Lífið

Vel heppnuð hátíð

Krummi Björgvinsson.
Krummi Björgvinsson. Mynd/Vilhelm
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór að venju fram um páskana og þótti afar vel lukkuð. Einhverjir áttu þó erfitt með að komast aftur til Reykjavíkur að hátíðinni lokinni sökum veðurs.

Fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita kom fram á hátíðinni í ár og var Krummi Björgvinsson á meðal þeirra. Krummi kom fram með hljómsveit sinni Legend og átti frábæra tónleika þrátt fyrir handleggsbrot.

Á fésbókarsíðu sinni sagði tónlistarmaðurinn að hann hefði handleggsbrotnað í kjölfarið á rótaraslysi. Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir varð fyrir því óhappi að týna farsíma sínum á heimavist Menntaskólans á Ísafirði og auglýsti eftir honum á fésbókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×