðarhúsnæði viðkomandi. Ríkissjóður greiddi að þessu sinni alls 2.648 milljarða króna og fengu 90.477 húseigendur sérstaka vaxtaniðurgreiðslu að þessu sinni. Meðalgreiðsla á mann var tæpar 30.000 krónur og um var að ræða helming áætlaðrar niðurgreiðslu ársins. Við útreikning á fyrirframgreiðslunni 1. maí 2012 var höfð hliðsjón af skattframtali 2012 og fyrirliggjandi upplýsingum um tekjur, eignir og skuldir. Hinn helmingur niðurgreiðslunnar verður greiddur út til húseigenda við álagningu opinberra gjalda þann 1. ágúst næstkomandi. Á sama tíma í fyrra nam heildargreiðsla ríkissjóðs til sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu alls 2,9 milljörðum króna og var greitt út til 96.812 heimila. Ástæða þess að fleiri fengu sambærilega greiðslu á síðasta ári en nú og hærri fjárhæð er að þá var stofninn sem skapar rétt til greiðslna hærri. Með öðrum orðum; lægri fjárhæð nú og færri móttakendur endurspeglar lækkun skulda og/eða aukna eignamyndun heimila. Staða húseigenda með áhvílandi lán hefur sem sagt batnað. Sérstaka vaxtaniðurgreiðslan er nefnilega 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árslok 2010 og 2011 samkvæmt skattframtölum 2011 og 2012. Greiðslan getur að hámarki orðið 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum. Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd en skerðist ef hrein eign (eignir að frádregnum skuldum) fer umfram ákveðin mörk. Þessi mörk byrja hjá einstaklingi við nettóeign 10.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 20.000.000 kr. Skerðing hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum byrjar við nettóeign 15.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 30.000.000 kr. Þess má líka geta að þessi sérstaka vaxtaniðurgreiðsla sem um ræðir telst ekki til skattskyldra tekna þess sem hana fær. Vaxtaniðurgreiðslan er hrein viðbót við hefðbundnar vaxtabætur sem ríkissjóður greiðir og hefur gert lengi. Þær voru reyndar hækkaðar um á þriðja milljarð króna á fyrrihluta árs 2009 og hefur sú hækkun haldist síðan. Ríkið hefur því varið um eða yfir 18 milljörðum króna í vaxtabætur og í sérstaka vaxtaniðurgreiðslu árlega á árunum 2011 og 2012. Það er nálægt þriðjungur af öllum vaxtakostnaði heimilanna vegna íbúðarlána. Í kjölfar hinnar miklu niðursveiflu í kjölfar efnahagshrunsins, myndaðist mikil gjá á milli greiðslubyrði og greiðslugetu heimilanna í landinu sem flestir, ef ekki allir, fundu fyrir. Stjórnvöld hafa glímt við þann vanda sem þá skapaðist með margvíslegum hætti og ávallt haft að leiðarljósi að aðstoða eftir föngum þá sem mesta hafa þörfina, en með aðferðum sem ekki yrðu ríkissjóði ofviða. Fjölmargar leiðir hafa verið farnar með þetta markmið að leiðarljósi. Fjölmennur hópur hefur nýtt sér greiðslujöfnun, lán hafa verið afskrifuð hjá um fimmtungi heimila í landinu, komið var í veg fyrir að fólk missti heimili sín vegna vanskila eða nauðungarsölu, lán voru fryst og heimilum með slík lán auðveldað að fara í skuldaaðlögun. Á seinni stigum aðstoðaði embætti Umboðsmanns skuldara heimili við að endurskipuleggja lán sín við lánardrottna sína. Til að hraða ferlinu við endurskipulagningu skulda heimilanna var gripið til 110 prósenta leiðarinnar en með henni eru afskrifuð lán af yfirveðsettum eignum niður að 110 prósenta markinu. Þá má nefna sértæka skuldaaðlögun sem miðar að því að laga greiðslubyrði að greiðslugetu. Til að gæta samræmis og sanngirni í þessum málum, starfar á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytis sérstök nefnd með víðtækt umboð, svokölluð eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun. Um þessar og fleiri aðgerðir í þágu heimilanna má meðal annars lesa í nýútkominni skýrslu AGS. Í skýrslunni segir efnislega að hér á landi hafi tekist að afstýra fjöldanauðungarsölum íslenskra heimila með tímabundnum greiðslufresti og samræmdum aðgerðum til að finna varanlegar lausnir fyrir heimili í skuldavanda. Það hefur verið gert með því að lækka skuldir heimilanna og draga úr greiðslubyrði þeirra. Vaxtabætur og umræddar sérstakar vaxtaniðurgreiðslur, sem greiddar voru út að helmingi nú um síðastliðin mánaðamót, eru því í fullkomnu samræmi við yfirlýst markmið núverandi ríkisstjórnar um að styðja við heimilin í landinu. Þær eru hluti víðtækra aðgerða sem óumdeilanlega skipta máli og hafa hjálpað í glímunni við þann þungbæra vanda sem hrunið skóp skuldsettum heimilum. Þeirri glímu er engan veginn lokið og skuldsett heimili munu áfram þurfa á stuðningi að halda. Áframhaldandi efnahagsbati og hagvöxtur, aukin atvinna og vaxandi kaupmáttur munu hins vegar gera eftirleikinn auðveldari fyrir okkur og tryggja öruggari afkomu allra heimila í landinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun