Til skoðunar að afturkalla veiðiheimild Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. apríl 2012 11:00 Húsleit í gangi Fyrir helgi gerðu starfsmenn sérstaks saksóknara húsleit í húsakynnum Samherja í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira